Hagtíðindi - 01.04.1968, Síða 19
1968
HAGTIÐINDt
83
2) Álagning slysatryggingariðgjalda sjómanna á skipum, sem eru 12 brúttólestir og stærri (bæði
fiskiskip og farskip), fer ekki fram í skýrsluvélum, enda eru þau ekki lögð á eftir atvinnuvegaflokkun
Hagstofunnar. Álagning iðgjalda starfsmanna útgerðarfélaga í landi og áhafna báta undir 12
brúttólestum er hins vegar gerð í skýrsluvélum. f töflu 1 hefur slysatryggðum vinnuvikum sjó-
manna á skipum, 12 lesta og þar yfir, verið bætt við í eftirtöldum atvinnugreinarnúmerum: 120
(hvalveiðiskip), 140 (togarar), 150 (önnur fiskiskip), 422 (dýpkunarskip), 715 (vöru- og farþega-
flutningaskip), 716 (lóðsbátar), 811.4 (varðskip) og 823 (fisicileitarskip). Tölurnar eru fengnar úr
gögnum sjómannatryggingarinnar í Tryggingastofnun ríkisins.
3) Þar sem slysatrygging ökumanna bifreiða er mjög sérstæðs eðlis, eins og sjómannatryggingin,
er henni haldið aðskildri frá annari slysatryggingu. Við framkvæmd hinnar almennu álagningar
slysatryggingariögjalda ársins 1966 voru vinnuvikur bifreiðastjóra, sem unnu hjá öðrum, þó teknar
á vélspjöld, sem öll fengu sérstakt atvinnugreinarnúmer (999.9). í slysatryggingarskránni eru þeir
svo taldir eins og sérstök rekstrareind í viðkomandi fyrirtækjum. AIls eru taldar um 89 þús. vinnu-
vikur (um 1.710 reiknuð vinnuár eða ársmenn) slíkra bifreiðastjóra í grein nr.999.9 í véltöflunum,
sem gerðar voru. Þeim var síðan skipt niður á atvinnugreinar fyrirtækjanna, sem þeir unnu hjá, og
kemur því atvinnugreinarnúmer 999.9 ekki fram í töflunni. Sjálfseignarbílstjórum (leigu-, sendi-
vöru- og langferðabílstjórar) hefur svo verið bætt við töfluna eftir upplýsingum frá Landssambandi
vörubílstjóra og skrifstofu félagsins Frama í Reykjavík. Vinnuvikur þeirra eru eðlilega taldar með
eigin tryggingu.
4) Áhafnir flugvéla hafa sérstakt númer (999.8, hliðstætt númeri bifreiðarstjóra í þjónustu annarra)
vegna tryggingarlegrar sérstöðu þeirra. í skýrsíum Hagstofunnar eru þær hins vegar fluttar í at-
vinnugreinarnúmer flugfélaganna (717.1). Viðgerðarverkstæði flugfélaganna eru talin sérstakar
rekstrareindir í atvinnugrein nr. 386.
5) Utanríkisþjónusta fslands erlendis og íslenzkir starfsmenn alþjóðastofnana fá atvinnugreinar-
númer 811.2, en óvíst er, hvort slysatryggingin hefur náð til þeirra allra. Á sama hátt kemur ís-
lenzkt starfslið hjá erlendum sendiráðum hér á landi, sem ætlað var atvinnugreinarnúmer 811.5,
ekki fram nema að litlu leyti.
