Baldur


Baldur - 18.05.1946, Blaðsíða 4

Baldur - 18.05.1946, Blaðsíða 4
4 B A L D U R Kjörskrá til Alþingiskosninga í Isaí'jarðarkaupstað, sem gildir frá 15. júni 1946 til 14. júní 1947, hefir verið lögð fram á skrif- stofu bæjarins, almenningi til athugunar. Kærur út af því, að einhvern vanti á kjörskrá, eða sé of- aukið, skal afhenda bæjarstjóra í síðasta lagi 3 vikum fyrir kj ördag. Isafirði, 27. apríl 1946. f. h. bæjarstjóra, Steinn Leós. Þökkum hjartanlega alla samúð og vináttu, er okk- ur var sýnd við fráfall og jarðarför mannsins míns, föður og tengdaföður okkar, Ólafs Kárasonar kaup- manns, Isafirði. Fríða Torfadóttir, börn og tengdabörn. Öllum þeim, sem sendu mér afmæliskveðju 13. þ. m., færi ég beztu þakkir. Isafirði, 30. apríl 1946. Jónas Tómasson. Tilkynning frá skattstjóra. Skrá yfir þá, sem hafa rétt til niðurgreiðslu á kjöti, hér á ísafirði, liggur frammi á skrifstofunni dagana 13. tii 26. þ. m. ld. 10 til 12 f. h. alla virka daga. ísafirði, 11. maí 1946. SKATTSTJÓRASKRIFSTOFAN Tilkynning Skammtað úr skrínunni. Framhald af 2. síðu. ur, er þeir skildu við hann. Eftir þetta ber ekkert til tíðinda, þar til nú í vor. Pá safnaði Hannibal liði lieima í liéraði, fékk sig samþykkt- an sem frambjóðanda og krafðist þess jafnframt að miðstjórn flokks- ins viðurkenndi þá samþykkt. Á þeirri viðurkenningu var fyrst í stað nokkur tregða, en að lokum urðu liöfðingjar flokksins syðra að láta undan, Hannibal er ákveðinn frambjóðandi kratanna í Norður- Isafjarðarsýslu, en þjóðskjalaverð- inum vikið af sviðinu. Nú velta menn því fyrir sér hvað valdið liafi þessari tregðu kratafor- ingjanna að samþykkja þetta fram- boð. Sumum hefur dottið í hug að þeir skömmuðust sín fyrir afstöðu Hannibals í lýðveldismálinu, en það fær ekki staðist, því þessir herrar kunna ekki að skammast sín fyrir afglöpin. Hitt er miklu lík- legra að með þá sé eins og kölska í sögunni um Húsavíkur-Jón, að þeir séu hræddir um að Ilannibal verði ofjarl þeirra, ef hann kemst á þing og á þann hátt of nálægt valda- hreiðri þeirra, og þess vegna mun það nú vera þeirra eina von að til þess komi ekki. „Og þennan niaiui styrklum viS lil ndms í aðra heimsálfu. Það mætti telja fram mörg fleiri dæmi um ástandið á krataheimil- inu, en að þessu sinni verður að- eins hætt við einni sögu, er gerð- ist suður í höfuðvígi kratanna, Hafnarfirði, nú fyrir skömmu. Á bæjarstjórnarfundi þar fyrir nokkru síðan var lesið upp bréf frá Stefáni Júlíussyni, yfirkennara, ákveðnum alþýðuflokksmanni. Bréf þetta var hörð ádeila á bæjarvald- hafana fyrir vanefndir á byggingu barnaleikvalla og fyrir trassaskap heilbrigðisnefndar á því að halda uppi hreinlæti í nágrenni ráðhúss bæjarins. Krataforingjunum brá mjög í brún, er þeir heyrðu þessa árás innan frá, áttu liennar