Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1997, Side 6

Læknablaðið - 15.05.1997, Side 6
VI LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 fjölda, sem sjóðfélaga er reiknaður sam- kvæmt 13. gr. margfölduðum með 0.1. 14.2.2. Eigi barnið hvorki foreldri né kjörfor- eldri á lífi, skal þó margfalda stigafjöld- ann með 0.2. 14.3.1. Sama rétt öðlast börn og kjörbörn þeirra sjóðfélaga, er njóta elli- og örorkulífeyris úr sjóðnum til barna eða kjörbarna ör- orkulífeyrisþega skuli vera jafnmargir hundraðshlutar af fullum barnalífeyri samkvæmt 2. málsgr. þessarar greinar og örorkustig sjóðfélagans segir til um. 14.3.2. Miða skal lífeyri samkvæmt þessari máls- grein við sama stigafjölda og elli- eða ör- orkulífeyrinn miðast við. 14.4. Fósturbörn, er sjóðfélagi hefur framfært að mestu eða öllu leyti, njóta sama réttar og börnum og kjörbörnum er veittur hér að framan. 15. grein Endurgreiðsla iðgjalda 15.1.1. Nú andast sjóðfélagi og lætur eftir sig maka, án þess að lífeyrisréttur stofnist samkvæmt 13. gr., og á þá hinn eftirlif- andi maki rétt á að fá endurgreidd með vöxtum iðgjöld þau, sem greidd hafa verið vegna sjóðfélagans. 15.1.2. Sama rétt eiga börn innan 20 ára aldurs, ef lífeyrisréttur stofnast ekki samkvæmt 14. gr. og sjóðfélagi lætur ekki eftir sig maka. 15.1.3. Vextirsamkvæmtþessarimálsgreinskulu vera jafnháir vöxtum af innistæðu á sex mánaða sparisjóðsbók hjá Landsbanka Islands. Hverfi bankinn frá slíkum inn- lánsskilmálum, ákveður stjórn sjóðsins vextina með hliðsjón af sparisjóðsvöxtum að öðru leyti. 15.2.1. Nú verður sjóðfélagi öryrki eða nær 67 ára aldri án þess að eiga rétt á lífeyri úr sjóðnum, og er þá stjórn sjóðsins heimilt að endurgreiða með vöxtum iðgjöld þau, sem greidd hafa verið hans vegna. 15.2.2. Ennfremur er stjórn sjóðsins í öðrum til- vikum heimilt að endurgreiða sjóðfélaga iðgjöld, ef sérstaklega stendur á og áunn- in réttindi ná ekki einu stigi. 16. grein Flutningur í aðra sjóði 16.1.1. Hætti sjóðfélagi iðgjaldagreiðslu til sjóðs- ins og gerist jafnframt sjóðfélagi í öðrum lífeyrissjóði, sem stofnaður er með lögum eða nýtur viðurkenningar fjármálaráðu- neytisins, er stjórn sjóðsins heimilt að endurgreiða með vöxtum öll iðgjöld, sem greidd hafa verið vegna hans. 16.1.2. Sama gildir, ef sjóðfélaginn kaupir sér lífeyri hjá tryggingafélagi eða stofnun, sem starfar eftir reglum, er fjármálaráðu- neytið samþykkir. 16.1.3. Það er skilyrði fyrir endurgreiðslunni, að hún gangi til kaupa á lífeyrisréttindum fyrir viðkomandi mann í þeim sjóði, er hann flyst til, eða hjá tryggingafélagi eða stofnun, svo sem að framan greinir. 16.2. Aldrei má endurgreiða hærri fjárhæð en þarf til þess að kaupa réttindi í sjóði, sem flust er til, er svari til iðgjaldagreiðslu- tíma í Lífeyrissjóði lækna. 16.3. Það skal ennfremur sett sem skilyrði fyrir endurgreiðslu samkvæmt þessari grein, að tilsvarandi takmarkanir gildi um end- urgreiðslu eða endurkaup, þar sem rétt- indi eru leyfð, eins og eftir þessari reglu- gerð. 16.4. Fé, sem yfirfært kann að verða úr öðrum lífeyrissjóði, veitir ekki frekari endur- greiðslurétt en gildir í sjóðnum, sem það er yfirfært úr. 17. grein Greiðslur lífeyris 17.1. Lífeyrir greiðist mánaðarlega eftir á, í fyrsta sinn fyrir næsta mánuð eftir að líf- eyrisréttur stofnast, og í síðasta sinn fyrir þann mánuð, er réttur til lífeyris fellur úr gildi. 17.2. Sé lífeyris ekki vitjað í fimm ár getur stjórn sjóðsins úrskurðað, að rétturinn til greiðslu falli niður, og rennur þá fjárhæðin til sjóðs- ins. 18. grein Bann við framsali og veðsetningu 18.1. Óheimilt er að framselja eða veðsetja líf- eyriskröfur samkvæmt reglugerð þessari. 19. grein Gerðardómur 19.1. Rísi ágreiningur út af reglugerð þessari milli sjóðsstjórnar annars vegar og sjóðfé- laga, eftirlifandi maka hans eða fjárhalds- manns ólögráða barns, kjörbarns eða fóst- urbarns hans hins vegar, getur hinn síðar nefndi lagt málið fyrir gerðardóm. 19.2. Skal hvor aðili skipa einn gerðardómsmann af sinni hálfu, en síðan koma gerðardóms-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.