Baldur - 19.12.1942, Blaðsíða 2

Baldur - 19.12.1942, Blaðsíða 2
42 B A L D U R skilyrði seli í menningarmál- um (að ný steí'na verði upp- tekin í menntamálum þjóðar- innar, en Jónasarklíkan ekki látin ráða yfir andiegum mál- um þjóðarinnar), í utanríkis- málum (tekin sé ákveðin stefna móti fasismanum), í at- vinnúmálum, um umbætur á réttarfari og opinberri starf- rækslu. Allir þeir, sem af alhug vilja. velferð þj óðarheildarinnar, en ekki bara hag fárra gróðrar- brallsmanna, vilja stjórn, sem framfylgir ofangreindum mál- um, sem Sósialistafl. hefur borið fram. Hinir þrír flokk- arnir hafa sem flokksforingja menn, sem staðnir hafa verið að því, að hugsa meir um hag einstaklinga en um hag ís- lenzkrar alþýðu. Engin hugar- farsbreyting hefur átt sér stað lijá þeim. Þessvegna — og ein- göngu þessvegna — var ekki liægt að setja þingræðisstjórn á laggirnar. Gömlu þ j óðst j órnarflokk- arnir l'ara fram á, að Sósíal- istaflokkurrinn hlaupi frá þeim málum, sem hann gekk á til kosninga, og sem 11000 kjósendur fólu honum að knýja fram. Gömlu þjóðstjórn- arflokkarnir vilja ríkisstjórn, sem brædd er saman í skyndi af ósamhentum flokkum, og sem yrði sundurþykk og veik fyrir áhrifum voldugra klíkna í þjóðfélaginu, Sósíalistaflokk- urinn vill hvorugt. Hann hleyp- ur ekki fró þeim málum, sem kjósendur hans fólu honum að vinna að, og Sósíalistaflokk- urinn vill fá sterka stjórn til að koma þessum málum fram til hagsældar hinni íslenzku þjóð. ★ Arfur íslendinga. Fyrsta bindi af Arl'i lslend- inga, lslenzk menning I., eftir próf. Sigurð Nordal er komið lit. Bókin, sem er cinsta’ð i sinni röð og hið glæsilegasta verk, er saga Islendinga rituð af frábærri glöggskyggni og yfirsýn, fyrsta íslenzka menn- ingarsagan, sem skráð hefur verið. I forspjalli segir Sigurð- ur Nordal m. a.: „Bókin er hu^leiðing um vanda, jiess og vegsemd að vera lslendingur nú á dögum, studd við þá þekkingu á fortíð þjóð- arinnar, sem höfundur hefur getað aflað sér og talið mestu varða“. Munið því, góðir íelagar, að greiða nú þegar hið tilskylda gjald, 20 kr., fyrir nýár, svo hægt verði að byrja á öðru heftinu strax upp úr áramót- um. Sjómannadeilan. Um niiðjan október s.l. sögðu stéttarfélög sjómanna hér i bænum upp samningum þeim, sem þau liöfðu við útgerðar- menn og gerðir liöfðu verið mörgum árum áður en yl'ir- standandi ófriður hófst. Samningsumleitanir hófust þá strax en ekkert samkomu- lag náðist. Héraðssáttasemjari var þvi kvaddur af útgerðar- mönnum til að miðla málum 7.—10. nóv. Áður hafði íarið fram, svo sem lög mæla fyrir, atkvæðagreiðsla innan félag- anna um vinnustöðvun og var hún samþykkt með inegin- jiorra atkvæða i þeim öllum. 17. nóv. s.l. lýstu félögin því vinnustöðvun á útgerðarmenn með viku fyrirvara. Og var vinnustöðvun Jiví hafin kl. 24 Jiann 24. nóv. s.l., þar sem samkomulag hafði eigi náðst fyrir þann tíma. Ein al' aðalkröl'um Sjó- mannafélagsins er það, að í sanminga séu selt þau kjör, sem gert var upp með á s.l. síldveiðatímabili, þ. e. a. s. 39% af brúttó afla, sem skipt- ist í 15 staði. Auk þessa liðs eru ýmsar aðrar lagfæringar frá hinum eldri samningum, og gildir það um öll félögin. Sjómenn eiga mjög örðugt með að skilja Jiá afstöðu út- vegsmanna, sem kemur fram í því að þeir nú við endurnýjun samninga skuli neita að taka upp í þá þau greiðsluákvæði á síldveiðum með herpinót, sem þeir gerðu upp eftir á síðast- liðnu sumri, samkvæmt til- mælum þeirra manna, senr á skipum þeirra voru. Einkum Jiegar þess er gætt að kjör þau, sem lögskráð var eftir voru mun lakari. Hvað veldur þessari tviþættu breytingu? Voru það kosningar þær, sem fram áttu' að fara í olctó- ber, sem Jiá stóðu fyrir dyrum en nú eru afstaðnar? Áður en lengra er haldið mun rétt að athuga, hverjir Jiað eru, sem fara með aðal- ráðin í útvegsmálum bæjarins: S. 1. á 6 báta, H/F Njörður 0 báta, H/F Huginn 3 báta og H/F Muninn 3 báta, alls eru bátár þeir sem eru í félags eign í bænum Jiví 18, þar af eiga S. 1. og H/F Njörður 12, eða % hluta