Ný dagsbrún - 01.01.1976, Side 4
Síðbúinn Dagsbrúnarfundur
Eiga verkamenn að bera
byrðar auðvalds-
kreppunnar?
Fundur í verkamannafélag-
inu Dagsbrún um samninga-
málin var loks haldinn 28.
des. — og var þar samþykkt
umboð til félagsstjórnar „að
félagið taki þátt í samninga-
viðræðum verkalýðsfélaganna,
sem nú fara fram fyrir tilstilli
Alþýðusambandsins við at-
vinnurekendur og ríkisstjórn".
Þær viðræður eru nú fvrir
löngu byrjaðar mcð þátttöku
Dagsbrúnar alveg umboðslaust
þar til nú. Fundarmenn stóðu
því frammi fyrir gerðum hlut,
eins og jafnan síðari árin,
enda var tillagan samþvkkt.
Dagsbrúnarstjórnin lofaði
því á næst síðasta fundi að
fundur yrði haldinn í nóvem-
ber, fyrir kjararáðstefnu ASÍ
2. des., til þess að ræ^a kjara-
málin og hver háttur yrði
hafður á þeim af Dagsbrúnar
hálfu. Pað loforð sveik stjórn-
in. Fyrir forgöngu Baráttu-
samtaka verkafólks kröfðust
100 Dagsbrúnarmenn fundar
með undirskriftum. Pessa
kröfu mun stjórninni hafa
þótt ísjárvert að hundsa og á-
hættulaust að ganga að, þar
sem málin voru þegar komin í
hendur 18-manna nefndar AST.
Það bar til nýlundu á fundi
þessum, að fundarstjóri (Eð-
varð formaður) boðaði tvær
framsöguræður, aðra af hálfu
stjómarinnar en hina af hálfu
þeirra sem fundarins kröfð-
ust. Guðmundur J. Guðmunds-
son hafði framsögu af hálfu
stjórnarinnar. Lagði hann út
af kjaramálaályktun ASt-
stjórnar og kjaramálaráð-
stefnunnar 2. des., og taldi
henni allt til gildis, einkum
það, að henni væri ætlað að
draga úr hraða verðbólgunn-
ar og tryggja atvinnu. Kvað
Guðmundur alla verða að
„einhenda sér" að þessu verk-
efni. Ekki tókst honum þó að
gera það sennilegt að tillögur
ASÍ fælu í sér ráðstafanir sem
að gagni mundu koma gegn
dýrtíð og atvinnuleysi sem
ekki var von, en aðalatriði
þeirra komu skýrt fram hjá
Guðmundi, þau að engar al-
mennar kauphækkanir mætti
gera og styðja ætti við bakið
á atvinnurekendum, einkum í
sjávanitvegi sem hann nefndi
„grunnatriði" íslensks atvinnu-
lífs. Var Guðmundi allmjög
bmgðið frá næst síðasta fundi,
þar sem hann dró þá réttu á-
lyktun af minnkandi vinnueft-
irspurn, sem að sjálfsögðu
kæmi ekki síst niður á yfir-
vinnunni, að hækka bæri dag-
kaupið.
Þá lagði Guðmundur J.
„þunga áherslu" á að knýja
fram skýlaus loforð frá ríkis-
stjórninni um að þær kjara-^
bætur sem nást kynnu yrðu
ekki teknar aftur! Og fari svo
að ríkisstjórnin fallist ekki á
sefnuskrárplagg ASÍ, taldi
Guðmundur ekki annað fyrir
hendi en að „beita samtaka-
mættinum", auðvitað af „full-
um þunga".
Guðmundur Hallvarðsson
hafði orð fyrir undirskrifend-
um. Deildi hann fast á stjórn
félagsins og „verkalýðsaðal-
inn" í heild fyrir ólýðræðisleg
vinnubrögð í kjaramálunum.
Átján manna nefndin væri um-
boðslaus af hálfu Dagsbrúnar.
Kjararáðstefnu ASI hefði átt j
að halda miklu fyrr, t. d. í
september, til þess að unnt
væri að ræða kröfur og starfs-
aðferðir í félögunum. Dags-
brúnarstjórnin hefði svikist
um að halda fund í nóv. fyrir
ráðstefnuna og þessi fundur
væri eingöngu haldinn vegna
kröfu 100 félagsmanna. Guðm.
