Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Síða 16

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Síða 16
16 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85/FYLGIRIT 38 Mynd 5. Noíkun verkjalyfja á Norðurlöndum 1991-1997. * Skilgreindur dagskammtur. Notkun geðdeyfðarlyfja á Norðurlöndum Eins og áður er vikið að hefur sala geðdeyfð- arlyfja lengi verið meiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum, þó að tíðni þunglyndisrask- ana sé hin sama hér og þar. Þessi munur hefur haldist hlutfallslega, því að notkun nýju lyfj- anna hefur stóraukist á hinum Norðurlöndun- um þótt þau séu ekki nema rúmlega hálfdrætt- ingar á við okkur. í Danmörku, Finnlandi og Færeyjum hefur notkun TCA lyfjanna haldist óbreytt frá 1993 eins og hér á landi þrátt fyrir tilkomu nýju lyfjanna, en í Noregi og Svíþjóð hefur hún minnkað nokkuð jafnframt því sem notkun nýju lyfjanna hefur aukist (1) (mynd 4). Notkun verkjalyfja á Norðurlöndum Með tilliti til þess að sjúkdómatíðnin er nokkum veginn hin sama er ástæða til að spyrja hvort nokkur önnur lyf, sem gætu ef til vill ver- ið notuð til meðferðar einhverra svipaðra ein- kenna og sjást við þunglyndisraskanir, séu meira notuð á hinum Norðurlöndunum. Ró- andi, sefandi og svefnlyf hafa verið notuð í svipuðum mæli í Danmörku og Finnlandi og hér, en í heldur minna mæli í Svíþjóð og eink- um í Noregi. A mynd 5 kemur fram að notkun verkjalyfja hefur verið mun meiri á hinum lönd- unum en hér á landi, öllum nema Noregi (1).

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.