Baldur - 07.11.1947, Síða 1
UTGEFANDI: SÖSIALISTAFÉLAG ISAFJARÐAR
XIII. ÁRG.
Isafjörður, 7. nóv. 1947.
Þrjátíu ára alþýðuvöld,
I dag, 7. nóvember, eru
liðin 30 ár siðan verkamenn,
bændur, sjómenn, mennta-
menn og önnur alþýða í lönd-
um rússneska keisaradæmis-
ins tók völdin að öllu leyti i
sínar hendur og stofnaði rúss-
neska ráðstjórnarlýðveldið.
Um miðnætti 7. nóvember
1917 hófst fyrsta þing verka-
manna og hermannaráðanna
frá öllum héruðum Rússlands.
Á þingi þessu voru mættir 560
fulltrúar.
Að morgni þessa sama dags
birti þingið opinhera tilkynn-
ingu, þar sem höfuð áherzla
er lögð á þessi þrjú atriði:
1. Verkamanna og her-
mannaráðin hafa tekið völdin
að fullu og öllu í sínar hend-
ur. Embættismönnum stjórn-
arinnar hefur verið vikið frá
störfum. Formenn verka-
manna og hermannaráðanna
vinna i nánu sambandi við
byltingastjórnina. Allir fulltrú-
ar landbúnaðarráðanna, sem
teknir hafa verið höndum,
skulu látnir lausir tafarlaust,
og þeir embættismenn stjórn-
arinnar, sem hafa tekið þá
fasta, skulu fangelsaðir.
2. Dauðahegningin, sem
Iverenski lögleiddi á vígstöðv-
unum, er afnumin, og fullt
frelsi veitt til stjórnmálaáróð-
urs á vígstöðvunum. Byltinga-
sinnuðum hermönnum og liðs-
foringj um, sem handteknir
hafa verið fyrir stjórnmálaleg
afhrot, skal þegar í stað gefið
frelsi.
3. Fyrrverandi ráðherra,
Kanowalow, Kischkin, Teres-
tchenko, Balontowitsch, Nikit-
in o. fl. hefur hyltingarnefndin
fangelsað. öllum deildum
hersins hefur verið skipað að
gera ráðstafanir til að
handtaka Kerenski og flytja
hann til Petrograd. öllum
þeim, sem meðsekir eru Ker-
enski, verður hegnt sem land-
ráðamönnum.
Tveimur dögum eftir að til-
kynning þessi var gefin út,
birti þingið ávarp til allrar
þjóðarinnar. I ávarpi þessu er
drepið á helztu drættina í
stefnuskrá hyltingarmanna og
höfuðáherzla lögð á eftirfar-
andi atriði:
Að þingið hafi tekið völdin
að fullu og öllu í sínar hendur,
þ. e. að landinu sé stjórnað af
verkamanna og hermannaráð-
unum, ráðstj órnarlýðveldi hafi
verið stofnað.
Að ríkisstjórn verkamanna
og hermanna muni tryggja
bændum full yfirráð yfir jarð-
eignum einstakra jarðeigenda,
ríkis og kirkju, vernda rétt
verkamanna, koma á lýðræði
innan hersins, skipuleggja eft-
irlit verkamanna með fram-
leiðslunní og sjá til þess að
allar borgir og bæir verði
birgðir af þýðingarmestu lífs-
nauðsynjum, og að lokum, að
allar þjóðir innan takmarka
Rússlands fái fullan rétt til að
ráða sér sjálfar.
I lolc ávarpsins er herinn
kvattur til að standa vel á
verði, hrynda af höndum sér
öllum árásum erlendra inn-
rásarherja og innlendra gagn-
byltingarmanna og tryggj a þar
með að takmarki stjórnarinn-
ar um fullkominn og varan-
legan frið verði náð. Aftur á
móti lofar stjórnin að gera
allt til þess að bæta aðbúnað
hersins, tryggja honum allar
lífsnauðsynjar og bæta efna-
hagslega afkomu hermanna-
fjölskyldnanna. Sá kostnaður,
sem af þessu leiddi, skyldi tek-
inn með nýjum skattaálögum
á efnastéttirnar.
Þetta fyrsta sameiginlega
þing rússnesku verkamanna-
og hermannaráðanna og til-
kynningin og ávarpið, sem það
samþykkti og hér hefur verið
sagt frá, á vissulega sina for-
sögu. Sú saga verður ekki rak-
in í stuttri blaðagrein, en það
er saga um harða og langa
baráttu og miklar fórnir. Þær
fórnir, sem alþýða rússneska
keisáradæmisins færði í þeirri
baráttu, voru „það friðartákn,
frelsunarlundin, sem fólkinu
visaði á réttlætisdyr“, eins og
Stephan G. Stephansson kemst
svo snilldarlega að orði í kvæð-
inu Pétursborg.
