Ingjaldur - 01.06.1932, Blaðsíða 1

Ingjaldur - 01.06.1932, Blaðsíða 1
INGJALDUR I. árg. Vestrriarmaeyjum í júní 1932 1. tbl. lngjaldun rÚt reri einn á báti lngjaldr í skinnfeldi“. Það gengur eitthvað stirðlega að gera út blöð hér í Eyjum. Útgerðin sú þykir bera sig enn BÍður en hin. Það er harla ólíklegt, að aIngjaldur“ verði þar nein undantekning, þar eð slikt vakir alls ekki fyrir útgef. Hann rær þar einn á báti og býst hvorki við að útgáfan beri sig eða að bann hafi tíma aflögun til þess að gera blaðið þannig úr garði, að viðunandi megí kallast. Hinsvegar mun reynt að láta ekki Btaðar numið við þetta eina blað, þó að óvíst sé hvenær framhaldið verði. K. L. Vatnsmái Eyjanna, Það er nú komið ár síðan ég skrifaði grein með þessari fyrirsögn í »Víðic. Þá var eins og nú, um verulegan vatnsskort að ræða og horfði til vaudræða. Ég stakk þá upp á þeim bráða- birgðaúrræðum, að endurbæti Lindina í Herj- ólfsdai, þróna undir Löngu og auka vatnið með bruungreftri undir Hlíðarbrekkum. En aðal- uppástunga min, sem ég reyndi að rökstyðja í nefndri grein, var að gera mönnum skyldugt að stækka brunnana og fjölga þeim, og að bæjarfélagið gengist fyrir þessu og aflaði fjár til þess með lántöku eins og önnur bæjarfélög hafa gert, þegar þau hafa ráðíst í almennar vatnsveitur. Því að þetta taldi ég alveg hlið- stætt brunnagerð hór, eins og til hagar. Síðan þetta var ritað hefur Lindin verið endurbætt. Mun enginn meiningarmunur um það, að Líndin hafi verið til stórrar hjálp- ar í vgtnsleysinu í ár. Auk þess fylgir því vatui sá kostur, að það er mjög gott og að ég hygg heilnæmt. Hinum uppástungum minum hefur því miður ekki enn verið neinn gaumur gefinn, og skal því hér aftur lítilsháttar vikið að því málí. Það er leiðinlegt að sjá vatnið undir Löngu, aem er blátsért og hressandi, renna út úr geymsluþrónni, jafnvel i þurkasumrum, af þvi að þróin er of lítil. Það er innan handar að gera þar svo mikla vatnsþró að hún fylliat aldrei eða mjög seint. Mundi með þeim hætti að ég held, fást allmikið vatn, sem innan handar væri að leiða í vatnsslöngu eða slögnum á sjávarbotni yfir höfnina. Ég hefi ekki næga þekkingu á þvi, hvernig hagar til undir Hlíðarbrekkum og hvort þar hafa farið fram nægilega itarlegar rannsóknir. En grun- ur minn er sá, að alveg eins og gott og tært vatn fæst undan fjallinu í Dalnum, hljóti að vera auðið að fá slikt vatn undir Hliðarbrekk- unum, með því að taka það nógu ofarlega eða hafa brunnana nógu víða utn sig en grunna, eða ef til vill þó helst með því að hafa brunna þarna gerða eins og brunnurinn er við Lindina. Steinsteypt heild, opið en þar sem ferska vatnið rennur inn. Þá yrði það ósalt og jafngott og . vatnið í Dalnum. Þetta eetti að vera búið að gera og þetta má að m. k. gera nú þegar. Til- raunir einar geta skorið úr því, hve nálægt yfir- borði jarðar vatnið á hinum ýmsu stöðum þarna rennur inn í brunnana. Eftir því og stóstraums- flæðarmálí verður að haga sér. Á siikum fjárhag8örðugleika-tímum sem þess- um, er vitanlega ekki kleift að ráðast i stór- virki. Eyðsla úr ríkissjóði undanfarin ár hef- ur séð um það, að sá sjóður veitir engin lán í bili, og að jafnvel ábyrgð bana er lítils virði. En.alíir vita um hag bæjarsjóðsins hér. Hann safnaði aldrei í sjóð sinn á góðu árunum. Slíkt er enginn siður í bæjum eða sveitum, hér fremur en annarsstaðar *. * Eg stakk upp á því í blaðagrein fyrir mörgum árum, að leggja árlega til hliðar 5°/0 af niðurjöfn. útsvörum. M. ö. o. hafa þau 5% hærri þess vegna en nauðsýn krefði.

x

Ingjaldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingjaldur
https://timarit.is/publication/1022

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.