víst ekki von, enda varð einum þeirra að orði: „Og þennan mann styrktum við til náms í aðra heimsálfu. LÖGTAK. Lögtak hefir verið úrskurð- að þann 17. þ. m. á þinggjöld- um tilföllnum 1945, skv. bréf- um ríkisskattanefndar dags. 2. ágúst, 24. ágúst og 12. október 1945. Skrifstofu Isafjarðar, 20. apríl 1946. Jóh. Gunnar Ólafsson. Unglingsstúlka óskast í vist í sumar. Sigurður Hannesson, bílstj. Fjarðarstræti 17. BAZAR heldur Kvennadeild Slysa- varnafélagsins, Isafirði, sunnu- daginn 26. maí. Konur, sem ætla að láta á bazarinn, eru beðnar að koma munum til undirritaðra frá 20. til 24. maí. Alberta Albertsdóttir, Austurv. Rannv. Guðmundsd., Sundstr. María Hálfdánard., Sundstr. María Helgadóttir, Sólgötu. Ingibjörg Jónsdóttir Áðalstr. Elínmunda Helgad., Tangag. Guðbjörg Veturliðad., Tangag. Verum samtaka um að auka félagssjóðinn. Bazarnefndin. Hús á einum bezta stað í bænum til sölu. Húseignin Aðalstræti 20, á- samt stórri eignarlóð, fæst til kaups ef viðunandi hoð fæst í eignina. Tilboð óskast. Jón Grímsson. Sundmót verður haldið í Sundhöll Isa- fjarðar dagana 24. og 25. maí. Keppt verður i eftirtöldum vegalengdum: K A R L A R : Bringusund 100 m., 400 m., 1000 m. Frjáls aðferð 50 m., 100 m. Baksund 50 m. Boðsund 4X100 m. KONUR: Bringusund 50 m., 100 m. Frjáls aðferð 50 m. Baksund 50 m. Boðsund 3X33^- m. DRENGIR: Bringusund 50 m., 100 m. Frjáls aðferð 50 m. Baksund 50 m. TELPUR: Bringusund 50 m. Frjáls aðferð 50 m. Baksund 50 m. Þátttaka sé tilkynnt form. 1. B. 1. fyrir 21. þ. m. Stjórn 1. B. I. HESTUR til sölu. Upplýsingar gefur Vilhjálm- ur Jónsson, Sigurhæð, Isafirði. til rafvipkja Rafveitu Isafjarðar og Eyrar- Þar sem rafveitustjórn hrepps hefir ákveðið að löggilda rafvirkja til rafmagnslagna á orkuveitusvæði rafveitunnar, tilkynnist hér með þeim, sem hafa hugsað sér að sækja um löggildingu til stjórnar rafveit- unnar, að gera það sem fyrst. Löggildingarskilyrði fyrir rafvirkja fást á skrifstofu raf- veitunnar — fyrir þá, sem telja sig hafa rétt til löggildingar. Eftir 15. júní 1946 fá ekki aðrir en þeir, sem hlotið hafa löggildingu rafveitustjórnar, að taka að sér rafmagnslagnir innan orkuveitusvæðis Rafveitu Isafjarðar og Eyrarhrepps. Rafveita Isafjarðar og Eyrarhrepps. Tilkynning frá skattstj óra. # Skrár yfir tekju- og eignarskatt, stríðsgróðaskatt, tekjuskattsviðauka og lífeyrissjóðsgjald ásamt skrá yfir námsbókargjöld, sem greiðast eiga hér á Isafirði 1946, liggja frammi gjaldendum til sýnis hér á skrifstofunni dagana 9. maí til 23. maí, að báðum dögum meðtöldum, kl. 10—12 og 1—3 alla virka daga. Kærum viðvíkjandi sköttum þessum sé skilað til skattstjóra fyrir kl. 6 að kvöldi hinn 23. maí 1946. ísafirði, 7. maí 1946. SK ATTST J ÓRASKRIFSTOFAN

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.