Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1997, Síða 4

Læknablaðið - 15.05.1997, Síða 4
IV LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 8.1.3. í skuldabréfum sveitarfélaga, með trausta rekstrarlega afkomu og fjárhagslega stöðu. 8.1.4. í bönkum og sparisjóðum. 8.1.5. í skuldabréfum tryggðum með veði í hús- eignum allt að 50% af brunabótamatsverði eða, sé brunabótamat ekki fyrir hendi, þá af matsverði, sem ákveðið er af tveimur mönnum sem fjármálaráðherra tilnefnir og allt að 75% af fasteignamatsverði lóða í kaupstöðum og kauptúnum. 8.1.6. í skuldabréfum stofnlánasjóða atvinnu- veganna, fjárfestingastofnana eða annarra lánastofnana en getið er hér að framan enda starfi þeir samkvæmt sérstökum lög- um eða séu undir eftirliti bankaeftirlits Seðlabanka Islands. 8.1.7. í hlutabréfum. 8.1.8. í skuldabréfum fyrirtækja með trausta eig- infjárstöðu og góða rekstrarafkomu enda séu hlutabréf viðkomandi fyrirtækja skráð á Verðbréfaþingi íslands. 8.1.9. í traustum erlendum verðbréfum og hluta- bréfum, sem skráð eru á opinberum verð- bréfamörkuðum í aðildarríkjum Efna- hags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD). 9. grein Iðgjöld og aðrar greiðslur til sjóðsins 9.1. Sjóðurinn tekur við iðgjöldum, sem greidd eru vegna sjóðfélaga samkvæmt kjara- samningum Læknafélags Islands eða svæðafélaga lækna. 9.1.1. Heimilt er stjórn sjóðsins að taka við ið- gjöldum, er einstakir sjóðfélagar skuldb- inda sig til að greiða sjálfir, að svo miklu leyti sem aðrar árlegar iðgjaldagreiðslur þeirra veita ekki 'A, 2A eða heilt stig, saman- ber 10. gr. 9.1.2. Óski sjóðfélagi að taka upp eða hækka slíkar eigin greiðslur, gilda ákvæði 4. máls- greinar 3. greinar, nema sjóðsstjórn telji breytinguna eðlilega afleiðingu þess, að sjóðfélaginn skiptir um starf. 9.2. Iðgjöldum frá vinnuveitendum skal skilað til sjóðsins eigi síðar en tveimur vikum eftir að þau féllu í gjalddaga. 9.3. Stjórn sjóðsins setur reglur um greiðslu, sem sjóðfélagar sjálfir inna af höndum og að jafnaði skulu eiga sér stað mánaðar- lega. 9.4. Sjóðurinn veitir ekki viðtöku iðgjöldum, sem greidd eru vegna sjóðfélaga, eftir að hann hefur hafið töku ellilífeyris úr sjóðn- um. 9.5. Heimilt er stjórn sjóðsins að veita viðtöku fé, sem sjóðfélagi óskar að yfirfæra úr öðr- um lífeyrissjóði, sem stofnaður er með lög- um eða nýtur viðurkenningar fjármála- ráðuneytisins. 9.6. Sjóðfélagar bera eigi ábyrgð á skuldbind- ingum sjóðsins nema með iðgjöldum sín- um. 9.7. Stjórninni er heimilt að fella niður ið- gjaldagreiðslur í mest tvö ár, þegar ungir sjóðfélagar eiga í hlut og lenda í greiðslu- vandræðum vegna framhaldsnáms erlend- is eða af öðrum ástæðum, sem stjórnin metur gildar. 9.7.1. Iðgjaldagreiðsla fyrir og eftir slíkt tímabil telst samfelld, samanber 12.-14. gr. 10. grein Grundvöllur lífeyrisréttinda 10.1. Samanlögð iðgjöld sjóðfélaga hvert al- manaksár skulu umreiknuð í stig, er mynda grundvöll lífeyrisréttinda hans. 10.2. Til grundvallar stigaútreikningi skal leggja samanlögð grundvallarlaun ársins. Grund- vallarlaun í október 1995, kr. 164.742 á mánuði, skulu taka sömu hlutfallsbreyt- ingu og vísitala neysluverðs, sem reiknuð er og birt af Hagstofu Islands samkvæmt lög- um nr. 13 frá 6. mars 1995. 10.3. Stig ársins reiknast þannig að deilt skal í tíföld iðgjöld sjóðfélagans með grundvall- arlaunum samkvæmt 10.2. 10.4. Stig skulu reiknuð með þremur aukastöf- um. 10.5. Fé sem yfirfært er úr öðrum lífeyrissjóði samkvæmt 5. málsgrein 9. greinar skal um- reiknað í stig með sama hætti og iðgjöld á því ári, er yfirfærslan á sér stað samkvæmt 3. málsgrein þessarar greinar. 11. grein Ellilífeyrir 11.1. Hver sjóðfélagi, sem greitt hefur iðgjöld til sjóðsins í þrjú ár eða lengur, og öðlast hefur samanlagt að minnsta kosti eitt stig sam- kvæmt 10. gr. og orðinn er fullra 67 ára að aldri, á rétt á árlegum lífeyri úr sjóðnum, enda hafi hann látið af aðalstarfi sínu eða takmarkað svo störf sín, að það, að dómi sjóðsstjórnar, jafngildi því, að aðalstarfi sé hætt. 11.2. Upphæð ellilífeyris er hundraðshluti af grundvallarlaunum eins og þau eru á hverj-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.