Baldur


Baldur - 09.08.1945, Blaðsíða 2

Baldur - 09.08.1945, Blaðsíða 2
90 B A L D U R Guðmundur E. Geirdal , > skáld og' hafnargjaldkeri sextugur. Gyðmundur E. Geirdal skáld og hafnargjaldkeri hér í bæn- um átti sextugs afmæli 2. þ. m. 1 tilefni þessa alnlælis náðf ritstjóri Baldurs að rabba við hann stund úr kvöldi nú fyrir skömmu. « Mig langar nú fyrst til að heyra eitthvað um ætt þína og uppruna. — Ég er fæddur 2. ágúst 1885 á Brekku í Gufudalssveit í Barðastrandarsýslu. Faðir minn var Eyjóll'ur, bóndi í Gilsfj.múla, Bjarnason, prests, Eggertssonar prests, Bjarna- sonar Pálssonar, landlæknis. Er sú ætt dreifð um land allt. Mpðir mín hét María og var Bjarnadóttir, Oddssonar. Mætt- ust ættgreinar foreldra minna hjá Guðmundi Arasyni ríka á Reykhólum, sem uppi var um 1300. Ætt mín er svonefnd Ynglingaætt. Móðir min var alla æfi vinnukona og giftist aldrei. — Hún var 31 árs er hún átti mig, og hafði faðir minn þá misst konuna fyrir tveimur árum. Hún andaðist haustið 1938, 81 ára að aldri. Ég var eina barn- ið, sem hún eignaðist. — Viku- gamall var ég fluttur frá fæð- ingarstað mínum að Gautsdal í Geiradal. Annars var ég á liálfgerðum flækingi fyrstu 2 árin, en þegar ég var þriggja ára fór ég í fóstur til hjón- anna Jóns Sveinbjarnar Jóns- sonar og Ingibjargar Snæ- bjarnardóttur, er fyrst bjuggu í Múla i Gilsfirði og siðan í Gautsdal. Hjá þeim ólst ég upp til fullorðins ára og reyndust þau mér alla tíð sem beztu for- eldrar. Ég var snennna hneygður til bókar, orðinn læs 5 ára og hafði það verk á vetrum að lesa fyrir fólkið. Rimur kvað ég einnig þegar ég eltist. Fólk- ið gaf mér viðurnefnið „bóka- ormur“ og undi ég hið læzta l>ví heiti. Annars vann ég öll algeng sveitastörf, við heyska]) á sumrum en aðallega við vefnað á vetrum. Þegar ég var um tvítugt dreif ég mig á Gagnfræðaskól- ann á Akureyri. Var þar einn vetur, en ])á þraut fé og þar með var skólavist lolcið að því sinni. Ég var nú um tíma við barnakennslu í sveit minni og var það ætlun hæði mín og annara að ég yrði bóndi, hafði enda eignast, er ég var 25 ára, 12 ær loðnar og lemhdar og 2 hesta og þótti það álitlegt búsí- lag. En þá breytti ég skyndi- lega ákvörðun, fékk j)á flugu í höfuðið að forsjónin ætlaði mér að verða kennari, seldi svo allar mínar rollur óg hesta og arkaði á Kennaraskólann með andvirðið. Þaðan útskrifáðist ég vorið 1912 og íekk góðan vitnisburð. Veturinn eftir kenndi ég í Hjarðarholti undir stjórn séra Ólafs Ólafssonar. Haustið 1914 kvæntist ég fyrri konu minni Vilhelmínu Pétursdóttir frá Hafnardal í Nguteyrarhreppi í N.-Isafj arðarsýslu og fluttist sama ár hingað til Isafjarðar og hef átt hér heima síðan. Með Vilhehnínu eignaðist ég 7 börn, eru 6 þeirra á lífi og öll uppkomin. Hún andaðist á jólunum 1939. Síðari kona mín er Guðrún Hansdóttir frá Sætúni í Grunnavík. Ilér á Isafirði hef ég fengist við ýms störf. Kenndi hér við Barnaskólann 1915—1916. Var lögregluþj ónn 1916—1919. Ur því stundaði ég ýmsa- vinnu sem fyrir féll og smábarna- kennslu heima hjá mér að vetrinum. Haustið 1923 réðist ég skrifari hjá Oddi Gísla- syni, bæjarfógeta, og hjá hon- um var ég þar lil ég réðist hafnargj aldkeri 1. febr. 1925 og við það starf er ég enn. Þú hefur tekið