Baldur - 07.11.1947, Qupperneq 2

Baldur - 07.11.1947, Qupperneq 2
2 BALDUR BALDUR VIKUBLAÐ Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór Ólafsson frá Gjögri. Árgangur kostar 10 krónur. Ritstjórn og afgreiðsla: Smiðjugötu 13. Sími 80. — Pósthólf 124. Gjalddagi 1. júlí. Þing Sósíalista- flokksins. Sjötta þing Sameiningar- flokks alþýðu — Sósíalista- floklcsins — var sett í Reykja- vík s. 1. laugardag, og sækja það 77 fulltrúar frá 18 félög- um innan flokksins. — Fyrir þessu þingi liggja til úrlausn- ar mörg og mikil vandamál, sem snerta mjög alþýðu þessa lands og alla þjóðina. Má þar meðal annars nefna atvinnu- og gj aldeyrismálin, sem núverandi ríkisstjórn stefnir i hreina óvissu og öng- þveiti og ætlar sér að leysa á kostnað alþýðunnar einnar, en hlífa þeiin, sem fjármagnið eiga og besta getu hafa til að taka á sig þau útgjöld og þær fórnir, sem nauðsynlegar eru til að leysa þessi mál. Sósíalistaflolckurinn er jiú eini stj órnmálaflokkurinn hér á landi, sem berst fyrir hags- munum alþýðunnar i landinu og fyrir þvi að frelsi hennar og frelsi og sjálfstæði allrar þjóðarinnar sé í engu skert. Allir aðrir flokkar standa þar á öndverðum meið. Stefna þeirra er að ríra kjör almenn- ings en stuðla að því að hinir ríku verði enn rikari, og það er ekki aðeins að foringjar þessara flokka vinni þannig i þjónustu innlendra stórgróða- manna, heldur liggja. þeir hundflatir fyrir erlendu valdi, sem hingað seilist til valda og áhrifa, samanber flugvallar- samninginn. sem þingmenn þessara flokka samþykktu i andstöðu við alla þjóðina, og verja nú eins og lífið úr brjósti sér, þrátt fyrir það að þessi ó- heillasamningur hefur verið þverbrotinn af hálfu hins er- lenda aðila. Baldur lætur að þessu sinni nægja að benda á þessi þýð- ingarmiklu atriði af þeim verkefnum, sem flokksþingið hefur til úrlausnar, en mun síðar skýra nánar frá gjörðum þess, eftir því sem rúm blaðs- ins leyfir. ------0'....- Haukur Helgason: Um si ávarútvegsmál. Framhald. Úrræði sósíalista... Það, sem við sósialistar leggjum til — til viðreisnar sj ávarútveginum — er i fyrsta lagi, að rikissjóður taki á sig ábyrgð á fiskverðinu, í öðru lagi að vextir af lánum til sjávarútvegsins verði stórlega lækkaðir og jafnframt verði lánin veitt til lengri tíma en nú er og í þriðja lagi að hið opinbera geri sérstakar ráð- stafanir til lækkunar á trygg- ingaiðgjöldum, olíurn, veiðar- færum og viðgerðarkostnaði. Um fiskábyrgðina mun ég síðar ræða, en hvað lánsvöxt- unum viðvíkur þá er rétt að minna á, að hagur bankanna er nú það góður, að kleift ætti að vera að lækka stórlega vexti af lánum til sj ávarútvegsins. Landsbankinn einn græddi t. d. síðastliðið ár 14,2 milj. kr. og var það helmingi meira en árið áður. Ef ekki þætti lcleift að láta alla vaxtalækkunina koma. niður á hagnaði hank- anna, ])á mætti auðveldlega hækka vexti af lánum, sem veitt eru í verzlunina, einkum heildverzlunina. Er ekki nema eðlilegt, að gerður verði mikill munur á vaxtakjörum verzl- unarinnar annarsvegar og vaxtak j örum sj ávarútvegsins hinsvegar. Við sósíalistar teljum, að ríkisvaldið eigi að öllu leyti að taka í sínar hendur tryggingar á bátaflotanum og lækka mjög iðgjöldin, — þannig að sam- ræmi yrði á milli getu útvegs- ins og þarfar viðkomandi tryggingaarstofnunna. Við sósíalistar teljum, að liið opinbera eigi sjálft að hafa á hendi sölu á olíum og veiðar- færum eða að samtök útvegs- manna sjálfra tæki slíka verzl- un að sér. Afleiðing þess myndi verða stórfelld lækkun á þessum útgjaldaliðum. Þá teljum við að verðlags- yfirvöldin ættu að nema úr gildi aðferð þá til álagningar, sem nú er viðhöfð í sambandi við viðgerðarkostnað, Hingað til hefur þessu ekki fengist breytt. En segja má að þótt oft áður hafi vei’ið þörf fyrir end- urskoðun á þessu atriði þá er nú fullkomin nauðsyn á henni. Fiskábyrgðin... Síðast en ekki sízt telj um við sósíalistar, að ríkið eigi að á- byrgjast fiskverðið. Margur telur, að hér sé farið inn á ó- eðlilega braut, að útilokað sé til lengdar að „styrkja“ aðal- atvinnuveg þjóðarinnar — og skal þvi farið um þetta nokkr- um orðum. Eitt helzta einkenni sjávar- útvegsins er óvissan, ekki að- eins um veðurfar og afla held- ur einnig um söluverð sjávar- afurðanna, einkum — eins og sakir standa — um söluverð hraðfrysta fisksins og salt- fisksins. Þessi óvisa er m. a. ein aðalorsök fyrir áðumefnd- um fjárskorti sjávarútvegsins. Þeir, sem fjármagninu ráða, setja ógjarnan fé sitt í fj'rir- tæki um hvers afkomu full- komin óvissa ríkir. Fiskábyrgðin nemur í burt óvissuna um hvað útgerðin fær fyrir afla sinn. Er það út af fyrir sig ekki nema eðlileg ráð- stöfun af hálfu hins opinbera. En meira en það. öryggið um afurðaverð — sé það miðað við góða afkomu — gerir það að verkum að hverri fleytu verð- ur ýtt úr vör og við það skap- ast atvinna og erlendur gjald- eyrir. Hvorttveggja þetta, at- vinna og erlendur gjaldeyrir, er lífsnauðsyn þjóðinni. At- vinnan skapar kaupgetu og góð kaupgeta almennings er ein af þeim stoðum, sem menningarlíf er hyggt á. Þess- vegna er mikið fyrir gefandi að blómlegt átvinnulíf haldist. I raun og veru er það mesta sóun á verðmætum, sem hugs- ast getur, að þola ástand þar sem hver hönd hefur ekki at- vinnu. Fiskábyrgðin tryggir sem sé atvinnu og allt sem tryggir at- vinnu er eðlilegt. Þá er það með „styrkinn“ til handa út- veginum. Hvað er verið að „styrkja“ og hverjir „styrkja“? Það, sem um er að ræða, er að tryggja útgerð landsmanna með ráð- stöfunum, sem ef til vill geta kostað ríkissjóð eitthvert fé. „Ef til vill“ segi ég aftur, því það þarf síður en svo að vera tilfellið. A. m. k. má illa fara ef útgjöld ríkissjóðs, vegna fiskábyrgðar kæmi ekki marg- falt aftur með auknum greiðsl- um í þennan sama ríkissjóð, auknum greiðslum frá mönn- um og fyrirtækjum, sem gætu innt greiðslur af hendi vegna þess að atvinna væri en ekki atvinnuleysi. Ef um útgjöld væri að ræða þá aflar ríkið þess fjár hjá landsmönnum öllum m. a. sjómönnum. (En auðvitað ætti að afla þess hjá stórgróðamönnunum.) El* þá ekki um annað að ræða en að þær stéttir, sem eiga svo mikið undir sjávarútvegin- um, án þess þó að taka virk- an þátt í honum, endur- gjalda aðeins til útvegsins hlut af þeim fríðindum, sem hann veitir þeim. Fiskábyrgðin í fyrrahaust... I fyrrahaust tók ríkissjóður á sig ábyrgð á fiskverðinu svo sem kunnugt er. Tryggði sú á- byrgð rekstur flotans, sem ann- ars hefði stöðvast. Hvernig fór um þessa á- byrgð? Málgagn heildsalanna, Vísir, sagði fyrir skömmu, að útgjöld ríkissjóðs vegna á- byrgðarinnar myndu verða um 70 milj. kr. Aðrir hafa fleiprað á sama veg. Hið sanna er, að útgjöld ríkissjóðs vegna ábyrgðarinnar, sem eins og áð- ur er sagt tryggði rekstur flot- ans, mun nema sem næst 11 milj. kr. Aðeins ellefu miljón krónur þrátt fyrir ýmsar erf- iðar aðstæður, sbr. það, að saltfiskverkun var mjög mikil í fyrsta skiptið í mörg ár, sbr. það, að seint var byrjað á sölu- samningum og sbr. loks það, að núverandi ríkisstjórn hefur haldið mjög illa á afurðasölu- málunum. Skal nú rökstutt að útgjöld ríkissjóðs munu að forfalla- lausu ekki nema meir en 11 milj. kr. vegna fiskáhyrgðar- innar. Saltfiskurinn... Heildarframleiðslan á salt- fislci í ár mun nema 26000 til 28000 tonn. Að vísu hafa skýrslur talið framleiðsluna meiri, eii þær skýrslur stand- ast ekki uppviktun þar sem rírnun hefur orðið mikil. All- ur þessi fiskur er seldur. Mestur hlutinn hefur verið seldur gegn frjálsum gjald- eyri á kr. 1,60 til kr 1,95 pr. kg. fob. 2500 tonn voru seld á miklu meira verði — kr. 3,00 — pr. kg. fob. — gegn lírum. Skv. upplýsingum fjármála- ráðherrans, Jóhanns Þ. Jósefs- sonar, nemur ábyrgðarverð saltfisksins kr. 54.480.000,00, en andvirði þess, sem selt hef- ur verð, er kr. 44.150.000,00. Mismunurinn, sem fellur á rík- issjóð, er því kr. 10.330.000,00. Hraðfrysti fiskurinn... Heildarframleiðslan á hrað- frystum fiski nam 1. sept. rúmlega 24.000 toimum. Af þessu magni er þegar selt á fullu ábyrgðarverði um 18.300

x

Baldur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.