H. kvað stjómina beita þess-
um ólýðræðislegu aðferðum til
þess að viðhalda forræði sínu
í samningamálunum. Því næst
sneri G. H. máli sínu að sam-
þykkt ASÍ og kjaramálaráð-
stefnunnar og kvað réttilega
að tilgangur ASÍ væri sá, að
láta verkamenn taka á sig
kreppu auðvaldsins að sínum
hluta, ályktunin væri sameigin-
leg stefnuskrá Alþýðuflokks og
Alþýðubandalags. Hún væri
nokkurn veginn samhljóða til-
lögum Gylfa Þ. Gíslasonar og
hugsuð sem málefnasamningur
nýrrar vinstristjórnar. I kjara-
málunum bar Guðm H. fram
kröfu Baráttusamtaka verka-
fólks um að dagvinnukaupið
— 40 stunda vinnuvika —
hækkaði að því marki að það
eitt væru nægar framfærslu-
tekjur, eða upp í 120 þús.
kr. á mánuði, ásamt vísitölu-
tryggingu.
Umræður urðu miklar á
fundinum, en ekki er rúm til
Framhald á 3. síðu.
Blikksmiðjan
Vogur h.f.
AUÐBREKKU 65,
KÖPAVOGI
Góða nótt
Það er ætið óvarlegt að geyma peninga eða aöra fjármuni í misjafnlega traust-
um geymslum, - hvort sem þær eru í heimahúsum eða á vinnustað.
Með næturhólfum veitir Landsbankinn yður þjónustu, sem er algjörlega óháö
afgreiðslutíma bankans. Þjónusta þessi hentar bæði fyrirtækjum og einstakling-
um; gerir yður mögulegt að annast bankaviöskipti ó þeim tima sólarhringsins,
sem yður hentar best; sparar yöur fyrirhöfn; tryggir yður trausta og örugga
geymslu á fé og fjármunum.
Kynnið yður þjónustu Landsbankans.
Annast lofthita-
o£ loftræstilagnir í
alls konar byggingar og
aðra alhliða blikk-
smíðavinnu.
Einnig
burrkklefalokur.
SÍMAR:
40340 verkstjóri
40341 teiknistofa
og skrifstofa
40342 framkvæmda-
stjóri.
Blikksmiðjan
Vogur h.f.
NÝ DAGSBRÚN
Janúar 1976
Alþýðubankínn
Framhald af 1. síðu.
frv. En hver er svo bjartsýnn
að hann geti látið sér til hug-
ar koma að slíkt verði gert?
Bankaráðið hefur
brugðist skyldum sínum
Formaður bankaráðs og for-
seti ASÍ sögðu í sjónvarpsvið-
tali að í apríl í vor hefði allt
verið í stakasta lagi með rekst-
ur Alþýðubankans. En í nóv-
ember er svo komið hag bank-
ans vegna „aðgæsluleysis"
bankastjóranna að meira en
helmingur starfsfjárins er
bundinn í stórlánum til átta
aðila og miljónatugir af því
fé án nægilegra trygginga svo
taka varð 125 miljóna króna
skyndilán til þess að bankinn
gæti haldið áfram störfum.
Björn Jónsson hefur látið hafa
eftir sér í blaðaviðtali (Þjóðv.
10. des.) að „útlánastefnu
bankans hafi verið breytt á
þessu ári frá því sem var ætl-
unin við stofnun hans og með
starfrækslu hans af hálfu
verkalýðssamtakanna".
Hvernig gat þetta skeð án
vitundar bankaráðs? Getur
það sloppið með hreinar hend-
ur frá þessu máli?
Engan vegin. Hér kemur að-
eins tvennt til greina: Annað
hvort hefur. bankaráðið. brugð-
ist eftirlitsskyldu sinni gagn-
vart bankanum í fjóra til
fimm mánuði, eða það hefur
vitað um gerðir bankastjór-
anna og samþykkt þær bein-
línis, eða óbeinlínis með af-
skiptaleysi og þykist svo
hvergi hafa nærri komið þegar
bankaeftirlitið upplýsir að f ó-
efni er komið. Hvort sem
sannara er, hefur bankaráðið
brugðist skyldu sinni eins og
hún er mörkuð í samþykktum
bankans og reglugerð. — 1
samþykktum bankans segir
svo: „Bankaráðið hefur æðstu
forstöðu Alþýðubankans — —
— Því ber þess vegna:--------
Að segja fyrir um og hafa eft-
irlit með starfrækslu bankans"
o.s.frv. Bankaráði er skylt að
halda „reglulega fundi — eigi
sjaldnar en tvisvar f mánuði
hverjum". (25. og 24. gr.