mikinn þátt í félagslííinu bæði hér og annar- staðar, þar scm þú hefur verið? — Ég hef alla tíð verið gef- inn fyrir félagslíf og skemmt- anir og eytt í það bæði tíma og peningum mcira en ástæður leyfðu, og eins í bókakaup. — 1 mörg ár starfaði ég hér í templ- arastúku. Ég gekk snennna í Blóm- og trjáræktarfélagið og var mörg ár í stjórn þess, og er enn í því. Þá tók ég um tíma þátt í leikstarfsemi hér. Ég hef líka lítilsháttar kynnt mér það sem kallað er didspeki, tekið þátt í félagsska]) guðspekinga og þýtt lítilsháttar af því tægi í Ganglera. En mestan tíma hafa söngfélögin tekið frá mér. Þú hefur nátturlega byrjað að yrkja eins og Egill 7 ára? — Nei, ég var fullra 17 ára þegar mér fyrst tókst að koma y ♦♦♦ I Skammtað úp skrínunni. I Svarað bréfi ritstjóra Skutuls. Herra ritstjóri, útgefandi og eig- andi Skutuls, skólastjóri m. m., Hannibal Gísli Valdimarsson. Elskulegi'vinur! Ég get ekki látið hjá líða að þakka þér kunningjabréf |)itl í Skutli 2. 1). m. og ávarpa þig nieð þeirri virðingu, sem sjálfumglöðu mikilmenni eins og þér hæfir, og sömu vinsemd og þú ávarpar mig í þínu bréfi. Þú skrifar bréf þitt til Baldurs og Vestu systur hans, og í upphafi þess þakkar þú þeim báðum fyrir unihyggju þeirra bæði fyr og síðar fyrir þyí, hvað þú hafir mikið að gera. Ég verð nú að hryggja þig með því, að Baldur hefur aldrei iiorið umhyggju fyrir þér af þeim sökmn, en hann hefur stundum ver- ið luigsðndi út af þeim verkefnum, sem þú hefur tekið að þér, ekki þín vegna heldur verkefnanna vegna. Baldur hefur, sannast að segja litla trú á því, að menn séu gædd- ir einhverjum yfirnáttúrlegum dugnaði, og liann hefur aldrei get- að talið þig meðal ofurmenna. Miklu fremur hefur honum fund- ist allur bægslagangur þinn og til- raunir til að teljast í þeim hópi og trana þér fram, bera vott um van- máttarkennd manns, sem finnur að hann er lítill karl. Þú veizt það líka ósköp vel sjálf- vísu saman al' nokkru vlti. Annars hafði ég snemma mik- ið yndi af öllum skáldskap og langaði mikið til að verða skáld, en það geklc nú ekki betur en þetta. Síðan hefur þú verið sí yrkj- andi? Það er nú kannske l'ullmikið sagt. Tími til þeirra liluta hef- ur oft verið naumur og þá lielzt um nætur. I æsku gat ég ort við allskonar störf. Við smalamennsku, slátt, í vef- stólnum o. s. frv. Orti ég þá oft lieilu romsurnar, mundi allt saman og gat síðar fest listaverkið!! á pappírinn. Síðan ég fór að fást við skrifstofu-- störf hefur þetta ekki tekist og þá hefur skáldskapurinn mest orðið andvöku og næturstarf. En oft óska ég að geta eytt meiri tíma með Ijóðadísinni og fágað betur það sem ég læt frá mér fara. Er von á einhverri andlegri framleiðslu frá þér nú á næsl- unni ? — Það gæti nú verið að svo mætti heila. I vetur sem leið kom til orða að Isrún keypti af mér vísnahandrit. Eru það allt lausavísur ortar undir ýms- um bragarháttum. Annars tel ég mig ekki slyngan á því sviði, hef lagt meiri stund -á 1 j óðagerð. Meiningin var að þetta safn kæmi út á sextugsafmælinu cn af því hefur ekki getað orðið. 