Stormur - 21.10.1925, Blaðsíða 2
2
S T O R M U R
C
M» HsrmM m, Olsem í
Fyrirliggjandi:
S P I L
frá S. Saiomon & Co.,
með Holmblaðsmyndum. - Margar teg.
inguDum, sem hann hefði getað fengið
fyrir reifin, sem töpuðust, og lömhin,
sem viltust undan, í girðingarefni utan
um beitilandið, og tímann, sem fór i
fjallgöngurnar, í vinnu við það, að setja
girðinguna niður,
Ár eftir ár, vor eftir vor, hefir ís-
lenski bóndinn dútlað við það »að taka
til tóttanna«, hlaða mannhæðar háa
hlaða úr torfuskæklum og tína saman
sprekin, sem brotnuðu um veturinn
undan frostþunga þekjunnar. Og aldrei
hefir sú hugsun flogið að honum við
þetta ömurlega verk, að ekki hefði
nema örlítill hluti af öllum þeim tíma,
sem til þessa fór, æfilanga búskapartíð,
þurft til þess að byggja hlöðu við hvert
peningshús.
Og með aðdáunarverðri ró hefir hann
vor eftir vor staðið i vatni upp að hné
og holdvotur við torfristu, og aldrei
komið til hugar, að hlaðan mundi
spara honum alt þetta erfiði og losa
móður náttúru við andlega og líkam-
lega sársaukann og fegurðailýtin, sem
torfljárinn bakaði henni.
Ár eftir ár, sumar eftir sumar, hefir
hann »hjakkað« í kargþýfðum túnmó-
unum og beitt hugviti sínu og skyn-
semi til þess að finna bestu aðferðina
við það, að kroppa stráin úr þröngum
gjótunum og reikna út, hve mikið tún-
skækillinn minkaði, ef hann væri slétt-
aður.
En út í það heíir hann ekki lagt, að
reikna út, hve mörg strá urðu eftir í
gjótunum og, hve margar krónur hann
borgaði rándýra kaupamanninum fyrir
að snúast í hring utan um snubbóttu
og illyrmislegu þúfuna, sem oft og ein-
att varð verksviti niannsins ofurefli.
Svona aðdáunarvert hefir langlundar-
geðið og þolinmæðin þorrans af is-'
lensku bændunum verið, á undanförn-
um áratugum og öldum. — En þótt
merkilegt sé, hafa »bændablöð« stjóm-
málamannanna aldrei minst á þessa
fögru eiginleika bændanna vorra, og á
stjórnmálafundunum gleymist þetta lika.
Skiljanleg er hún ef til vill þessi
þögn þeirra, þegar betur er að gáð.
Sennilega hefði Magnús Guðmundsson
ekki fengið eins mörg bænda-atkvæði í
Allskonar
sjótry^ingar
og
brunatryggingar
Hring-ið í síma
548, 300 eða 854.
Skagafirði, ef hann hefði komið með
»statistik« yfir það á kosningafundun-
um, hve mörg hross hafa fallið úr hor
í Skagafirði, siðan siðbótin komst á í
Hólabiskupsdæmi hinu íorna.
Og í meira lagi má það vafasamt
teljast, að Eyrarlands-Einar hefði verið
kosinn með miklum atkvæðafjölda í
Eyjafirði, ef hann hefði haft djörfung í
sér til þess að segja bændunum í
Kræklingahlíðinni og Öxnadalnum,
innan til, hve atorkusamir þeir eru
í búnaðinum og þolinmóðir í þessa
heims volki.
Og líklegast hefir það verið skynsam-
legast af Árnésinga-yfirvaldinu og Skál-
holts-bóndanum að tala heldur »ab-
strakt« um bændamenninguna, en fara
ekki neitt sérstaklega að »analysera« þá
í Flóanum.
Og hyggilegra er það fyrir Tryggva
Þórhallsson að semja ættartölur bænd-
anna í Árneshreppi og gefa þeim,
heldur en að taka myndir af býlunum
þeirra og »bátunum« og hengja þær
upp í dyraloftinu í Laufási.
[Frh.]
Þarft fyrirtæki.
„Ingólfur“ ætlar að kanna íslendingum
að eta síld. FlestallSr blaðamenn í Reykja-
vik, landlæknir, próf. Agúst H. Bjarnason
og bankastj. Magnús Sigurðsson búnir að
„Iæra átið".
9
Hringt!
»Halló, hver er það?« spyr eg,
önugur yfir því, að vera truflaður við
það að skrifa um garnagaulið í íslensk-
um háskólastúdentum og »bróður Bryn-
leif«.
»Gísli Ólafsson«, er svarað, »ég vildi
leyfa mér fyrir hönd hlutafél. »Ingólfur«
að bjóða yður upp á síldarát kl. 12 á
hádegi á morgun á Hótel ísland«.
»Upp á síldarát. Guð almáttugur!
Eg hefi verið síldarmatsmaður í 3 ár
og þar á undan var eg í síldarvinnu í
4 ár, og bragðáði aldrei síld allan
þenna tíma. — Rað er ekki matur nema
fyrir útlendinga, Norðmenn og Svía, eða
einhverjar slíkar þjóðir, sem standa á
miklu lægra menningarstigi en við, eða
þurfa að kaupa rándýrt dilkakjöt, vegna
þess að þær hafa ekkert »Sláturfélag
Suðurlands«, til þess að halda kjötverð—
inu í sanngjörnu verði«.
»Eg býst nú samt við því, að yður
smakkist á síldinni hjá okkur, en ef
svo skyldi fara á móti von minni, að
það yrði ekki, þá þurfið þjer samt ekki
að kviða þvi, að fara svangur heim,
því að auk þess verða á borðum
»Ingólfs-bollur«, og það er mér óhætt
að segja, að þær þykja engin fanta-
fæða«.
Eg þaltkaði fyrir boðið og lofaði að
koma.
Þetta var á föstudegi. Á laugardaginn
var uppáhaldsrétturinn minn, og eg þorði
ekki annað en að skjóta því að kon-
unni minni, að geyma mér örlítið, því
að sennilega mundi eg ekki koma svo
vel haldinn heim frá síldarátinu og
bollunum. — Svo fór eg.
Eg kom fyrstur, af þeim er boðnir
voru, á vettvang. — Já, hugsaði eg með
mér, það eru sennilega fleiri heldur en
eg, sem hlakka ekki til borðhaldsins
að tarna.
Á meðan verið er að bíða eftir hin-
um boðsgestunum, sýnir Gisli Ólafsson
mér matföngin, og ósjálfrátt kemur
vatn í munninn á mér. — Síldin er
miklu girnilegri, heldur en eg hafði
nokkru^sinni hugsað mér, að hægt væri
að gera þessa skepnu. Á 11 mismunandi
vegu“hefir hún verið matreidd, og eftir
ytra útlilinu að dæma, sýnist mér allar
tegundirnar jafn lostætar. — En eg