Hagtíðindi - 01.09.1968, Blaðsíða 12
160
HAGTÍÐINDI
1968
bilsins, en aðflutningsstaður er það sveitarfélag (eða erlent land), þar sem hlutaðeigandi á lögheimili
í lok tímabilsins. Hér eru hvorki talin með börn á 1. ári (hvergi í byrjun tímabilsins) né dánir á
árinu (hvergi í lok tímabilsins), og ekki heldur þeir, sem fluttu milli umdæma á tímabilinu, en voru i
lok þess komnir aftur í það umdæmj, þar sem þeir voru heimilisfastir í byrjun tímabilsins. — „Fluttir
árið 1966“ eru samkvæmt þessu þeir, sem samkvæmt gögnum Þjóðskrárinnar fluttu á tímabilinu
frá 2. desember 1965 til 1. desember 1966.
Samanburður þjóðskrár við aðalmanntalið 1. des. 1960 leiddi í ljós, að hún fær skýrslur um
flesta lögheimilisflutninga á sama þjóðskrárári og þeir eiga sér stað, en þó eru flutningar úr landi
að talsverðum hluta það seint upplýstir, að þeir verða ekki taldir með flutningum viðkomandi árs,
heldur með flutningum næsta árs á eftir.
Þeir, sem fara til dvalar í annað sveitarfélag eða annað land án þess að um sé að ræða flutning
lögheimilis til viðkomandi staðar, teljast ekki ,,fluttir“, og gildir einu hvort menn eru skyldir til að
tilkynna dvalarstað sinn, samkvæmt lögum um tilkynningar aðsetursskipta, eða ekki. í því sambandi
er rétt að geta þess, að fólk er oft lengi — jafnvel árum saman — með skráð aðsetur án lögheimilis í
sveitarfélagi, áður en það flytur lögheimili sitt til viðkomandi umdæmis, ef það verður þá nokkurn
tíma. Það skal upplýst, að tala fólks með skráð aðsetur án lögheimilis í öðru sveitarfélagi en heimilis-
sveit er um 4.500 í þjóðskrá hvern 1. desember. Er það aðallega um að ræða fólk við atvinnustörf
— þó ekki margir við fiskveiðar og önnur árstíðarbundin störf, þar eð dvöl vegna þeirra er ekki
tilkynningarskyld. í grein um flutninga 1962 og 1963 í janúarblaði Hagtíðinda 1965 eru upplýsingar
um slíka ,,tvískráða“ einstaklinga 1. des. 1963, og vísast til þess.
Þeir, sem fara utan til náms, halda yfirleitt lögheimili sínu á íslandi. Fá þeir skráð aðsetur án
lögheimilis í dvalarlandi sínu og eru ekki taldir í töflum 1—4, nema þeir flytji lögheimili sitt út
(þ. e. séu teknir af skrá hér heima). Þeir, sem fara til útlanda til atvinnudvalar, flytja yfirleitt lög-
heimili sitt til viðkomandi lands og teljast þar af leiðandi í flutningaskýrslum.
íslenzkt sendiráðsfólk erlendis heldur lögheimili sínu á íslandi og telst því ekki flutt til útlanda.
Útlendingar, sem koma hingað til lands til atvinnudvalar, teljast flytja lögheimli sitt hingað
og koma í flutningaskýrslur, ef þeir eru hér næsta 1. desember eftir komu. Svo er þó ekki um erlenda
sendiráðsstarfsmenn og varnarliðsmenn. Þeir og fjölskyldur þeirra teljast ekki eiga Iögheimili hér á
landi. Eins er um Færeyinga og aðra útlendinga á íslenzkum fiskiskipum, sem búa ekki í landi.
Annars fer það að mestu eftir tilkynningum hlutaðeigenda, hvort þeir teljast fluttir og koma þar
með í flutningaskýrslur eða ekki. Það skal tekið fram, að tilkynningar flutninga til landsins eru ekki
tæmandi og af þeim sökum falla allmargir flutningar — til landsins og þá jafnframt frá því aftur —
undan skráningu. — Þeir sem eru með aðsetur án lögheimilis erlendis (námsmenn o. fl.), teljast ekki
„fluttir“ við heimkomu.
Töflur 1—4 eru að efni til samdráttur úr ýtarlegri grunntöflum, sem menn geta fengið aðgang
að í Hagstofunni. — Samsvarandi upplýsingar fyrir 1961 voru birtar í aprílblaði Hagtíðinda 1964,
fyrir 1962 og 1963 í janúarblaði 1965, og fyrir 1964 og 1965 í júníblaði 1968.
Skýringar við einstakar töflur.
Tafla 1 sýnir skiptingu fólks í flutningum milli sveitarfélaga innanlands 1966 og 1967 eftir
þremur flokkum hjúskaparstéttar, og er þar miðað við hana eins og hún er fyrir flutning. „Gift fólk“
tekur hér aðeins til fólks, sem er gift og býr saman, en ekki til fólks, sem er skilið að borði og sæng,
né til fólks í óvígðri sambúð.
Tafla 2 sýnir aldursskiptingu þess fólks, sem flutti lögheimili sitt milli sveitarfélaga eða milli
landa 1966 og 1967. Hér er aldurinn miðaður við almanaksárið, þ. e. næsta 31. desember eftir lok
þjóðskrárársins. Börn á 1. ári eru ekki meðtalin, nema í aðfluttum til landsins.
Tafla 3 sýnir flutninga fólks á milli Iandssvæða og milli landa. Landssvæðaskiptingin fylgir
kjördæmaskipuninni, að öðru leyti en því, að Kópavogur og Seltjarnames er talið með Reykjavík,
en ekki með Reykjanessvæði. Framh. á bis. 162.
Tafla 1. Fólk í innanlandsflutningum eftir hjúskaparstétt.
1966 1967
Karlar Konur Karlar Konur
Alls 3.894 4.055 4.166 4.159
Ógift fólk:
Börn, 0—14 ára 1.324 1.303 1.427 1.315
Annað ógift fólk 1.197 1.303 1.347 1.347
Þar af giftust á árinu 281 405 318 441
Gift fólk samvistum við maka 1.211 1.229 1.215 1.256
Þar af: urðu ekklar, ekkjur, skildu eða Önnur slit samvista 48 64 71 98
Ekklar, ekkjur og gift fólk ekki samvistum við maka 162 220 177 241
Þar af: giftust á árinu, eða hófu sambúð á ný .... 33 22 29 25