1 safni þessu eru nokkrar vísur sem áður hafa birst, en megnið af þeim hafa ekki fyr verið látnar „á þrykk út ganga“. Framh. á 3. síðu. ur, að það var hvorki fyrir mennt- un né aðra liæfileika að þú varst gerður skólastjóri Gagnfræðaskól- ans hér. Allir hinir umsækjendurn- ir vorií þér langt um fremri á öll- um sviðum, en flokksbræður þínir þurftu að launa þér ba-ði unnin og óunnin störf fyrir flokkinn ykk- ar, þess vegna fékkstu þetta em- bætti. Ég býst við að þú liafir í upp- liafi ætlað að rækja þetta starf eins vel og hæfileikar þínir og geta leyfðu, en þú varst þarna búinn að fá fyrirframgreiðslu og flokksmenn þínir vildu auðvitað að þú ynnir fyrir henni. Þér var það heldur ekki ógeðfellt. Þér var troðið í ýms- ar trúnaðarstöður. Sumum þeirra fylgdu ofurlítið auknar tekjur en öllum aukin völd og von um álit hjá almenningi, en á því livoru- tveggja þurftir þú að lialda. Þér var auðvitað of vaxið, sem von var, að sinna þessu öllu. saman, ekki stærri bógur en þú ert í raun og veru, og afleiðingarnar hafa líka orðið eftir því. Þú ættir t. d. að hugleiða í ein- rúini, hvernig þér hefur tekist að halda áfram starfi fyrirrennara þíns í Birkihlíð. Eitt hinna vandasömu verkefna, sem þú hefur tekið þér, er eftirlit eða framkvæmdarstjórn við Nón- hornsvatnsvirkjunina. Ég ætla ekki að fara mörgum orðum um þetta starf þitt. Én hvernig stendur á því að þú kippist við og talar um að verið sé að rægja Rafveituna, þegar minnzt er á járnbraut upp fjall og veg, sem mikill maður er að láta gera þremur árum of seint? Ertu kannske orðinn hræddur um að almenningur meti þetta starf þitt ekki á marga fiska? Þú hefur sannarlega ástæðu til að óttast það og mikið máttu vera vitlaus eða blindur af sjálfsáliti ef þú ætlar að halda áfram að skaða Rafveituna með því að taka að þér vandasöm verkefni fyrir hana, eins og ég hef heyrt, að þú hafir í hyggju að gera. Ég vona nú að þetta sé nægilegt til að sýna þér að þakklæti ])itt fyrir áhyggjur mínar út af því, hvað mikið þú liefur að gera er ó- verðskuldað. Þú reynir að gera þér mat úr því í bréfi þínu, að í grein í Baldri fyrir nokkru var minnst á, að ekki svo fáir verkamenn hafi haft litla eða jafnvel enga atvinnu í vor, sér- staklega unglingar. Þú fullyrðir að eklci feinn einasti iriaður hafi verið hér atvinnulaus í vor og nefnir sem dæmi, að menn liafi orðið að fá að, til þess að afgreiöa hér skip. Ég get nú sagt þér það, að í júní og byrjun júlí mánaðar í vor tal- aði ég við verkamenn og þeirra á meðal eldheita flokksmenn þína, sein kvörtuðu yfir því, hve litla at- vinnu þeir liefðu og voru mjög þung orðir í garð þinn og annara ráðamanna þessa bæjar af þeim sökum. Og þó að svo hafi farið, að nú sé nóg að gera og jafnvel stund- um skortur á verkafólki, bæði vegna þess að margir eru í orðlofi og svo liefur verið byrjað á nýjum verkum, þá afsannar ])að á engan hátt, að hér hafi .ekki verið oflítil atvinna i vor. Þá þykir mér það ákaflega leið- inlegt, ef það er rétt, að þú og flokksbræður þínir gelið ekki not- að flugvélabrautina sem tálbeitu yið næstu hæjarstjórnarkosningar. Eg vona þó að þið hafið ráð með að útvega ykkur aðra beitu, ykkur hefur aldrei skort dugnað og hug- kvæmni til þess. Oft liafið þið þurft ])ess með og ekki sízt nú. Ég kveð þig svo með mikilli vin- semd og virðingu. Þinn einlægur, Iiulldór frá Gjögri.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.