Stormur - 21.10.1925, Qupperneq 1
\
STOR
Ritstjóri Magnús Magnússon
I. árg.
BOVRIL
Ilaltu ju'P viö Bovril ])á ertu
fær í flesfan sjó.
Bovril«fæst alstaðar.
Smjaðrið við bændurna.
iii.
í næstsíðasta blaði var lýst' einhverri
i'egurstu og bestu sveit þessa lands og
búskapnum þar.
Af ásettu ráði var þessi góða sveit
tekin sem dæmi og búskaparlagið þar,
því að hvorutveggja, sveitin og búskap-
urinn, er betra en alment gerist, en þó
skortir svona átakanlega á, að bænd-
urnir þarj hafi notað auð sinn til þess
að gera sér »jörðina undirgefna«, og
njóta þess- unaðar og sælu, sem fagur-
lega setin jörð veitir hverjum óspiltum
manni. — Þrátt fyrir nægileg efni, hefir
margur islenski bóndinn horft sljóvum
vanablindum augum á hrörlegu bæja-
og peningshúsin, ógirtu, kargaþýfðu tún-
blettina og rennandi áburðar-elfuna,
kvika af frjómagni.
Skítugur peningaseðill í kistuhandr-
aða, eða vitundin um það, að eiga
nokkur hundruð eða nokkur þúsund
krónur á sparisjóði eða í banka, hefir
veitt þeim meiri lífsgleði heldur en
rennislétt, kafloðið tún, reisulegar og
fagrar byggingar og afgirtir heimahagar,
sem varðveittu búsmalann og vörðu
landið átroðningi og utanaðkomandi
ásælni.
ginum í dag að telja er verð á Chevrolat bifreiðum, sem h<
»ChassIs« •/« tons kr. 2560,00. — »Truck« YÖrubifroið kr. 3200,00.
»Tonringr« 6 farlieg'a opin kr. 3700,00. — »Soðan« 5 farþega ioknð 2 dyra kr. 5100,00.
»Sedan« 5 fnrþega lokuð 4 dyra kr. 5500,00.
Aliar ofantaldar gerðir eru með hinni afbragðs góðu diskkúplingu,
sogdúnk (Vacuum Tank) og öðrum nýtísku útbúnaði, sem einkennir
aðeins fyrsta flokks bifreiðar.
Rej'kjavík, 15. október 1925.
•Tóli. Olafsson & Co.
Einkasalar Chevrolet bifreiöa.
Ár eftir ár, vetur eftir vetur, hefir is-
lenski bóndinn skjögrast, samankiprað-
ur í hnút, með »fangið« í gegnum
mittisháar kofadyrnar og gefið það roll-
unum, sem mánuð eftir mánuð hafa
jórtrað tugguna sína í dimmum og
daunillum fjárhúskofa, sljóvar og vana-
bundnar eins og eigandinn.
Ár eftir ár, vetur eftir vetur, hefir ís-
lenski bóncíinn horft hluttekningarlaus-
um og köldum augum á »þarfasta
þjóninn« hima upp við hæjar- og pen-
ingshúsin, skjálfandi í næðingunum, og
með eilífðar vonleysi 1 hálflokuðum
augunum. — Og án þess að láta sér
\
bregða, hefir hann hirt hálf-úldinn
húðarsnepilinn af horfallna tryppinUi
sem varð afvelta skömmu áður en
jörðin lifnaði. — Tryppinu, sem hefði
getað gefið honum peningana til þess
að byggja skýli yfir öll sin hross, og
veita þeim nægilegt fóður, þegar gadd-
urinn lokaði björginni, og Guð varð
langþreyttur á heimsku og miskunnar-
leysi »æðstu skepnu jarðarinnar«.
Ár eftir ár, vor eftir vor, hafa vor-
verk íslenska bóndans gengið í það, að
elta fénaðinn upp um fjöll og afréttur,
sem hann hefði getað haft með tölu í
heimahögum, ef hann hefði varið pen-