Baldur


Baldur - 07.11.1945, Blaðsíða 4

Baldur - 07.11.1945, Blaðsíða 4
128 B A L D U R V^.^^*^.^.»vvvvvvvvvvvvvvvv^vvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvv%* ♦ ♦ ♦ ♦ i i y y y y y y y y y y y y y 1 1 i ? y Tvær nýjar bækur: SÍÐASTA NÓTTIN, skáldsaga. Guðm. G. Hagalín og Birgir Finnsson þýddu. TRU OG SKYLDA, minningar um Kaj Munk. Séra Jónm. Halldórsson og Sig- urður Grímsson þýddu. Fást hjá bóksölum. Prentstofan ISRÓN h.f. f y ? y I I y y y y y y y Ý y y y I y wv%m.hWv.KKK%%KKKKh.h.m.Kvam.v.h.m.m.m.v.m.m/vv,.**.,v*.h.m.iK.m.h.,%h.m.h.**.m.*' Tilkynning Með tilliti til árstíðasveiflna á verði eggja, hefur Viðskiptaráðið ákveðið eftirfarandi há- -marksverð á innlendum eggjum frá og með 1. nóvember 1945: 1 heildsölu ................... Kr. 16,00 1 smásölu ..................... — 18,00 Með auglýsingu þessari er úr gildi fallin aug- lýsing Viðskiptaráðsins um hámarksverð á eggj- um, dags. 31. júlí 1945. Reykjavík, 30. október 1945. Verðlagsst j órinn. BÆKXJR. Bœlcur Isafoldarprentsmiðju. Blaðinu hafa borist þessar bækur frá Isafoldar prent- smiðju út gefnar á þessu ári. Blessuð sértu sveitin mín, kvæði, eftir Sigurð Jónsson á Arnarvatni. Svart vesti við kjólinn, smá- sögur, eftir Sig. B. Gröndal. Horfin sjónarmið, eftir James Hilton í þýðingu Sig- urðar Björgúlfssonar. Lífsgleði njóttu, eftir Sigrid Boo, höfund sögunnar, Við, sem vinnum eldhússtörfin. Davið og Diana, eftir Florence L. Bareley. Theódór Árnason þýddu. Dragonwyek, eftir Anya Seton. Þögul vitni, eftir John Stephen Strange. 1 leit að lífs- hamingju, eftir W. Somerset Maugham. Tamea, eftir Peter B Iíyne. Þessar fjórar síðast- töldu eru sérprentaðar úr Morgunblaðinu. MeðaJ Indíána eftir Falk Ytter. Hjartafótur, eftir Ed- ward S. Elles. Barnabækurnar: Stroku- drengurinn, drengjasaga frá Svíþjóð, eltir Paul Áskog, Sig- urður Helgason þýddi. Sagan hefur áður komið í „Unga Is- landi 1912—1943. Hvað er á bak við fjallið, barnasögur, eftir Hugrúnu. Kímnisögur, Þorlákur Ein- arsson safnaði og tók saman. 'Frá Yztu nesjum II., vest- firzkir sagnaþættir, sem Gils Guðmundsson rithöfundur hef- ur skráð og safnað. Einhverra af þessum bókum verður nánar getið síðar, eftir þvi sem rúm levfir. Rangfærslur Skutuls Framh. af 1. síðu. Isafirði. Hann gerir sér hægt um vik, rangfærir og snýr út úr þeim ummælum, sem hann vitnar i, og dregur síðan af því þær ályktanir, sem honum eru hagkvæmar. Honum verður heldur ekki mikið fyrir að gera tvær sjálfstæðar ályktan- ir að einni, að eins ef hann með því getur fengið einhverja til að trúa fleipri sínu og ó- sannindum. Baldur lætur lesendum sín- um eftir að fella dóm yfir slíku siðleysi í meðferð opinberra mála og gefa þessum verknaði það nafn, sem honum hæfir. En sannarlega er það léleg- ur málstaður sem til slíkra að- ferða verður að grípa. -------0------- Kosning í stúdentaráð Háskólans fóru fram 3. þ. m. og urðu úrslit þessi: Stúdentafélag lýðræðissinn- aðra stúdenta hlaut 49 atkv. og einn mann kjörinn. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hlaut 176 atkv. og finnn menn kjörna. Félag frjálslyndra stúdenta hlaut 40 atkv. og einn mann kjörinn. Félag róttækra stúdenta hlaut 87 atkv. og einn mann kj örinn. Þriðja málshöfðunin í heildsalamálunum. Málshöfðun hefur verið fyr- irskipuð gegn þriðja heildsölu- fyrirtækinu i Reykjavík, — Sverrir Bernhöft h. f. Ólögleg álagning nemur kr. 270 191,19. Málið er höfðað gegn fram- kvæmdastjóra og stjórnendum félagsins fyrir brot á verðlags- löggjöfinni og XV. kafla hegn- ingarlaganna. Prenlstofan Isrún li.f. Verkamannaflokkurinn vann stórsigur í bæjarstjórn- arkosningum í Englandi 2. ]). m. 1 22 af 28 kjördæmum i London hlaut flokkurinn meirihluta, í sex þeirra alla fulltrúana. — Ihaldsflokkurinn tapaði mjög fylgi. T A M A N G 0 . 