Hagtíðindi

Årgang

Hagtíðindi - 01.11.1961, Side 28

Hagtíðindi - 01.11.1961, Side 28
163 HAGTÍÐINDI 1961 Skýringar við töflu 2. Tafla þessi er gerð eftir upplýsingum skipaútgerðanna sjálfra og gefur hún allgóða mynd af komum innlendra farþega- og flutningaskipa á hafnir utan Reykjavikur árin 1959 og 1960, þótt ekki séu talin öll skip i slíkum ferðum. Leiguskip þeirra sex skipaútgerða, sem taflan tekur til, eru talin með, ef þau hafa komið á hafnir utan Reykjavíkur. Hjá Eimskipafélagi íslands er eitt slíkt leiguskip árið 1959 (Katla), en ekkert árið 1960. Hjá Skipaútgerð ríkisins eru, auk eigin skipa, taldir nokkrir flóabátar, svo sem Breiðafjarðarbáturinn Baldur, sem Skipaútgerðin hefur sent með vörur á einstakar hafnir. Erlend leiguskip voru engin þessi ár hjá Skipaútgerðinni. Skipadeild SÍS hafði bæði árin nokkur erlend leiguskip, sem talin cru með. Það, sem einkum vantar í töflu 2, er eftirfarandi: 1. Aðrir flóabátar en Akraborgin eru ekki taldir i töflunni, nema að svo miklu leyti sem þeir koma fram lijá Skipaútgerð ríkisins (sjá áður), en að því kveður töluvert. Af þess- um flóabátum eru helztir Stykkishólinsbátur, Djúpbátur og Norðurlandsbátur. Aðrir flóabátar, sem njóta ríkisstyrks, eru þessir: Strandabátur, Haganesvikurbátur, Hríseyjarbátur, Flateyjar- bátur á Skjálfanda, Loðmundarfjarðarbátur, Mjóafjarðarbátur, Mýrabátur, Flateyjarbátur á Breiðafirði, Langeyjarnesbátur, Dýrafjarðarbátur, Arnarfjarðarbátur og Patreksfjarðarbátur. Þá hafa bátaferðir til vöruflutninga á Suðurlandi og í Austur-Skaftafellssýslu verið styrktar. Skipakomur á ýmsar hafnir úti á landi væru nokkru fleiri en taflan sýnir, ef allar ferðir þessara báta væru taldar, en það mundi hins vegar breyta litlu um nettólestatölu skipa til hafnanna, þar sem bátarnir eru yfirleitt mjög litlir. 2. Skip Eimskipafélags Reykjavíkur eru ekki talin með, nema að svo miklu leyti sem þau hafa verið í leiguflutningum (sbr. Katla árið 1959 hjá Eimskipafélagi íslands). Þetta breytir þó ekki inikið heildartölu skipakoma á einstakar hafnir. 3. Þá eru ekki taldar í þessari töflu viðkomur erlendra skipa í vöruflutningum fyrir islcnzka útflytjendur (lýsi, mjöl, saltfiskur o. fl.) og innflytjcndur (salt, kol, bensín og brennslu- olíur, tilbúinn áburður, timbur). Munar mikið um þetta, cn hins vegar má benda á það, að þessar skipakomur eiga allar að koma fram í töflu 3. Komur varðskipanna og vitaskips eru heldur ekki taldar, og sitt hvað fleira mætti nefna, þó að það raski lítið lieildarmyndinni, sem taflan gefur. 4. Loks eru að sjálfsögðu ekki talin erlend skip, bæði fiskiskip og önnur, sem koma í höfn án þess að flytja vörur til landsins cða frá því (sjá skýringar við töflu 3). Þess ber að gcta, að nettólestatala nokkurra leiguskipa liefur verið áætluð. í töflunni eru hafnirnar í Keflavik og Njarðvíkum taldar sem cin höfn, þótt Njarðvíkur séu að vísu í öðru héraðsdómaraumdæmi. Félagið Hafskip (Laxá) er ckki talið með árið 1959, en hins vegar árið 1960, sbr. skýringar við töflu 5. Skýringar við töflu 3. Hagstofan hefur gert töflu þessa eftir skýrslum héraðsdómara til tollendurskoðunar i fjármálaráðunejdinu. Samsvarandi skýrslur fyrir 1960 liggja ekki enn fyrir. Eins og taflan ber með sér skortir nokkuð á, að upplýsingarnar séu tæmandi. Flest þeirra skipa, sem talin eru í liðnum „annað þjóðerni“, munu vera þýzk, finnsk, frönsk og brezk. íslcnzk skip, sem sigla með ísfisk á erlendan markað, eru meðtalin. Auk lieirra erlendu skipa, sem talin eru í töflunni, kemur mikill fjöldi erlendra skipa í höfn á íslandi án þess að flytja þangað vörur eða taka farm. Einkum eru þetta norsk, færeysk, ensk og þýzk fiskiskip, en auk þess alls konar skip af ýmsu þjóðerni, þar á meðal skemmtiferðaskip o. fl. Slíkar komur erlendra skipa eru, eins og vænta má, bundnar við fáar hafnir, einkum Reykjavík, Patreksfjörð, ísafjörð, Siglufjörð, Vestmannaeyjar og nokkrar hafnir á Austurlandi. Skýringar við töflu 4. Tafla þessi er unnin úr skýrslum til Hagstofunnar um inn- og útflutning. Innflutt og útflutt skip eru reiknuð með í magni eftir brúttólestatölu skipanna. Skip flutt út til niðurrifs eru meðtalin. Tölur um verðmæti innflutnings og útflutnings eru reiknaðar á því gengi, sem varð á erlendum gjaldeyri eftir gengisbreytinguna í febrúar 1960. Skýringar við töflu 5. Tafla þessi er að mestu gerð eftir ársskýrslum skipaútgerðanna. Með eigin skipuin Skipa- deildar S.Í.S. eru talin sameignarskip, sem skipadeildin sér um rekstur á (Hamrafell og Litla- fell). Skipaútgerðin Hafskip (skipið Laxá) er talin með árið 1960, en ekki í tölurn ársins 1959, enda eignast hún ekki skip fyrr en í árslok 1959. Alls neina útfluttar vörur þcssara skipafélaga (brúttó) tæpl. 222 þús. tonnum. Að við- bættuin ísfiskútflutningi (sjá töflu 1 b) ncmur útflutningur með íslenzkum skipum því um 250 þús. tonnum, en skv. töflu 4 er hann talinn rúml. 232 þús. tonn. Skýringin á þessum mun liggur vafalaust aðallega í þvi, að í töflu 4 er talinn nettóþungi, en í töflu 5 brúttóþungi. Það skal tekið fram, að vörur til varnarliðsins fluttar af þeim aðilum, er um ræðir í töflu 5, eru meðtaldar í tölum hennar, cn hins vegar eru þær vörur ekki mcðtaldar í töflum 4 og 7, sem gerðar eru eftir verzlunarskýrslum. Slíkir vöruflutningar innlendra aðila fyrir varnarliðið eru nú orðnir mjög litlir. Eigin skip Eimskipafélags íslands sigldu 322.610 sjómílur árið 1958 — þar af 287.351 sjó- mílur í millilandasiglingum — 359.974 sjómílur árið 1959 — þar af 316.117 sjómílur í milli- landasiglingum — og 364.350 sjómilur árið 1960 — þar af 315.965 sjómílur i millilandasigl- ingum. Eigin skip Skipadeildar S.Í.S. sigldu 317.235 sjómílur árið 1958, 331.192 sjómílur árið 1959 og 319.477 sjómílur árið 1960.

x

Hagtíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.