Baldur - 16.12.1943, Síða 2
38
B A L D U R
Sjómenn krefjast réttar
síns í þjóðfélaginu.
Dagana 13.—17. nóvember
sl. var lialdin í Reykjavík
sjómannaráðstefna, að tilhlut-
un Alþýðusamhands Islands.
Á þessari ráðstefnu sátu full-
trúar frá 16 sjómanna- og
verkalýðsfélögum úr öllum
fjórðungum landsins, þar sem
slik félög eru, nema af Vest-
fjörðum, úr þvi byggðarlagi
voru engir fulltrúar, og er það
illa farið, þvi að vestfirzkir
sjómenn áttu ekki siður er-
indi á þessa ráðstefnu, en
stéttarfélagar þeirra annar-
staðar á landinu. Gestir á ráð-
stefnunni voru: tveir frá Far-
manna og fiskimannasam-
handi Islands og einn frá
Molorvélstjórafélagi Islands.
Á ráðstefnunni voru rædd
öll þýðingar mestu hagsmuna-
mál sjómannastéttarinnar og
margar og merkar ályktanir
gerðar í þeim málum.
1 öllum samþykktum ráð-
stefnunnar kemur það .skýrt
og ákveðið í ljós, að sjómenn
krefjast nú réttar síns til
meira öryggis, betri fram-
leiðslutækja og öruggari lífs-
afkomu í framtíðinni, en hing-
að til.
1 öryggismálunum er höfuð
áherzlan lögð á það, að lögum
og reglum um öryggi sjó-
manna sé framfylgt til hins
itrasta og ekkert til sparað,
sem i mannlegu valdi stendur,
til þess að tryggja öryggi
manna og skipa.
I ályktun, sem ráðstefnan
gerði um dýrtiðarmálin, er á
það bent hve miklu lægri laun
fiskimanna eru, en annara
stétta þjóðfélagsins, og hve
hart dýrtíðin kemur niður á
þeim, vegna þess, að þeir ein-
ir fá ekki laun sin hækkuð
eftir vísitölu. Dýrtíðarráðstaf-
anir þær, sem gerðar liafa ver-
ið, eru, með réttu, taldar al-
gerlega ófullnægjandi og jal'n-
vel neikvæðar, og þess kraf-
ist, að gerðar verði ráðstafan-
ir til raunverulegrar lækkun-
ar dýrtíðarinnar með því með-
al annars:
Að tollar ú nauðsijnjavör-
um almennings verði af-
numdir.
Að okri milliliða ú útgerð-
arvörum verði aflétt, og skorað
ú smúútvegsmenn að bindast
samtökum um kaup ú slíkum
vörum.
Þá er í þessari ályktun at-
hygli vakin á því, hvernig
stórútgerðin notar nú drottn-
unar.aðstöðu sína yfir fiskút-
fluttningi landsmanna og fé-
flettir smáútveginn á þann
hátt að taka raunverulega
jöfnunarverð fyrir karfa- og
ufsaútflutning sinn á kostnað
vélbátaútvegsins, sem fram-
leiðir ætíð beztu og dýrustu
markaðsvöruna. Er bent á
nauðsyn þess, að fisksölu-
samningurinn sé endurskoðað-
ur með það fyrir augum að fá
eðlilegan verðmun hinna ýmsu
fisktegunda og að fiskverð
hækki, svo að tekjur sjó-
manna verði i samræmi við
launakjör annara stétta, eftir
því sem fiskmagn gefur til-
efni til.
Viðvíkj andi launakj örum
fiskimanna, og lífsafkomu
þeirra yfirleitt, lagði ráð-
stefnan áherzlu á, að eina ör-
yggisleiðin til þess að fyrir-
byggja það ófremdarústand
kreppuúranna fyrir stríð, að
sjúmenn gangi slippir frú
skipi í lok vertíðar, væri lúg-
markskauptrygging, og að sjó-
mönnum væri tryggð lífvæn-
leg atvinna. Taldi ráðstefnan
nauðsynlegt og sanngjarnt,
með tilliti til þeirra þýðingar,
sem smáútgerðin hefur í at-
vinnulífi þjóðarinnar, að ríkis-
sjóður styrki smáútvegsmenn
til þess að standast greiðslur
slíkrar lágmarkstryggingar,
svo framarlega að sannanlegt
væri, að útgerðinni væri það
um megn, og ekki væru geng-
in í gildi lög um hluta- eða
kauptryggingu, sem alþýðu-
samtökin geta sætt sig við.
