Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.04.1944, Blaðsíða 2

Hagtíðindi - 01.04.1944, Blaðsíða 2
42 HAGTÍÐINDl 1944 1 stigi hærri heldur en næsta mánuð á undan, og 5 stigum (eða2°/o) hærri heldur en í aprílbyrjun í fyrra. Matvöruvísitalan var 330 í byrjun aprílmánaðar. Er hún 1 stigi lægri heldur en næsta mánuð á undan. Matvöruvísitalan er nú 5 °/o lægri heldur en í aprílbyrjun í fyrra. Eldsneytis- og ljósmetisvísitalan hefur hækkað um 8 stig frá næsta mánuði á undan. Stafar það af verðhækkun á rafmagni og gasi. Raf- magnshækkunin var að vísu orðin áður, en rannsókn á því, hverju hún næmi, ekki lokið fyr en nú. Eldsneytis- og ljósmetisvísitalan var 257 í aprílbyrjun, og er það 9 °/o hærra heldur en í aprílbyrjun í fyrra. Fatnaðarvísitalan hefur hækkað um 5 stig frá næsta mánuði á undan, og stafar það af verðhækkun á ytri fatnaði. Var hún 266 í aprílbyrjun eða 11 o/o hærri heldur en í aprílbyrjun í fyrra. Húsnæðisvísitalan hefur hækkað um 1 stig frá næsta mánuði á undan vegna hækkunar húsaleiguvísitölu. Hún er nú 12 °/o hærri heldur en um sama leyti í fyrra. Vísitala fyrir liðinn »ýmisleg útgjöld* er óbreyft frá næsfa mánuði á undan. Var hún 252 í aprílbyrjun þ. á. eða 13 °/o hærri heldur en um sama Ieyti í fyrra. Vísitala byggingarkostnaðar í Reykjavík 1939 — 1943. í lögum nr. 87, frá 16. desember 1943, um breyting á lögum um brunatryggingar í Reykjavík, er svo ákveðið, að bæjarstjórn sé heimilað að breyta árlega brunabótaverði húsa samkvæmt vísitölu bygg- ingarkostnaðar í Reykjavík, og skuli Hagstofa íslands reikna slíka vísi- tölu árlega í janúarmánuði samkvæmt verðlagi næstliðins árs, miðað við byggingarkostnað árið 1939. Fram til 1939 fékk hagstofan árlega frá skrifstofu húsameisfara rík- isins áætlun um byggingarkostnað í Reykjavík, og var hún birt í Hagtíð- indum ásamt vísitölum miðað við árið 1914. En þar sem hús það, sem áætlun þessi hafði verið miðuð við allt frá 1914, þótti vera orðið nokk- uð gamaldags, var ráðgert að breyta til og miða framvegis við hús, sem betur samsvaraði kröfum tímans. En þá skall á ófriðurinn, er gerði allt þetta miklu erfiðara viðfangs vegna þeirrar röskunar, sem af honum leiddi á vinnuskilyrðum, verðlagi og innflutningi. Þar sem líka ýms ný aðkall- andi verkefni hlóðust á skrifstofu húsameistara, var hin nýja byggingar- kostnaðaráætlun látin sitja á hakanum, en þó unnið að henni við og við, er um hægðist. En er framangreind lög höfðu verið sett, skömmu fyrir síðastliðin áramót, var gengið að því að ljúka þessu verki, og hefur nú hagstofan fengið frá skrifstofu húsameistara áætlun um byggingarkostnað

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.