útvegsins. Þessir aðilar hafa því meirihíuta ráð í öll- um þeim atriðum, sem snerta kaup og kjör þeirra sjómanna, sem á útvegnum vinna. Stjórn Jiessara. beggja félaga er i höndum foringja Alþýðu- flokksins, og skulu hér nokkrir aðalmennirnir taldir. Formað- ur stjórnar S. 1. er Hannibal Valdirriarsson, meðstjórnandi Guðm. G. Hagalin, forstjóri Finnur Jónsson. Formaður stjórnar Njarðar er Guðm. G. Hagalin meðstjórnendur munu flestir el' ekki allir Alþýðu- flokksmenn. Það má því með fullum rétti halda því fram að foringjar Alþýðuflokksins hafi meirihluta ráð frá hendi út- vegsmanna, á því hver ráðn- ingarkjör sjómannastéttarinn- ar eru hér: Vinnudeila sú, sem hér hefir verið frá sagt er þvi engu síður tilorðin fyrir afstöðu á- minnstra foringja Alþýðu- flokksins, en annara þeirra manna, sem með útvegsmál fara hér í bænum. Ættu sjó- menn að athuga þessa stað- reynd. Getur sj ómannastéttin borið traust til þessara manna? Sem ekki einungis hafa sýnt henni vanefndir, heldur einnig snú- ist öndverðir gegn málstað hennar. Nei, hún getur það ekki lengur. Har. Gudm. I tileini sjómannaverkialls á ísafirði. l>iö eruð lietjur hafsins, og hræðist ei stormsins þrótt. Hver hefir heyrt ykkur æðrast um heldimma skammdegisnótt. A Sjómannadaginn er sungið, og signt ykkar hetjufull. Pið eigið fangbrögð við Ægi, og allt ykkar starf er gull. l>á er ykkur liælt, og hrópað liúrra, um vík og fjörð. Allt er gjörl ykkur til heiðurs, já, endalaus’ þakkargjörð. Ef komið þið fram með kröfur, er kveðið við annan tón. Þá eruð j>ið andsk.... gikkir, og allstaðar mestu flón. Svona er ástin til ykkar, ísfirzk sjómannastétt. Hálfgildings hræsnisþvaður, ef heimtið þið ykkar rétt. Þið berjist við stríðsógn og storma, og stundum er baráttan römm. Sárt er við leiðarlokin, ef laun ykkar verða „skömm.“ Gamall sjómaSur. . (Sjómannablaðið Víkingur.) GLEÐILEG JÓL! Gott nýtt ár! Eining ep afl, A nýalstöðnu þingi Alþýðu- sambandsins ríkti alger eining. Tillögur, bornar fram á þinginu, voru llestar sam- þykktar með samhljóða al- kvæðum og stjórn sambands- ins kosin.í einu hljóði. Þessi eining, sem er vöxtur af starli og stefnu sósíalista í verkalýðs- málum og þeirra verkamanna annara, sem skildu að alþýðan er sterk, ef hún stendur fast saman, er fjórði stórsigur al- þýðunnar íslenzku á þessu ári. Fulltrúum þingsins ber að þakka þann skilning, sem þeir hafa sýnt í starfi sínu og um- hyggju þeirra fyrir hag um- lijóðenda sinna. Eining sú, sem þeir sköpuðu á þinginu táknar það, að verkalýðssam- tökin geta nú loksins komið fram sem ein heild og verða þannig, ef rétt er á haldið, sterkasta aflið í landinu, eins og líka vera ber, þar sem hér er um samtök fjölmennustu stéttar landsins að ræða. Og nú má ekki leggja árar í bát. Nú ber að stefna að því, að |iessi fjölmennasta stétt lands- ins fái að njóta sín og lifa sómasamlegu lífi, sem henni hefir hingað til verið neitað um. En þó að þessi krafa sé ekki há og í alla staði réttlát verður að berjast fyrir að fá hana uppfyllta. Stjórnskipulag vort er svo úrelt og óréttlátt, a,ð það verð- ur að berjast fyrir því, að allir, sem unnið geta fái að gera það. Það kostar baráttu að allir verði jafn réttháir, að auðn- um verði skipt jafnt, og það útheimtir meira að segja bar- áttu að fá frelsi verkamönn- um og samtökum þeirra til lianda, til að berjast fyrir rétti sínum og til blessunar fyrir þjóðina. A Alþýðusambandsþinginu voru í fullri einingu sam- þykktar ályktanir sem móta stefnu þá sem þingviljinn taldi heppilegasta i þjóðmálum. Það er vitað, að að þess- um ályktunum stendur allur verkalýður landsins og aulc Jiess allir frjálslyndir vinstri menn, hvaða flokk sem þeir fylla. Það er einnig vitað að innan Jiessara samlaka alþýð- unnar eiga tveir stjórnmála- flokkar, Sameiningarflokkur alþýðu og Alþýðuflokkurinn megin afl stuðningsmanna sinna. Samtök alþýðunnar eiga þá óhrekjanlega rétt á Jiví, að þessir tveir flokkar, að minnsta kosti, beiti öllum kröftum

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.