Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1997, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 15.02.1997, Blaðsíða 4
IV LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Hreðavatn Húsið er 80m2 timburhús á einni hæð. Það er ágætlega búið öllum nauðsynjum og nýtist sem heilsárshús. Húsið stendur í brekku við norð- urenda Hreðavatns, uppi á hæð með fallegu útsýni yfir vatnið og skógræktina. Góð verönd er fyrir framan húsið með útihúsgögnum og heitum potti. Vegalengd frá Reykjavík að Hreðavatni er um það bil 150 km og frá Akureyri um það bil 283 km. Beygt er af þjóðvegi 1 skammt sunnan við Bifröst, inn á afleggjara sem er merktur Hreðavatn, 800-900 m langur. Á sumrin þegar aurbleyta er farin úr vegum er hægt að komast alveg upp að bústaðnum á flestum bílum, ann- ars er heppilegast að leggja við veginn beint fyrir neðan bústaðinn. Afhending: Föstudagur kl. 18 og skilist á föstudegi að viku liðinni kl. 14. Lyklar eru afhentir á Bifröst gegn framvísun greiðslukvitt- unar, utan orlofstíma á skrifstofu LÍ. Síma- númer í húsinu er 435 0023. Úr símanum er aðeins hægt að hringja í gegnum 119. Svefnpláss: Þrjú svefnherbergi. Rúm eru fyrir sjö og tvær aukadýnur. Barnarúm. Sængur og rúmfatnaður: Sængur og koddar eru fyrir átta. Rúmfatnaður fylgir ekki. Eldhúsáhöld/borðbúnaður: Leirtau og hnífapör eru fyrir 12 manns. Barnastóll. Hreinlætisvörur: Ræstingarvörur eru í hús- inu. Aðrar hreinlætisvörur fylgja ekki. Gæludýr: Gæludýr eru leyfð. Grill: já Útvarp: nei Sjónvarp: já Sími: já Heit- ur pottur: já Yerslun: Næstu verslanir eru í Hreðavatns- skála (sumarverslun), Munaðarnesi 10 km, Baulu 13 km og Borgarnesi 33 km. Útivistarmöguleikar: Skemmtilegar göngu- leiðir eru fjölmargar í nágrenninu, inn með vatninu inn í skóginn, niður að Norðurá, að Glanna og Paradís svo ekki sé minnst á fjöllin til dæmis Vikrafjall og Hraunsnefsöxl. Hesta- leiga er á Jafnaskarði, veiði í Hreðavatni og Selvatni. Sundlaugar eru að Varmalandi 17 km, Kleppjárnsreykjum 32 km, Borgarnesi 33 km og Húsafelli 55 km. Níu holu golfvöllur, Hamarsvöllur, er í Borgarnesi. Umsjónarmaður: Ef bilanir verða skal skrif- stofu læknafélaganna gert viðvart eða umsjón- armanni bústaðarins, Jóhönnu Björnsdóttur h.s. 565 6238 eða v.s. 560 1000. Einnig er hægt að hafa samband við Eirík Ingólfsson í Borgar- nesi h.s. 437 1242, boðsími 845 5151. Orlofsstyrkir Félagsmenn LI geta sótt um styrk vegna orlofsdvalar innanlands, sem menn leita að eigin vali, utan þeirra valkosta sem læknafélögin geta boðið upp á. Styrkur- inn nemur allt að 60% af kostnaði við orlofsdvöl, eða allt að 20.000 kr. fyrir vikudvöl. Styrkurinn er greiddur á skrif- stofu læknafélaganna eftir á gegn fram- vísun kvittunar fyrir orlofsdvöl.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.