Baldur


Baldur - 05.05.1945, Blaðsíða 2

Baldur - 05.05.1945, Blaðsíða 2
46 B A L D U R i Skammtað úp skrínunni. | y Bærinn og nágrennið Fréttir frá Iþróttubandalági Isfirö- inga. Drengjahlaup Haróar var háð hér á Isafirði 29. april s. 1., og var keppl um bikar gefinn al' formönnum K.s.f. Harðar á 25 ára afmæli þess félags. — Þetta var boð- hlaup fjögra manna sveitar ög var vegalengdin alls 800 m. og skiptist þannig: 1. maður hleypur 100 m. 2. maður 200 m., þriðji inaður 400 m. og 4. maður 100 m. Bikarinn verður eign þess félags, sem vinn- ur hann þrisvar í röð eða 5 sinn- um alls. Orslit urðu þessi: Fyrst varð A-sveit Harðar, önn- ur sveit Vestra og þriðja önnur sveit Ilarðar. Landsmót kveiuia í handknalt- leik (úti) verður liáð liér á Isafirði í sumar og liefst laugardaginn 14. júli, og er þetta í fyrsta sinn sem ísfirðingar taka að sér landsmót í handknattieik. Undirbúningur er þegar hafinn að því að félögin hér sameini krafta sína, og sendi á mótið einn flokk undir nafni l.B.l. Héimsóknir iþróttamanna. Meist- araflokkur í knattspyrnu úr Knatt- spyrnufélagi Reykjavíkur kemur væntanlega hingað í sumar, og sjá K.s.f. Hörður og K.s.f. Vestri um móttökurnar. — Formaður mót- tökunefndar er Karl Bjarnason. Ennfremur er í ráði að sama fé- lag (K. R.) sendi til Vestfjarða fim- leikaflokk karla í sumar. /þröttakennari ráöinn. I. B. 1. hefir ráðið hr. Guttorm Sigur- björnsson íþróttakennara til starfa á bandalagssvæðinu í sumar. 17. júnímót l. B. /. Stjórnin hefir ákveðið að beita sér fyrir fjöl- breyttri íþróttakeppni 17. júní n. k. m. a. drengjamót í frjálsum íþrótt- um, 80 m. hlaup kvenna, knatt- spyrnu I. aldursflokkur, og keppt verður þá í fyrsta sinn um Leós- bikarinn, er Leósbræður gáfu K.s.f. Herði á 25 ára afinæli þess. Enn er ekki fullráðið, hvort keppni fer fram í handknattleik kvenna. AflahUitir í Bolungarvík. Frá áramólum til páska voru hlutir á bátunum í Bolungarvík sem liér segir: Einar Hálfdánarson . . kr. 5155,00 Flosi............... — 5019,53 Max .................. — 4100,00 Mummi............... — 4125,00 Særún ............... — 4025,00 Frægur.............. — 3545,00 Tóti ..........-...... . — 3125,00 Haukur .............. — 2931,08 Sólrún .......... — 2460,00 ölver ................. •— 2096,64 Styrkár ............... —, 1826,54 Bragi ............... — 1638,79 Húni................ — 1090,00 Flestir fóru bátarnir um og yfir 40 sjóferðir á vertíðinni. Hlutar- hæsti báturinn, Einar Hálfdánar- son, fór 49 sjóferðir en sá hlutar- lægsti, Ilúni, 12 sjóferðir. Erling Ellingsen, flugmálastjóri, koin hingað til bæjarins með flugvél 24. f. m. á- samt ráðunaut sínum, Sigurði Jónssyni, flugmanni. Erindi þeirra var að athuga um byggingu flug- brautar fyrir sjóflugvélar í Suður- tanga. Héldu þeir hér fund með flugmálanefnd bæjarins, athuguðu með henni staðinn, þar sem flug- bátur h.f. Loftleiða hefur venjulega lent og ennfremur Suðurtangann, þar sem gert hefur verið ráð fyrir að flugbrautin og flugvélaskýlið verði. Flugmálastjóri og Sigurður álitu lieppilegast að sjálft flugskýlið yrði sett á efri mörk þess lands í Suður- tanga, sem ætlað var til flugbraut- ar og skýlis, þ. e. a. s. við neðri lóðamörk M. Bernliarðssonar. Flug- málastjóri kvað nú verða gerða fullnaðaruppdrætti og kostnaðar- áætlanir sem síðan yrðu lögð fyr- ir ríkisstjórnina og sagðist vilja vinna að því að verkið yrði liafið eins fljótt og mögulegt væri. Minningargjöf um Karitas Hafliöadóttur. Forinanni skólanefndar barst fyrir nokkru frá gömlum vini