Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.05.1984, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 24.05.1984, Blaðsíða 4
í FgÉTriR II raijnro 1'rrogTOJ.i^iÆiTiEl Opið bréf til Sigurðar Jónssonar Kæri Sigurður, andstæð- ingur í jjólítík og vinnu- veitandi. Ég vil byrja á að þakka þér svörin sem birt- ust í 18. tbl. Frétta við fyrir- spurn frá mér í sama blaði, þann 12. apríl. Það er ýmislegt í grein þinni sem ég tel orka mikils tvimælis og ætla ég því að viðra við þig hina hliðina á peningnum ef svo mætti að orði komast, þó ekki sé nema til að sýna þér framá, vinur, að það eru til fleiri en ein leið að ákveðnu marki. Vonirnar Þú segir í upphaíl greinar f)innar, að pú sért þess ullviss, að alhr vilji að hér í bæ séu starfrækt góð dag- heimili, sem geti skilað sínu hlutverki í uppeldislegu til- liti. Eg er alveg sammála þér í þessu, en hins vegar þykist ég viss um, að enginn ykkar sem nú sitja í bæjarstjórn, reyndar ekki forverar ykkar heldur, hafið gefið ykkur tíma til að hugleiða hvað þetta upp- eldislega hlutverk er. Að sú er raunin sést best á því, að átak hefur enn ekki verið gert, hvorki hér né annars staðar á landinu, í því að fjölga svo dagvistunar- stofnunum að öllum börn- um gefíst kostur á að vera þar, eins og öllum börnum gefst kostur á skólagöngu í dag. Áf hverju þetta er skal ekki farið nánar út í hér, en mig býður í grun, að þið séuð ekki aíveg með hlutverk dagvist- unarstofnana á hreinu. Svo má benda á, að þær skila ekki beinum arði og það er að sjálfsögðu neikvætt, eða hvað? Þú ættir að vita það jafh- vel og ég, Sigurður, að mörg þeirra félagslegu vandamála sem upp koma í skólum og meðal fullorðinna einstakl- inga í hinu daglega lífi stafa meira eða minna af mis- heppnuðu uppeldi, sem unnt heíði verið að leiðrétta með mun minni tilkostnaði en ella, hefði viðkomandi ein- staklingur orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera inni á barnaheimili í æsku sem skilaði sínu uppeldislega hlutverki. Um aukinn skammt af fjárhagsáætlun til leikfanga- kaupa er allt gott að segja og ber að fagna því, eftir svelti undanfarinna ára. Röng grundvallar- spurning Eg er ekki sammála þér, Sigurður, í að grundvallar- spurningin sé: hver á að borga. Ég álít að grund- vallarspurningin sé: Hverju viljum við koma til leið- ar? Svarið við þeirri spurn- ingu leiðir til annarrar sem er: Hvað kostar það? Og síðan kemur grundvallar- spurningin þín: Hver á að borga? Ég held að umræðan um hið innra starf dagheimila sé G.K.M. tímabær. Hún er reyndar tímabær hjá okkur öllum. Ákvörðunin um hver ætti að borga réðist þá af því hverju ætti að koma til leiðar ogyrði gjaldendum þá sam- kvæmt því, ýmist bærinn, foreldrar, fyrirtæki, allt þetta lið eða ríkið í heild. Utgerðarbæir hafa ýmsa sérstöðu miðað við 40 tíma á viku staði. Hin gífurlega mikla vinna hér, hefur það í för með sér, að fólki gefst óæskilega lítill tími til að sinna uppeldi sinna eigin barna. Börn eru því að mestu leiti vídeóala eða sjálf- ala, því að stofnanir sem hafa með uppeldi þeirra að gera eru ekki í stakk búnar til að taka við þeim öllum með sómasamlegum hætti. Bæjar- félagið sem slíkt, ætti að vera sér meðvitað um þessa sér- stöðu, miðað við Reykjavík og hætta að miða sig við hana og gera betur. Ur takt við tímann Þú segir, Sigurður, að kaupmáttur launa sé ekki hærri nú, en hann var 1977. Væntanlega þýðir það að hann sé lægri. Engu að síður gangið þið út frá lögum og reglu- gerð sem sett var árið 1977 og gengur út frá þeim kaupmætti sem þá ríkti og var allur annar og betri en sá kaupmáttur launa sem nú er. Að íara eftir svona bulli, því það er bull og ekkert annað, er álíka og að fram- fylgja dauðarefsingu sem lögð var á í eina tíð við hrossa- kjötsáti og ekki var afnumin fyrr en á þessari öld. Á meðan fólk þarf að vinna enn lengur til að hafa ofan í sig og á, hefði maður freistast til þess að ætla að bæjarstjórn hefði komið til móts við bæjarbúa á annan hátt en að hengja sig í úrelt lög og reglugerðir og auka skattaálögur og gjöld á dag- heimilum. Því segi ég, Sigurður, að % hlutfall foreldragreiðslu og bæjargreiðslu við þann kaup- mátt sem nú er og gleyma þessari reglugerð frá 1977, því hún ber ekki hyggjuviti ykkar gott vitni. Það er hámark mann- vonskunnar að skera niður eða hækka gjöld á félagslegri þjónustu þegar ílla árar í efnahagslííi þjóðarinnar. Það kemur verst niður á þeim sem þegar berjast í bökkum. Það er víst nóg, að láglaunafólkið brjóti alltaf leið í samninga- málum fyrir hátekjufólkið að koma á eftir með auka- sporslurnar. Ykkur væri nær, Sigurður, að skera niður í gatnagerð, því það eru allir að selja bílana sína. (Sjá Smáaug- lýsingar). Lokaorð Eg hef nú í örfáum, en þó nokkuð mörgum, orðum, sagt þér, Sigurður hvað mér býr í brjósti varðandi aístöðu þá sem núverandi bæjarstjórn hefur tekið í dagvistunar- málum hér í bæ. Enn vilt þú sjálfsagt spyrja: HVER Á AÐ BORGA? Við þeirri spurningu eru mörg svör. Við gætum t.d. gert eins og þeir gera í Bandaríkjunum, en þar eru mörg fyrirtæki búin að stofha eigin dag- heimili fyrir starfsfólk sitt og leysa þannig mörg vandamál er skapast vegna skorts á dagvistun og kemur fram í minni viðveru og minnkandi afköstum starfsfólks. I Frakklandi er barna- heimila skylda og held ég að svo sé um allt landið frekar en einstök bæjarfélög. Sá kostn- aður er borinn af ríkinu sem er jú við öll. I Kína var til skamms tíma sá hátturinn hafður á, að dagheimili stunduðu ein- hverskonar framleiðslu hluta úr degi og var hún látin dekka kostnaðinn að einhverju leyti, en annars sá Maó um af- ganginn. I Svíþjóð er upphæð dag- heimilisgjalds látin ráðast af tekjum foreldra og er það eflaust sú lausnin, sem auð- veldust er í þeirri stöðu, sem ,komin er upp í dag, eigi að breyta einhverju til batnaðar. En hinum uppeldislega til- gangi er ekki náð með þeirri ákvörðun einni saman, og ekki verður honum náð með núverandi ástandi heldur. Um tæminguna á dag- heimilunum, þá liggur það í augum uppi, Sigurður, að það er stutt í það að foreldrar sjá sér engan hagnað í því að hafa börn sín á dagheimilum og vinna sjálfir fyrir sultar- launum. Það er vitað mál að öll neysla verður mikið dýr- ari þegar unnið er myrkranna á milli og pakkamatur keypt- ur í unnvörpum vegna þreytu og nennuleysis til að elda sómasamlega ofan í sig og sína. Þess vegna hlýtur að verða að álykta sem svo, að ykkur væri það kærast að dagvistunarstofnanirnar yrðu sem fyrst tæmdar og hægt yrði að taka þær undir véla- geymslur. Sumarstarf Gestgjafans S.l. fimmtudag héldu aðstandendur Gestgjafans/Skansins, fund með blaðamönnum og ferðaskrifstofufólki, þar sem sumarstarfið var kynnt. Kom þar fram, að til stendur að bjóða ferðamönnum í dags- og helgarferðir með viðkomu á Hótel Gestgjafanum og eða Skansinum. Eyjarnar verða skoðaðar og verður gestum boðið upp á þetta girnilega sjávarréttaborð, sem unnið er eingöngu upp úr hráefni, sem fæst í kringum Eyjar, að undanskildu brauðinu. Vörukynning EMMESS ís verður í eftirtöldum búðum n.k. miðvikudag til laugardags: EYJAKJÖR miðvikudaginn 30.5. frá kl. 10-12 KAUPFELAGINU miðvikud. 30.5. frá kl. 14-18 JÓNSBORG föstudaginn 1. júní frá kl. 10-12 TANGANUM föstudaginn 1. júní frá kl. 14-18 HEIMAVER laugardaginn 2.6. frá kl. 10-12 emmess' JHU^ . riomais ™ «mmcsfi ..rjomais imess , rjómaís FLUGLEIÐIR H/F Sumaráætlun gildir frá 21. maí til 16. september 1984 Morgunferð daglega nema lau/sun kl. 08.00 frá REK Laugardaga og sunnudaga kl. 11.15 frá REK Síðdegisferð daglega kl. 17.00 frá REK Á tímabilinu frá 11. júní til 17. ágúst er eftirmiðdagsferð alla daga nema lau/sun kl. 14.15 frá REK Afgreiðsla Flugleiða h/l' á Vestmannaeyjaflugvelli verður opin daglega, virka daga (mánud.-föstud.) frá kl. 07.00 - 19.00. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 10.00 - 19.00. Pakkaafgreiðslan er opin á sama tíma til þæginda fyrir viðskiptavini Flugleiða h/f. SÍMAR: Farþega og vöruafgreiðsla símar: 1520 og 1521. Uppl. um millilandaflug og bókanir í síma 1174. Umdæmisstjóri sími 1525. Símsvari eftir lokun: Sími 1520. FLUGLEIDIR Gott tólk hjá traustu félagi

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.