Hagtíðindi - 01.01.1970, Blaðsíða 19
1970
HAGTÍÐINDI
15
Innflutningnr nokkurra vörutcgunda. Janúar—desember 1969.
Magnseining: Þús. teningsfet fyrir timbur Janúar—des. 1968 Desember 1969 Janúar—des. 1969
og stvkkjatala fyrir bifreiðar, hjóladráttar-
Magn | 1000 kr. Magn | 1000 kr. Magn 1000 kr.
vélar, flugvélar og skip, en tonn fyrir allar
Komvörur til manneldis 12.809,0 115.977 1.604,4 19.442 13.419,5 169.751
Fóðurvörur 57.811,7 304.433 6.291,1 37.740 55.065,7 381.118
Strásykur og molasykur 11.099,9 60.935 853,7 8.307 9.194,9 91.386
KafTi 2.058,8 97.365 134,1 12.406 2.343,4 175.982
Ávextir nýir og þurrkaðir 6.525,4 118.735 1.065,4 26.146 6.033,9 160.456
Fiskinet og slöngur úr gerviefnum 522,2 99.817 59,6 15.773 586,6 156.132
Önnur veiðarfæri og efni í þau ... 657,6 46.839 102,6 10.008 766,5 68.781
Salt (almennt) 55.828,5 51.633 278,4 611 46.096,3 61.557
Steinkol 3.012,2 6.074 17,0 89 2.331,7 6.489
Flugvélabenzín 3.354,4 11.491 - - 2.376,2 12.005
Annað benzín 52.834,0 99.359 1.952,2 5.396 49.980,8 137.754
Þotueldsneyti 41.458,0 79.258 - - 35.451,6 98.425
Gasolía og brennsluolía 444.929,6 623.565 16.939,5 29.540 342.025,1 680.045
Hjólbarðar og slöngur 965,3 80.425 33,7 3.880 804,1 100.861
Timbur 1.516,9 191.289 58,6 14.245 1.265,9 260.818
Rúðugler 2.051,1 42.761 140,3 3.587 2.165,4 49.035
Steypustyrktarjárn 8.938,5 63.140 36,3 515 7.607,1 78.965
Þakjárn 2.463,6 28.946 214,8 4.699 1.706,5 31.717
Miðstöðvarofnar 445,8 10.137 30,1 818 215,8 6.014
Hjóladráttarvélar 332 36.524 6 401 136 17.560
Almenningsbifreiðar 24 11.959 - _ 5 3.794
Aðrar fólksbifreiðar 1.930 129.416 65 6.584 884 85.954
Jeppabifreiðar 306 37.274 10 1.957 98 17.830
Sendiferðabifreiðar 86 6.835 - _ 36 3.964
Vörubifreiðar 136 52.553 3 1.388 47 21.960
Flugvélar 2 133.644 1 440 4 5.029
Farskip - - 1 46.975 1 46.975
Fiskiskip 5 117.187 - — _ _
önnur skip 29 128.395 - - - -
Hitaeiningar og orkuefni í fæðu landsmanna samkvæmt grundvelli visitölu
framfærslukostnaðar.
Á árunum 1939—40 fór fram rannsókn á mataræði og heilsufari landsmanna á vegum stjóm-
skipaðrar nefndar, er kölluð var manneldisráð. Voru niðurstöður þessarar rannsóknar birtar í
ritinu Mataræði og heilsufar á íslandi, eftir Júlíus Sigurjónsson, síðar prófessor, og kom það út á
prenti árið 1943. Einn kafii þessa rits var um hitaeiningamagn og samsetningu fæðu landsmanna.
Með því að nú er langt um liðið, síðan þessi rannsókn var gerð, þótti rétt að gera hliðstæða athugun,
byggða á neyzlumagni matar og drykkjar í grundvelli vísitölu framfærslukostnaðar. Niðurstöður
þeirrar athugunar fara hér á eftir.
Rétt er að taka það fram, að athugun á hitaeiningamagni fæðu landsmanna samkvæmt magni
mat- og drykkjarvöru í vísitölugrundvelli getur af ýmsum ástæðum ekki haft sama gildi og rann-
sókn, sem sérstaklega er gerð í þessu skyni. Má hér t.d. nefna, að við athugun eins og þá, sem nú
hefur verið gerð, er matarúrgangur í fæðismagni sennilega meiri en fengist við sérstaka rannsókn,
en þaö gerir hitaeiningafjölda hærri en rétt er. Þrátt fyrir þetta getur athugun, sem byggð er á vísi-
tölugrundvelli, verið gagnleg — einkanlega meðan ekki eru fyrir hendi aðrar haldbetri upplýsingar.
Gerðar voru tilfærslur á magni nokkurra matvöruliða í grundvelli vísitölu framfærslukostnaðar,
þar sem sérstök ástæða var til slíks, en að öðru leyti var, við þessa útreikninga, stuðzt við vísitölu-
grundvöllinn óbreyttan, enda má segja, að þótt sumir matvöruliðir í honum séu ekki í samræmi við
meðalneyzlu, vegi slík frávik hvort annað upp, eða þau skipti litlu máli í þessu sambandi.
Niðurstöður athugunar þessarar eiga aðallega við árið 1965, því að upplýsingar um matvöru-
kaup þátttakenda í neyzlurannsókninni, sem gerð var, voru fyrir það ár. Hins vegar var grundvöllur
vísitölunnar ekki endanlega ákveðinn fyrr en í árslok 1967, svo að segja má, að niðurstöðumar eigi
við árin 1965—1967, enda hafa tæpast orðið umtalsverðar breytingar á neyzluvenjum fólks á þessu
tímabili.
Fyrst skal gerð grein fyrir hugtökum. Orkuefni fæðunnar eru eggjahvíta, fita og kolvetni, og er
magn þessara efna í fæðu gefið uþp í grömmum á dag. Orkumagn þessara efna er mælt í hitaeiningum.
Hér er reiknað með því, að 4 hitaeiningar séu í hverju grammi af eggjahvítu og kolvetni, en 9 í hverju
grammi af fitu. Karlmaður á aldrinum 14—65 ára, með þeirri hitaeiningaþörf, sem hann er
talinn hafa, er hér talin vera ein neyzlueining. Kona á aldrinum 14—65 ára er út frá því talin vera
0,83 neyzlueiningar, bam á aldrinum 0—1 árs 0,2 neyzlueiningar, barn 1—2ja ára 0,3 neyzlueiningar,