28 sem eftir lifðu, báðust griða, en vóru miskunnarlaust brytjaðir niður. Jafnvel túlkinum, sem engum hafði mein gert, var engin miskun sýnd. Einn af undirforingjum skipsins féll eftir frækilega vörn. Hann hafði tekið sér varnarstöðu bak við eina af fallbyss- unum og varðist þaðan þeim, sem að bonum sóttu, með sverðið í annari bend- inni, meðan liann með liinni hendinni miðaði byssunni á svertingjana og bleypti skotinu af. Skotið varð mörgum að bana, en á sama augnabliki var liann gripinn og tættur sundur. Þegar síðasta líki hinna hvítu manna hafði verið varpað fyrir borð, fundu svertingj arnir, að hefndarþorsta þeirra hafði verið svalað. Þeim varð litið á segl skipsins, sem þanið var hagstæðum vindi, er virtist bera þá óðfluga áfram til landsins, þar sem eymd og áþján beið þeirra, þrátt fyrir þennan sigur. Allt okkar erfiði er árangurslaust, hrópuðu þeir í örvæntingu. Hvernig get- um við búist við að þessi töfragripur hinna hvítu manna, láti að vilja okkar og flytji okkur heim aftur, eftir að við 29 höfum úthellt blóði svo margra hvítra raanna. Einhver hafði orð á því, að ef til vill kynni Tamango að stjórna skipinu. Nú beindust vonir allra að Tamango, en hann var hvergi sjáanlegur. Eftir nokkra leit, fundu þeir hann í herbergi skipstjórans, þar sem hann studdi ann- ari hendinni á sverðið, en hina rétti hann út móti Ayche, sem lá á hnjánum fyrir framan hann. Hundruð radda báðu hann að breyta stefnu skipsins. Hann gekk hægum skref- um að stýrishjólinu, líkt o.g hann vildi fi’esta því til síðustu stundar, að láta þrælana vita, að jafnvel hann vissi ekki hvernig átti að stjórna skipinu. Tamango athugaði áttavitann gaum- gæfilega nokkra stund og bærði varirn- ar líkt því sem hann læsi tölurnar, sem þar stóðu. Síðan greip hann höndunum um liöfuð sér, eins og hann væri að reikna eitthvað út. Að lokum sneri liann stýrisbjólinu snögglega nokkra snúninga. Skipið lét vel að stjórn og snerist á svip- stundu upp í vindinn, og áður en varði hafði það lagst á hina hliðina. Við þessa 30 snöggu veltu misstu margir svertingjanna fótanna og féllu í sjóinn. Eftir stutta stund rétti skipið sig við aftur, en í sömu andránni laust snöggri vindhviðu yfir ])að og með ægilegum háyaoa, brotnuðu bæði möstrin og féllu í sjóinn. Viti sínu fjær af hræðslu þustu svert- ingjárnir undir þiljur og þorðu ekki að koma upp aftur fyr en skipið, sem nú rak reiðalaust fyrir sjó og vindi, var aft- ur kyrrara. Eftir skamma stund komu þeir, sem hugrakkastir voru, aftur undan þiljum og byrjuðu að ryðja burt brakinu, sem huldi allt þilfarið. Tamango stóð hreyf- ingarlaus við stýrið og huldi andlitið í höndum sér. Við hlið hans stóð Ayche og skalf af hræðslu. Hver á fætur öðrum nálguðust svert- ingjarnir Tamango. Hatur og ásokun voru greipt í andlit hvers þcirra. — Svikari! — hrópuðu þeir, — þú ert upphafsmaðurinn að allri óhamingju okkar, þú scldir okkur, þú flekaðir okk- ur til þess að gera uppreisn og lofaðir að flytja okkur heim til föðurlands okk-

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.