6) Reynt hefur verið eftir föngum að framkvæma skiptingu fyrirtækja í rekstrareindir, þegar um
starfsemi í fleiri en einu sveitarfélagi er að ræða, þannig að starfsemi á yfirleitt að vera talin í þeim
kaupstað eða þeirri sýslu, sem hún fer fram í. Margs er að gæta í þessu sambandi, m. a. eftirtal-
inna atriða:
Einstakir slátrunarstaðir fyrirtækja (þ. á m. Sláturfélags Suðurlands) koma ekki fram, heldur er
öll starfsemin talin í því umdæmi, þar sem aðalbækistöð fyrirtækisins er. Sama er að segja um
byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð ýmissa byggingafyrirtækja — starfsemin er yfirleitt talin þar,
sem fyrirtækið hefur aðalbækistöð, enda eru vinnustaðimir oft margir og skamma stund unnið á
hverjum stað. Byggingarstarfsemi er því oftalin í Reykjavík, en vantalin að sama skapi utan Reykja-
vikur. Þetta á við um byggingarstarfsemi einkafyrirtækja með aðalbækistöð í Reykjavík, og ekki
síður um ýmsar verklegar framkvæmdir ríkisins, þar sem vinnuvikum verður ekki skipt niður á
staði, t. d. simalagning að nokkru, vegagerð, hafnagerð og vitabyggingar að nokkru, girðinga-
vinna Sauðfjárveikivama, Landnám ríkisins, jarðboranir og raforkuframkvæmdir að nokkru. Ef
um miklar og langvarandi framkvæmdir er aö ræða á einum vinnustaðnum og sérstakar upplýs-
ingar eru fyrir hendi um starfsemina þar, hefur hann verið talinn sérstök staðarlega aðgreind rekstr-
areind (virkjanir, hafnargerðir o. fl.).
í skránni yfir slysatryggðar vinnuvikur ríkisstofnana (sem ekki var gerð í skýrsluvélum, eins og
áður segir), sem Hagstofan fékk til afnota, hafa Ríkisbókhaldið og Hagstofan gert staðarlega að-
greiningu opinberrar þjónustu og stjórnsýslu (flokkað t. d. lækna, presta, héraðsdómaraembættin,
skattstofur, skóla o. fl. eftir stöðum). Starfsfólki Pósts og síma hefur Hagstofan þó að nokkru
leyti skipt á grundvelli upplýsinga frá hagdeild Pósts og síma.
í sambandi við skiptingu vinnuvikna á Reykjavík, einstaka kaupstaði og sýslur ber að hafa það
í huga, að starfsmenn fyrirtækja í Reykjavík, sem búa í Kópavogi, Seltjarnameshreppi, Garða-
hreppi, Hafnarfirði og víðar, eru taldir í Reykjavík, sem er bæði vinnustaður þeirra og tryggingar-
staður fyrirtækisins. Atvinnuvegaflokkunin er sem sé flokkun fyrirtækja eða rekstrareinda fyrir-
tækja eftir atvinnugreinum og vinnustöðum (stundum þó tryggingarstöðum), en ekki flokkun
einstaklinga eftir starfsstöðu þeirra og búsetu (Iögheimili eða dvalarstað). Ymsir einstaklingar
með sjálfstæða starfsemi (t. d. endurskoðendur, lögfræðingar, iðnaðarmenn o. fl.), sem eru búsettir
í öðru lögsagnarumdæmi en starfsstaður þeirra er í, koma hins vegar fram með sína eigin trygg-
ingu á lögheimilisumdæmi sínu, en ekki á starfsstaðnum. Endurskoðandi, sem á lögheimili í Hafnar-
firði en hefur skrifstofu í Reykjavík, er t. d. talinn i Hafnarfirði, en ekki Reykjavík, ef eigin trygg-
ing hefur náð til hans.
7) Eigin trygging nær til þeirra, sem eru tryggðir samkvæmt 32. gr. almannatryggingalaga, eins
og áður er vikið að, þ. e. í fyrsta lagi til bænda, eiginkvenna þeirra og 12—16 ára barna, ef ekki
er tekið fram sérstaklega á skattframtali, að tryggingar sé ekki óskað fyrir þessa aðila (en það er
fátítt). í öðru lagi tekur eigin trygging til yngri bama bænda, ef tryggingar er óskað sérstaklega,
og 1 þriðja lagi til annarra atvinnurekenda en bænda, nema þeir taki sérstaklega fram á framtali,
Framhald á bls. 87