Gagn- íræðaskólans hér 600 króna gjöf til sjóðsins Aldarminning Jóns Sigurðssonar. Upphæðin er gefin til minningar um Karitas Hafliða- dóttur, kennara. Gefandi vill ekki lála nafns síns gelið, en hann er búsettur á Suðurlandi, utan Reykja- víkur. Fermingarbörn i Isafjaröarkirkju á morgun: Piltar: Erlingur Iielgason Baldur Erlingur Sigurðsson Gísli Jón Ólafsson Guðmundur Kristján Kjartansson Skúli Þórður Skúla^on Finnbjörn Finnbjörnsson Friðrik Sigurlinni Friðriksson Sigurjón Hrólfsson Karl Adólf Einarsson Filip Þór Höskuldsson Þórir Guðmundur Hinriksson Zóphónías Kristjánsson Sigurður Thorberg Ingvarsson Jón Gunnlaugur Þórðarson Sumarliði Mosdal Salómonsson Kristján Edilon Hjálmarsson Jón Magnússon Steinþór Bjarni Jakobsson Steinþór Guðmundur Halldórsson Magnús Aspelund Sigurður Marinó Sigurðsson Anton Helgason Óskar örn Hálfdánsson Pétur Sigurðsson. Slúlkur: Sigriður Kristín Erlendsdóttir Aðalheiður Óskarsdóttir Elsa Rósborg Sigurðardóttir Erla Rebekka Guðmundsdóttir Borghildur Guðrún Jónsdóttir Málfríður Halldórsdóttir Karolína Guðmundsdóttir Þóra Jóhanna Jónsdóttir Þórey Sigurrós Þórarinsdóttir Ásta Guðbrandsdóttir Anna Guðmunda Sveinsdóttir Hjördís Einarsdóttir Hjördís Sigurðardóttir Sigríðiir Gyða Magnúsdóttir Helga Þuríður Marzelíusdóttir Sigríður Brynjólfsdóttir Helga Þórðardóttir Jensína Friðrika Jensen Svandís Helgadóttir Hjaltlína Sigríður Agnarsdóttir Amalía Kristín Einarsdóttir Ingibjörg Rut Einarsdóttir Lára Steindóra Gísladóttir Þórunn Friðrika Vernharðsdótti'r. 1. maí. Verkalýðsfélögin hér í bænum, Baldur, Sjómannafélag ísfirðinga og Vélstjórafélag Isafjarðar, gengust fyrir hátíðahöldum hér 1. maí. Hátíðahöldin hófust kl. 2. Safn- aðist fólk jiá saman til útifundar á torginu íraman við Alþýðuhúsið. Ræður fluttu þeir Hannibal Valdi- marsson, varaformaður Baldurs, Jón II. Guðmundsson, formaður Sjómannafélags lsfirðinga og Bjarni Guðmundsson frá Vélstjórafélagi Isafjarðar. Milli ræðanna söng Karlakór Isafjarðar ættjarðar- og alþýðulög, undir stjórn Högna Gunnarssonar. Kl. 5 var barnaskelhmtun í Al- þýðuliúsinu. Um kvöldið, kl. 8J/á, hófst al- menn skemmtun í Alþýðuhúsinu var aðsókn gífurleg og urðu marg- ir frá að hverfa. Haraldur Guðmundsson, alþing- ismaður, flutti þar ræðu, Jón Hjört- ur Finnbjörnsson söng einsöng, Guðmundur G. Hagalín las upp og Ilver vill bolna? Ilér birtast upphöf að nokkrum vísum; sem Ilelgi frá Súðavík hef- ur sent blaðinu. Geta þeir, sem vilja slá botn í þær sent þá til ritstjóra Baldurs. Verða botnarnir birtir hér í skrín- unni, eflir því sem jieir berast, annað livort með fullu nafni liöf- undar eða undir dulnefni, allt eft- ir því, sem hver óskar. En þeir, sem botna senda verða að láta fullt nafn silt fylgja með, livort sem þeir óska að það verði birt eða ekki. Hér koma vísurnar sem á að botna: Ei á himnum 'vist er vís, verður títt af litlu þras. Aldrei sést á illu þrotn, ýmsir af litlu státa. Eg þótt lifði aldir sex er því svona varið. Bý ég mig í branda pex á brögðin tungu sleipur. að lokum var sýndur smáleikur. Merki dagsins og tímarit Alþýðu- sambandsins, Vinnan, voru seld á götunum allan daginn, og fánar blöktu á stöngum um allan bæinn. Ágóði hátíðahaldánna rann til byggingar Elliheimilis á Isafirði. Kaupfélag Isfiröinga varS 25 ára 30. apríl s.l. Stofnendur félagsins voru 20 og mættu 14 þeirra á stofnfundi. Af þeim sem á stofnfundi mættu eru nú búsettir hér í bænum: Sigurður Guðmundsson bakarameistari, Jón Þ. Ólafsson trésmíðameistari, Guð- mundur E. Geirdal hafnargjaldkeri, Einar Eyjólfsson verkamaður, Jón H. Sigmundsson byggingameistari, Bjarni Jóhannesson verkamaður og Guðmundur Árnason verkamaður. Félagið hefur mikið aukið starf- semi sína þessi 25 ár. Sjóðir þess erti nú kr. 1 162 000,00. Það liefur útibú í Súðavík, Hnífsdal og Bol- ungarvík, starfrækir hraðfrystihús á Langeyri í Álftafirði, hefur því nær öll viðskipti í Djúpinu og á Ströndunum geisimikil viðskipti hér í bænum. -------0------- Verðuppbót á fiski 2 600 000 krónur. 