Hagtíðindi - 01.10.1970, Blaðsíða 15
1970
HAGTÍÐINDI
171
drætti þessum er kostnaður við húseignir, vaxtagjöld, sum opinber gjöld, 50% af launatekjum
konu, sjómannafrádráttur og ýmislegt fleira. Hins vegar er persónufrádráttur ekki meðal þeirra
liða, sem dragast frá brúttótekjum til þess að fram fáist nettótekjur. — Samkvæmt töflu I voru á
árinu 1969 nettótekjur í heild 77,0% af brúttótekjum í heild, á móti 78,0% árið 1968. — Rétt er
að geta þess, að neikvæðar nettótekjur (frádráttur meiri en brúttótekjur) hafa, í töflu I, ekki verið
reiknaðar til frádráttar, heldur hefur þeim verið sleppt.
Samkvæmt framan sögðu eiga hreinar tekjur af atvinnurekstri að vera innifaldar I brúttótekjum
framteljenda, en frá þeirri reglu eru undantekningar, sem gera það að verkum, að brúttótekjur sumra
starfstétta samkvæmt töflum 2—5 eru ekki sambærilegar við tekjur annarra starfsstétta. Hér er um
það að ræða, að ,,hreinar tekjur" af atvinnurekstri eru oftaldar I brúttótekjum persónuframtals,
þar eð tilkostnaður, sem með réttu ætti að koma á rekstrarreikning viðkomandi fyrirtækis, er ekki
færður þar, heldur látinn koma til frádráttar í IV. kafla persónuframtals. Brúttótekjur bænda eru
af þessum sökum oftaldar I öllum töflunum, þar eð vextir af skuldum vegna búsins og fyming og
fasteignagjöld útihúsa er fært til frádráttar á persónuframtali, en ekki dregið frá tekjum af búi,
áður en þær eru færðar á það. Líkt gilti um viðgerðir og viðhald útihúsa, um tryggingariðgjöld húsa
og véla og um slysatryggingariðgjöld starfsfólks, en frá og með tekjuárinu 1964 skal færa slík út-
gjöld á landbúnaðarframtal, en ekki beint á persónuframtal. Þó kveður nokkuð að því enn í fram-
tölum bænda fyrir 1969, að útgjöld til viðgerðar og viðhalds útihúsa séu færð beint á persónufram-
tal, og komi því ekki til frádráttar á landbúnaðarframtali. — Á hliðstæðan hátt eru brúttótekjur
þeirra, sem gera út fiskiskip og nota framtalseyðublað skattyfirvalda til að telja fram tekjur og
gjöld rekstrarins, oftaldar, en aðeins sem svarar skuldavöxtum vegna útgerðarinnar. Útgerðarmenn,
sem ekki nota framtalseyðublað skattyfirvalda fyrir sjávarútveg, heldur láta í té sérstakt rekstrar-
uppgjör, telja þar allan kostnað við reksturinn, og eru þvi brúttótekjur þeirra ekki oftaldar í töfl-
um 2—5. Flestir útgerðarmenn með meiri háttar rekstur munu láta í té sérstakt yfirlit um rekstur sinn.
Varðandi annan sjálfstæðan rekstur er það að segja, að brúttótekjur af honum munu vera eitthvað
oftaldar I III. kafla persónuframtals, sem töflur 2—5 byggjast á, vegna þess að vaxtaútgjöld, við-
gerðir og viðhald og fyrning fasteigna hefur ekki verið talið með rekstrargjöldum, heldur verið
fært sem frádráttur í IV. kafla persónuframtals. Þetta á þó einkum við minni háttar rekstur, og það,
sem á milli ber, skiptir tiltölulega litlu máli, þar sem það er venjulega aðeins hluti framteljenda I
hverri grein, sem er með oftaldar tekjur IIII. kafla persónuframtals af þessum ástæðum.
Eins og áður segir er nokkuð um það, að brúttótekjur eins og þær eru færðar í III. kafla per-
sónuframtals séu oftaldar, en á móti því vegur, að brúttótekjur eru stundum fcerðar of lágar í III.
kafla persónuframtals, og verkar það til lækkunar á brúttótekjum samkvæmt töflum 1—5. Margir at-
vinnurekendur, sumir aðrir, sem hafa sjálfstæðan rekstur og raunar fleiri láta I té yfirlit, þar sem
ekki aðeins eru færðar heildartekjur af rekstri og öðru ásamt rekstrargjöldum, heldur einnig
allur leyfður frádráttur samkvæmt IV. kafla persónuframtals, þannig að IIII. kafla þess koma aðeins
nettótekjur til skatts með einni tölu. Hér eru þannig nettótekjur ranglega teknar i meðfylgjandi
töflur sem brúttótekjur, og verður þvi miður svo að vera þar til breyting fæst gerð á þessari færslu-
aðferð.
Tekjur eiginkonu eru yfirleitt færðar á framtal mannsins, þar sem mjög fáar eiginkonur telja sér
hag I að nota heimild til að telja fram sjálfstætt. Eru því brúttótekjur eiginkvenna að langmestu
leyti meðtaldar I brúttótekjum eiginmanna. Helmingur af tekjum eiginkvenna er frádráttarbær
til skatts, og eru þær því aðeins taldar að hálfu í tölum nettótekna I töflu I. — Tekjur konu I óvígðri
sambúð bætast ekki við tekjur mannsins, sem hún býr með, heldur er hún sjálfstæður framtel-
jandi.
Um tekjur barna er þetta að segja: ÖII böm, sem verða 16 ára á tekjuárinu, og eldri böm, em
sjálfstæðir framteljendur, og eru þau flokkuð til starfsstéttar á sama hátt og aðrir framteljendur.
Áð því er snertir tekjur bama 15 ára og yngri er aðalreglan sú, að þær eru taldar með brúttótekjum
foreldra, og námsfrádráttur og annar frádráttur vegna þeirra er færður með öðrum frádráttar-
liðum I IV. kafla persónuframtals.
Ástæða er til þess að vekja athygli á því, að töflur 1, 2 og 5 taka til allra framteljenda, án
tillits til kyns og aldurs (varðandi böm sjá framan greint), en töflur 3 og 4 taka aðeins til kvæntra
karla á aldrinum 25—66 ára (f. 1903—1944).
Það skal áréttað, að meðfylgjandi töflur em byggðar á fram töldum tekjum, og að þar er um
að ræða fram taldar tekjur, eins og þær eru ákvarðaðar til skattlagningar af skattstjóra, sbr. 37. gr.
tekjuskattslaga, nr. 90/1965. Em það sömu tekjur og við er miðað við ákvörðun tekjuskatts á
skattskrá, er lögð skal fram eigi síðar en 1. júní, sbr. 39. gr. tekjuskattslaga. Breytingar á tekjum,
sem verða eftir framlagningu skattskrár — vegna kæra eða af öðrum ástæðum — koma ekki fram
I meðfylgjandi töflum.
Varðandi meðferð launamiða við skattstörf 1970 (sjá neðst á bls. 29 í febrúarblaði Hagtíðinda
1967) skal það upplýst, að í Reykjavík, Reykjanesumdæmi og Suðurlandsumdæmi var ekki um
að ræða neinn samanburð launamiða við framtöl áður en aðalálagning átti sér stað og skattskrár
voru gerðar. Svo mun og hafa verið 1970 hjá sumum skattstjóraembættum utan þessa svæðis, en hjá
öðrum voru launamiðar bornir saman við framtöl áður en þau voru tekin til skattlagningar, svo sem
tíðkaðist alls staðar fram að álagningarárinu 1966.