Baldur - 23.12.1952, Blaðsíða 3
BALDUR
xvm. ÁRG.
Isafjörður, jólin 1952.
22.—24. tölublað.
SÉRA JÓNMUNDUR HALLDÓRSSON:
Brot
úr jólahugvekju
Lúk. 2,12.
Hin dimma, langa og kalda næturvaka dauðans
var að hverfa inn í stjörnubjartan himinljóma lífs-
ins. I morgunsári kristinnar ómaði gleði boðskapur
jólavöku lífsins út yfir veröldina: „Hafið þetta til
marks: Þér munuð finna ungbarn, reifað ungbarn
og liggjandi í jötu. Það er merkið, táknið, sönnun-
in. Lifandi ungbarn. Það er staðreyndin. Hin eilífa,
heilaga staðreynd lífsins.
Þetta er hjartablað, lykill, leyndardómur og
kjarni kristinnar trúai\ svo jólatrúar sem annarar.
Hún byrjar sem heilagur, holdgaður sannleikur,
sem ekki er unnt að traðka. Staðreynd, sem ekki
verður véfengd, né fram hjá komizt. Holdgaður
sannleikur. Orðið, sem varð hold, er þarna. Það er
ekki um að villast. Hafið það til marks: Ungbarn.
Indverjinn (Buddha) myndi hafa sagt: Þér mun-
uð finna undursamlegt ljós, dásamlegan sannleika.
Hafið það til marks. Kínverjinn (Kong-fu-tse)
myndi hafa sagt: Þér munuð finna réttar lífsregl-
ur, siðferðisleg vébönd. Hafið það til marks. Grikk-
inn — og á eftir honum — Rómverjinn — mundi
hafa sagt: Þér munuð finna heimspekilega hugs-
un. Hafið það til marks. En guðspjallið, fagnaðar-
boðskapur jólanna og lífsins segir: Þér munuð
finna ungbarn.
Hið leyndardómsfulla ljós, hin æðsta og full-
komnasta siðaregla, hin heimspekilega hugsun —
og allt hitt — allt hafði þetta sameinast í persónu-
legri, holdi klæddri lífveru. Guðsþrá, trúarþörf
mannshjartans og sannleiks- og ljósleit aldanna og
kynslóðanna var orðið allt að áþreifanlegri stað-
reynd. Þannig byrjaði Kristslíf veraldar, holdi
ldædd guðvera. Og þannig heldur það sigurför
sinni áfram til enda þessarar veraldar inn í jóla-
vöku eilífs lífs.
Barnið varð sameiningartáknið, aflgjafinn og
hjartablað lífsins. í barninu mættust andstæðurn-
ar. Barnið varð samfundastaðurinn, lögrétta Guðs
og manns. Maðurinn í Guðs leit og Guð í mannsleit
mættust þar og sameinuðust í honum um eilífð.
Efnið og andinn hafa sameina^t í Mannssyninum
eftir þúsunda ára þrotlaust strit og ósigra. Hið
náttúrulega og yfirnáttúrulega sameinast og sam-
lifir í honum, er runnið honum svo í merg og blóð,
að ógerningur er að segja, hvar mörkin eru. Hið
hlédræga og umburðarlynda og hið herskáa og ein-
valda er svo samtvinnað í eðli hans, að hann er
hennannalega mildur og miskunnsamlega her-
mannlegur. Hin blíða lyndiseinkunn konunnar og
hin hetjulega skapgerð karlmennisins eru svo sam-
ofnar í persónu hans, að hann er hin sígilda og
eilífa fyrirmynd bæði karla og kvenna — og eilíf
opinberun um þrótt föðurelsku og mýkt móður-
elsku Guðs. Framvinda vestrænnar menningar og
kyrrð og dul Austurlanda fallast í faðm í faðmi
hans.
Hinn nýi maður, endurfæddur frá hæðum og hið
nýja þjóðskipulag: Guðs ríki á jörðu, er boðskap-
ur hans og gjöf til vor. Hafið þetta til marks. Það
er staðreynd. Svona er þessu komið. Grátandi ung-
barnið verður aldrei ánægt, lætur aldrei huggast
með móðurhugmyndina, eina samt. Veröld, sem er
þjökuð af synd og sorg og sigrum, nýtist ekki
mannsæmileg frelsishugmynd, eða hugsjónin ein.
Hún verður að eignast raunverulegt frelsi. Veröld-
in verður að eignast Frelsara. — Það er jólaboð-
skapurinn.
jót!