Það er elcki síður löng saga
og merkileg, sem gerst hefur
síðan 7. nóvember 1917. Á
þeim þremur áratugum, sem
síðan eru liðnir, hefur alþýða
Ráðstj órnarlýðveldanna orðið
að heyja harða baráttu og
fórna miklu til þess að fram-
kvæma hugsjónir sínar og ná
því takmarki, er hún setti sér
um leið og hún tók völdin í
sínar hendur. En þrátt fyrir
allt, þrátt fyrir harða bar-
áttu við erlendar innrásar-
hersveitir og innlenda gagn-
byltingarheri á fyrstu árunum
eftir byltinguna, og þrátt fyrir
þær ógnir, sem yfir sovétþjóð-
irnar dundu í siðustu heims-
styrjöld, hefur undraverður
árangur náðst í þesari baráttu.
Á þessum 30 árum hafa Ráð-
stjórnarlýðveldin sannað fyrir
öllum, sem sjá vilja og viður-
kenna sannleikann, yfirburði
hins sósialistiska skipulags yf-
ir auðvaldsskipulaginu. Þessir
yfirburðir komu t. d. glöggt i
ljós á kreppuárunum fyrir
stríð. Þegar allar þjóðir auð-
valdslandanna bjuggu við at-
vinnuleysi og afturför í verk-
legum framkvæmdum, hafði
hver hönd í Ráðstjórnarríkj-
unun nóg að starfa og stór-
kostleg afrek voru unnin þar
á öllum sviðum, bæði verkleg-
um og andlegum. Rússland,
sem áður bjó við miðalda
framleiðsluhætti, komst í röð
þeirra landa, er fremst standa
í iðnaði og landbúnaði, og
þeirri stöðu hefur það haldið
siðan. Þá má minna á afrek
sovétþjóðanna í síðustu heims-
styrjöld, en þau eru einmitt
nærtækasta dæmið um yfir-
burði hins sósíalistiska skipu-
lags.
Frá því alþýða Ráðstjórnar-
lýðveldanna tók stj órnartaum-
ana í sínar hendur og fram á
þennan dag, hefur auðvaldið
í heiminum beitt öllum ráðum
til þess að koma henni frá
völdum og hindra áform henn-
ar. Lygin um það, sem gerzt
hefur og gerist í Ráðstjórnar-
lýðveldunum, hefur verið og
er enn í dag takmarkalaus. I
dag er það auðvald Bandaríkj-
anna, sem hefur forustuna í
þessum áróðri. Striðsæsinga-
18. tölublað.
menn þess krefjast nýrrar
styrjaldar gegn Ráðstjórnar-
lýðveldunum.
Þessir herrar fórnuðu engu
í síðustu styrjöld. Auður þeirra
óx. En alþýðan í heiminum,
sem varð að þola allar hörm-
ungar styrj aldarinnar, þráir
ekkert heitar en að friður
haldist. Hún vill að það auð-
magn, sem til er í heiminum,
og þær framfarir og uppfinn-
ingar, sem nú hafa verið gerð-
ar, verði notaðar til þess að
bæta lífsafkomu þjóðanna og
auka sanna menningu þeirra.
En það verður því aðeins, að
alþýða allra landa fari að
dæmi rússnesku alþýðunnar og
taki völdin í sínar hendur.
Alþýðan og allir framfara-
og frelsisvinir i heiminum
gleðjast yfir þeim sigrum, sem
sovétþjóðirnar hafa unnið á
þessum 30 árum, og þó að auð-
valdið eigi nú vaxandi gengi
að fagna víða um heim hefur
vegur sósíalismans einnig vax-
ið mjög mikið, mörg lönd hafa
komið á hjá sér skipulagi sósí-
alismans að meira og minna
leyti. Allt þetta sýnir, að „dag-
urinn fer sína leið yfir löndin,
hve langt sem hún teygir sig
— brúna höndin“, að þrátt
fyi’ir allt, nálgast það takmark,
sem sósíalistar og verkalýður
alls heimsins stefnir að.
--- 0----------
Síldveiðin.
Samkvæmt upplýsingum,
sem Báldur hefur fengið hefur
mb. Huginn II. aflað 4723 mál
og tunnur og mb. Richard 1444
mál og tunnur síldar í haust.
Eru þau einu skipin héðan,
sem verulega veiði hafa feng-
ið, en þess ber að gæta að skip
frá h.f. Nirði og Samvinnufé-
laginu, sem þessa veiði ætluðu
að stunda, byrjuðu það seint,
að aðalveiðihrotan var búin og
náðu því ekki nema í mjög lít-
inn afla.
Undanfarið hefur lítil sem
engin síld veiðst hér í Djúpinu.
Veldur því óhagstætt tíðai'far
en þó einkum það, að síldin
hefur dýpkað á sér, þegar veð-
ur kólnaði.
Mikil síldveiði er nú sögð á
Suðurlandi.
------0-------