Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1997, Qupperneq 5

Læknablaðið - 15.05.1997, Qupperneq 5
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 V um tíma, samanber 2. málsgr. 10. gr., og þessara stiga, er svarar til örorkustigsins. nemur hundraðshluti þessi samanlögðum Ekki skal þó slík viðbót hvert einstakt ár stigafjölda, sem sjóðfélaginn hefur áunnið vera meiri en svo, að öryrkinn fái í hæsta sér, margfölduðum með 1.3. lagi eitt stig fyrir árið. 12. grein Örorkulífeyrir 12.1. Hver sjóðfélagi, sem greitt hefur iðgjöld til sjóðsins undanfarandi þrjú ár, hefur öðlast samanlagt að minnsta kosti eitt stig sam- kvæmt 10. gr. og ófær verður til að gegna því starfi, sem hann hefur gegnt þangað til og eigi á kost á öðru læknisstarfi eða missir sökum slíkrar örorku einhvern hluta tekna þeirra, er hann hefur greitt iðgjöld af til sjóðsins, á rétt á örorkulífeyri, ef trygginga- yfirlæknir, í samráði við trúnaðarlækni sjóðsins, metur örorkuna 40% eða þar yfir. 12.2. Örorkumat þetta skal aðallega miðað við vanhæfni sjóðfélaga til að gegna starfi því, er hann hefur gegnt að undanförnu og greitt iðgjöld af í sjóðinn. 12.3. Hámark örorkulífeyris miðast við áunninn lífeyrisrétt samkvæmt 11. gr. að viðbættum lífeyri, er svarar til meðaltals stiga undan- farandi þrjú ár margfaldað með árafjölda þeim, sem eftir er til 67 ára aldurs sjóðfélag- ans. 12.4. Örorkulífeyrir er sami hundraðshluti af há- marksörorkulífeyri og örorkutapið er met- ið. 12.5. Skylt er öryrkja, sem sækir um örorkulíf- eyri úr sjóðnum eða nýtur hans, að láta stjórn sjóðsins í té allar þær upplýsingar um heilsufar sitt, sem nauðsynlegar eru til að dæma um rétt hans til örorkulífeyris. 12.6. Stjórn sjóðsins skal lækka eða fella niður örorkulífeyri þeirra öryrkja, sem fá starfs- orku sína aftur að nokkru eða öllu leyti. 12.7. Sömuleiðis ber stjórn sjóðsins að hækka örorkulífeyrinn, ef örorkan vex til muna og án sjálfskaparvíta frá því, sem hún var met- in við fyrri ákvarðanir, enda hafi öryrkinn haldið áfram iðgjaldagreiðslum til sjóðsins af tekjum, er hann kann að hafa haft af störfum, er hann áður greiddi iðgjöld af, eða öðrum störfum, er hann hefur tekið upp í þeirra stað. 12.8. Örorkulífeyrir fellur niður, er taka ellilíf- eyris hefst. 12.9. Ellilífeyrir öryrkja skal ákveðinn þannig, að bætt skal við áunnin stig þeim stigum, sem við úrskurðum örorkulífeyrisins voru reiknuð honum fram til 67 ára aldurs, ef um algera örorku er að ræða, en ella því broti 13. grein Makalífeyrir 13.1. Nú andast sjóðfélagi, sem greitt hefur ið- gjöld til sjóðsins undanfarandi þrjú ár og samanlagt öðlast að minnsta kosti eitt stig samkvæmt 10. gr. eða hefur á þeim tíma notið elli- eða örorkulífeyris úr sjóðnum, og á þá eftirlifandi maki rétt á lífeyri úr sjóðnum. 13.2. Upphæð makalífeyris er hundraðshluti af grundvallarlaunum, eins og þau eru á hverjum tíma, samanber 2. málsgr. 10. gr., og nemur hundraðshluti þessi saman- lögðum stigafjölda, sem sjóðfélaganum er reiknaður, margfölduðum með 0.8. 13.2.2. Hafi sjóðfélagi verið orðinn fullra 67 ára, er hann lést, skal miðað við áunninn stigafjölda samkvæmt 10. gr., þó með viðbót samkvæmt síðustu málsgr. 12. gr. 13.3. Nú hefur sjóðfélagi gengið í hjónaband, eftir að hann var orðinn 60 ára eða á þeim tíma, er hann naut lífeyris úr sjóðnum, eða hann var lagstur banaleguna, og úrskurðar þá stjórn sjóðsins, hvort eftir- lifandi maki hans skuli njóta lífeyris úr sjóðnum eða eigi. 13.4. Réttur til lífeyris samkvæmt þessari grein fellur niður, ef hinn eftirlifandi maki gengur í hjónaband að nýju, en kemur í gildi, sé hinu síðara hjónabandi slitið, enda veiti hið síðara hjónaband eigi rétt til hærri lífeyris úr sjóðnum. Veiti hið síðara hjónaband rétt til lægri lífeyris úr sjóðnum, skal einungis greiða mismun- inn. 14. grein Barnalífeyrir 14.1. Nú andast sjóðfélagi, sem greitt hefur ið- gjöld til sjóðsins undanfarandi þrjú ár og samanlagt öðlast að minnsta kosti eitt stig samkvæmt 10. gr. eða hefur á þeim tíma notið elli- og örorkulífeyris úr sjóðnum, og eiga þá börn hans og kjörbörn, er hann lætur eftir sig og yngri eru en 20 ára, rétt á lífeyri úr sjóðnum til 20 ára aldurs. 14.2.1. Upphæð barnalífeyris hvers barns er hundraðshluti af grundvallarlaunum, eins og þau eru á hverjum tíma, og nemur hundraðshluti þessi samanlögðum stiga-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.