Hér er ekki rúm til að
drepa á fleiri ályktanir ráð-
stefnunnar, en þess má geta
síðast en 'ekki sízt, að ráð-
stefnan krefðist þess, að bann
að yrði að kaupa til landsins
eldri skip en 7 ára og að
hraðað yrði sem mest undir-
búningi a.ð því, að ■ ljygging
allra fiskiskipa og smærri
flutningaskipa verði, í fram-
tíðinni, framkvæmd hér á
landi.
Ráðstefna þessi markar
tímamót í baráttusögu sjó-
mannastéttarinnar. Hún er
tákn þess að sjómenn, sem
afla meira en 9/10 alls út-
flutningsverðmætis lands-
manna krefjast nú réttar síns
í samræmi við afköst sín í
þágu þjóðfélagsins, og þeir
ætla að berjast í sameiningu
með öðrum vinnandi stéttum
fyrir því, að þessum kröfum
verði fullnægt. Þessi ráðstefna
hefur því ekki þýðingu fyrir
sjómannastéttina eina, heldur
allar vinnandi stéttir landsins,
,vegna þess að liún boðar j)átt-
töku sjómanna í bandalagi al-
þýðustéttanna, því bandalagi,
sem fyr en seinna. hlýtur að
taka völdin í þjóðfélaginu í
sínar hendur.
Sykurlaust jólakaffi.
Missa bæði trú og traust
tryggðasnauðu fólin,
að senda kaffið sykurlaust
og Svartadauða um jólin.
f
Y
|
T
Skammtad úr skrínunni.
Kjötgloría S. I. S. o. fl.
Það eru engar öfgar, að íslenzk sál er góð,
og örlátari menn er vart að finna.
Er það ekki veglegt, að vera af slíkri þjóð,
sem í verki sýnir ást til Jjræðra sinna.
Um Hafnarfj arðarhraunið, var hestaketi stráð
og hangikjöt af vænum ám og sauðum.
En lambaketið fékk þó að fljóta með af náð,
og frampartur af bola einum, rauðum,
Þetta sýnir gjaflyndi, og göfugt hugarfar,
og góðvild, sem af innri þörf er sprottin.
Allt er þetta öðruvísi en áður fyrri var,
'en alla góðvild launar sjálfur drottinn.
Sjaldan hefur lieyrst hér um liöfðinglegri gjöf,
sem Hafnfirðingum sjálfum er að kenna.
Að ketið skyldi dregið í kös, í eina gröf,
og kösturinn til ösku látinn brenna.
En þetta fór nú, drengir mínir, allt á annan veg,
því ýmsir gátu náð sér þá í bita.
Sem stundum voru svangir, alveg eins og þú og eg,
um afdrifin er þó ei gott að vita.
Kjötnefndin er alin við sult og lítil laun,
nú líksöng kveður yfir tunnum gröfnum.
1 svartnættinu stúrin, hún situr út við hraun
við soðpottinn, með grenlægjum og hröfnum.
1 sjálfsáliti og ráðleysi nú sett húp hefúr met.
og síðan horfir guggin milli fóta.
En vargar halda gildi með verðbætt dilkaket,
þeir vilja sinna tækifæra njóta.
Sumir hafa grýlu jjessa séð um vestur-land.
Það súpuket var flutt til hafs á bátum.
Og björtu bæði og nýru þá hurfu með í bland,
þá hörmulegu ráðstöfun við grátum.
Lundabaggar stundum, hér læðast inn með sjó,
en langmest ber á þessu seint á vorin.
Þeir fleygja því sem alltaf af öllu liafa nóg
og aldrei þurfa að berjast neitt við horinn.
Kjötnefndín af bændunum tekur lagleg laun,
og lítils verður starfið hennar metið.
Hún mætti gjarnan fara út í Hafnarfjarðarhraun,
og liafa saina náttstað, eins og ketið.
_ Utburður.
Fráleitt tel ég Framsókn geti
fellt að velli eigin draug.
Út í hraun er kastað keti.
Kominn er Jónas út á haug.
Tíðum þó hann túlann sperri
og taki í munn sér orðin klúr.
Hann er alltaf verri og verri
og veltur síðast flokknum úr.
Kjötkrókur og Gúttaþefur.
Jólasveinarnir eru nú lagðir af stað í lcrðalag sitt
um landið eins og venja þeirra er á þessum tima árs.
Tveir þeirra, Kjötkrókur og Gáttaþefur voru hér á ferð
nýlega og stungu þá framanskráðum vísum í skrinu
Baldurs. Þakkar Baldur þeim þessa hugulsemi og vænt-
ir þess að fleiri jólasveinar láti citthvað af hendi rakna.