Samþ.). Samkvæmt reglugerð
bankans (39. gr.) skal banka-
stjóri leggja fyrir bankaráð á
fundum þess skýrslu um út-
lán bankans.
Af orðum og yfirlýsingum
bankaráðs liggur beint við að
álykta að það hafi enga fundi
haldið mánuðum saman, og af
þeim sökum engar skýrslur
fengið um útlán bankans. En
að enginn bankaráðsmaður
hafi vitað neitt um framferði
bankastjóranna, því verður
ekki trúað að óreyndu.
Rannsókn á störfum
bankaráðs
Einn af hluthöfum - bankans,
Kristján Jóhannsson verka-
maður hefur óskað eftir því
með bréfi til saksóknara rík-
isins að rannsókn sé gerð á
störfum bankaráðs og er
beiðni hans nú komin í hend-
ur yfirsaksóknara. Má því
vænta þess að þankaráðið
verði ekki undanskilið við
rannsókn þessa máls, enda
hlýtur það að vera krafa hlut-
hafanna, sem að langmestu
leyti eru verkalýðsfélögin.
Þess ber að gæta að staða
bankaráðs Alþýðubankans er
önnur en bankaráða ríkisbank-
anna, sem eru kosin af Al-
þingi. Alþýðubankinn er hluta-
félag og bankaráðið er stjóm
þess, kosin af hluthafafundum,
öldungis eins og hvers annars
hlutafélags. Bankaráðið hlýtur
því að bera fulla ábyrgð á
stjórn bankans, og því þýðir
ekkert að reyna að skjóta sér
undan þeirri ábyrgð með fá-
ránlegum vífilengjum, eins og
þeim að þeir hafi ekki vitað
hvað gerðist í bankanum, sem
þeim er falið af hluthöfunum
að stjóma. Rannsóknarbeiðni
Kristjáns Jóhannssonar er í
þágu allra hluthafanna.
Bankaráðið nær allt
í miðstjórn ASl
I bankaráði Alþýðubankans
sija eftirtaldir fimm mennt
Hermann Guðmundsson,
formaður;
Einar Ögmundsson, ^
varaformaður;
Björn ÞórhaTlsson,
Jóna Guðjónsdóttir og
Markús Stefánsson.
Þrír þessara manna eru að-
almenn í miðstjórn ASÍ, þau
Hermann, Einar og Jóna.
Bjöm Þórhallsson er vara-
maður í miðstjórn. Auk þess
er bankastjórinn, Óskar Hal>-
grímsson, aðalmaður í mið-
stjóm (ritari hennar).
Tveir varamenn bankaráðs
eiga sæti í miðstjóm ASl, þeir
Snorri Jónsson, varaforseti
ASl og Óðinn Rögnvaldsson.
Þessi vægast sagt óviðfelldna
samfléttun bankaráðs og ASl-
miðstjómar sýnir í einkar
skæra ljósi þá alkunnu reglu
sem gildir í forastu verka-
lýðssamtakanna að engar lykil-
stöður fara út fyrir mjög
þröngan hring — gæðingahóp
(„kamarillu") sem öllu ræður
Hvarvetna þar sem verkalýðs-
samtökin skipa menn í stjórn-
ir eða nefndir sjást alltaf
sömu nöfnin. I fjölmennustu
félagssamtökum á íslandi er
að dómi forystumannanna,
ekkert mannval til þess að
hafa skynsamlega verkaskipt-
ingu!
Af þessu leiðir m.a., að
sumpart sömu mennimir
sem era nú undir saka-
dómsrannsókn að kröfu á-
kæruvaldsins til þess að
kanna htut þeirra í hinni
hneykslanlegu afglapastjórn
Alþýðubankans, hafa nú
tekið í hendur sfnar for-
ustuhlutverk í kjarabar-
áttu verkalýðsins — með
samningum við ríkisvaldið,
sem ákæruvaldið er hluti
af.