Hagtíðindi

Ukioqatigiit

Hagtíðindi - 01.11.1993, Qupperneq 50

Hagtíðindi - 01.11.1993, Qupperneq 50
Tölvutenging við gagnabanka innflutnings og útflutnings Nú gefst fyrirtækjum kostur á að tengjast uppflettikerfi verslunarskýrslna með tengingu við tölvukerfi Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar (SKYRR). Verslunarskýrslur innihalda tölulegar upplýsingar unt vöruinnflutning- og útflutning landsmanna. Valmöguleikar eru fjölmargir en sem dæmi má nefna að leita má upplýsinga um innflutning og útflutning eftir einstökum tollnúmerum, tollköflum, SITC-númerum, mánuðum og löndum (upprunaland innflutnings og viðtökuland útflutnings). Veittar eru upplýsingar um magn, fob verð og cif verð innflutnings og magn og fob verð útflutnings. Aðgangur að tölvukerfinu er boðinn á sérstöku kynningarverði sem mun gilda til 1. júlí 1994 og eru fyrirtæki hvött til að notfæra sér það tækifæri. Nánari upplýsingar veitir Auður Svavarsdóttir deildarstjóri verslunarskýrslna. Verslunarskýrslur 1992 External trade 1992 í Verslunarskýrslum 1992 er að finna upplýsingar um utanríkisviðskipti íslendinga á því ári. Upplýsingar um innflutning og útflutning eru dregnar sainan í yfirlitstöflur jafntsemgefnareruýtarlegarsundurliðanireftirtollskráinúmerum. Verslunarskýrslur eru fróðleikur öllum þeim sem vilja kynna sér viðskipti okkar við umheiminn. Ritið kostar 2.200 kr. Landshagir 1993 Statistical Abstract oflceland 1993 Hagtöluárbók Hagstofunnar, Landshagir, kemur út í desember. I ritinu er að finna mikið gagnasafn um mannfjölda, atvinnuvegi, félags- og heilbrigðismál, menntamál, verslun, þjóðarframleiðslu, þjóðarskuldir o.m.fl. Fróðlegt rit öllum þeim sem vilja kynna sér hag lands og þjóðar. Landshagir fást einnig á disklingum í Excel fyrir PC og Excel fyrir Macintosh. Verð 2.100 kr.

x

Hagtíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.