10. janúar í vetur var að til- hlutun ríkisstj órnarinnar á- kveðið að fiskverð til útvegs- manna og sjómanna skyldi hækka um 15%. Þessi 15% átti að leggja í verðjöfnunar- sjóð, sem síðan yrði úthlutað úr til útvegsmanna og sjó- manna. Nú hefur ríkisstjórnin fyrir nokkru tilkynnt að úthlutað verði samkvæmt þessum á- kvæðum 2 200 000,00 krónum sem nú eru í verðjöfnunar- sjóði, auk þess má gera ráð fyrir að samlög útflutningar fisksölusamlaganna skili um 400 000,00 kr. hækkun, svo alls verður þá úthlutað um 2 600 000,00 krónum og nemur sú verðuppbót ca. 10 000,00 kr. á 20—30 smálesta bát í þá 3 mánuði, sem verðhækkunin hefur gilt. -------0------- LoftleysiS í Alþýöuhúsinu. Þeir eru margir sem kvarta und- an því, hve vont sé að vera á skemmtunum í Alþýðuhúsinu, vegna þess loftleysis sem þar er. Sérstaklega er þetta loftleysi áber- andi þegar margt er í húsinu eins og líka eðlilegt er. Á skemmtuninni 1. maí, sem var mjög fjölmenn, var áslandið þannig að þeir sem sátu uppi máttu þakka fyrir að falla ekki í ómegin af hitasvækju og loftleysi og liefðu sannarlega getað hrópað með Matthíasi: „Gefið loft, gefið loft, gefið lífsanda loft“. En það var ekki gert og hefði Iíklega lítinn árangur borið. En hvað sem því líður, þá er þetta ástand algerlega óþolandi, og það verður vonandi ekki talin árás á Alþýðuhúsið þó spurt sé að því hvort ekki sé hægt að hafa loft- ræstingu í húsinu, og hvort það sé endilega nauðsynlegt að loka svo liverri smugu að ekki minnsta ögn af hreinu lofti komist þar inn? Stjórnarskrárnefnd. Sú breyting var í vetur gerð á stjórnarskrárnefnd, að Gunn- ar Thoroddsen, alþm., tók sæti Bjarna Benediktssonar og Haukur Helgason sæti Áka Jakobssonar, atvinnumálaráð- herra. Nefndin er þvi-skipuð þess- um mönnum: Gísla Sveinssyni og Gunnari Thoroddsen fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Einari Olgeirssvni og Hauk Helgasyni fyrir Sameiningar- flokk alþj'ðu — Sósíalista- flokkinn. Stefáni Jóhanni Stefánssyni og Haraldi Guðmundssyni fyr- ir Alþýðuflokkinn. Jónasi Jónssyni og Hermanni Jónassyni fyrir Framsóknar- flokkinn. Gísli Sveinsson er formaður nefndarinnar og Einar Olgeirs- son ritari hennar. Gunnar Thoroddsen hefur verið ráðinn framkvæmdar- stjóri nefndarinnar og vinnur hún nú af kappi að útvegun stj órnskipunarlaga. annara ríkja og þýðingu á þeim. Er þetta mikið vérk og nauðsyn- legt til undirbúnings aðalstarfi nefndarinnar að semja stjórn- arskrá fyrir lýðveldið Island, er fullkomlega svari kröfum tímans. Þá hefur, eftir tilnefningu flokkanna, verið skipað í nefnd þá, sem á að vera stjórn- arskrárnefnd til aðstoðar. I nefndinni eru: Stefán ög- mundsson, Elísabet Eiríksdótt- ir og Sigurður Thorlacius frá Sósíalistafl. Auður Auðuns, Sigurður Eggerz og Jóhann Möller frá Sjálfstæðisflokkn- um. Guðrún Björnsdóttir, Hall- dór Kristjánsson, Kirkjuhóli, og Hjálmar Vilhjálmsson frá Framsóknarflokknum. Svafa Jónsdóttir, Þórður Eyjólfsson og Jónas Guðmundsson frá Al- þýðuflokknum. m.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.