Stormur - 07.10.1927, Page 1
STORMUR
Ritstjóri Magnús Magnússon
III. árg.
Endurskoöunarleysiö.
i.
Viðskiftalíf þjóðar vorrar er sifelt að
verða margþættara, yandasamara og
flóknara.
Nýjar atvinnugreinir og ný atvinnu-
fyrirtæki skapast örar á einu ári nú
en á tug ára fyrir 25—30 árum síðan.
Margir, sem í þessu nýju atvinnu-
fyrirtæki ráðast eru framtakssamir,
ungir menn en lítt efnum Jiúnir. —
Fjármagnið, sem mörg þessara fyrir-
tækja liaí'a því við að styðjast í byrj-
un, er mjög af skornum skamti.
Ekki eru bankarnir þess lieldur
megnugir, að veita þessum nýgræðingi
það lánstraust, sem hann þarf á að
halda.
Ýmiskonar útispjót verða því þessir
menn að hafa til þess að afla sjer þess
fjár, sem þeir þarfnast til rekstursins.
Leiðin, sein oftast mun farin nú,
þegar fjárlitlir menn Jiyrja á fyrirtæki,
sem talsvert fjármagn þarf til, er sú
að stofna hlutafélag. Kosturinn, sem
þeirri aðferð fylgir, er sá fyrir þá, sem
leggja fram féð, að ábyrgðin cr tak-
mörkuð. Þeir eiga ekki annað á
hættunni, ef illa gengur, en að tapa
því fé, sem þeir í upphafi Jögðu fram
i hlut til fyrirtækisins. — Hin geig-
vænlega áhætta Iiinnar talunarkalausu
ábyrgðar gín ekki yfir höfðum þeirra.
Ef örugglega er um alt húið er
heldur ekkert að segja við þessari að-
i'erð, hvað þeim við kemur, sem skifti
eiga við fyrirtækið. — Þeir vita um
höfuðstól félagsins og fjármagn þess og
ef bækur félagsins eru i lagi, og þeir
viðhafa næga aðgæslu, geta þeir í
hverjum tíma séð hvernig hagur fé-
lagsins stendur.
En einmitt vegna þessarar takmörk-
uðu ábyrgðar er það afar þýðingar-
mikið, að bækur félagsins og alt reikn-
ingshald sé glögt og rétt. — Ef svo er
ekki, geta óhlutvandir menn, eða menn
sem tefla ofmjög á hepnina, bakað við-
skiftamönnum félagsins stórtjón.
Nú er það tíðum svo, að þeir menn,
sem i fyrirtækin ráðast, eða þeim
stjórna, eru sjálfir ófærir til þess að
hafa reikningshald og bókfærslu félags-
»ns á hendi, enda þótt færir séu, þá
vinst þeim ekki tími til þess, ef íyrir-
i®kið er umstangsmikið. — Þeir verða
að halda inenn, sem þeir fela þetta
tl-únaðarstarf. En þessir menn geta
Föstudaginn 7. okt. 1927.
verið misjafnlega færir til starfsins og
misjafnlega trúir sínum herra og líka
getur verið, að þeir séu húsbónda sín-
um ofhollir, og verði viljalaust verk-
færi. í höndum hans til þess að blekkja
lánsstofnanir og viðskiftamenn félags-
ins.
Þessi tvöfalda liætta vofir sífelt yfir
meðan endurskoðunin er ekki trygg.
Auðvitað þarf engin að ætla, að end-
urskoðun ein út af fyrir sig, hversu
góð sem liún er, geti komið í veg fyrir
öll vélabrögð, sem samviskulausir en
slungnir fjárbrallsmenn kunna að
finna upp, en þótt svo sé ekki, þá er
hún þó öruggasta vörnin, sem þjóðfé-
lagið getur beitt gegn þeim, sem af
gáleysi eða ásetningi tefla of djarft
ineð eigur annara.
II.
Alþingi hefir samþykt lög um bók-
lialdsskyldu verslana og ýmsra fyrir-
tækja, og það hefir ennfremur sain-
þykt allýtarleg lög um hlutafélög.
Hvorutveggi þessi lög eiga að vera til
verndar viðskiftalífinu og girða fyrir
það, að mönnum haldist uppi fjár-
prettir og óreiða. — Sæmilega mun
rikt vera eftir því gengið, að fullnægt
sé fyrirmælum hlutafélagalaganna um
stofnun hlutafélaganna, en svo mun
líka upptalið. — Eftirlit þess opinbera
nau- ekki lengra, að því er þeim er
kunnugt, sem þetta ritar.
Þrál'aldlega hefir það komið fyrir
við gjaldþrot síðari ára, að bókhaldið
hefir ekld verið neitt, eða jafnvel verra
en ekki neitt, því að svo villandi og
blekkjandi hefir það verið.
III.
Það er eitt af hinum mörgu og
miklu hlutverkum verslunarstéttar
vorrar að ríða hér á vaðið, með að-
stoð löggjafar og stjórnvaldsins, og
16. blað.
gera hér lireint fyrir sínum dyrum.
Hún verður einkum að gæta þess vel
að fjárbrallsmönnum innan stéttar
hennar haldist eigi lengur uppi að setja
blett á stéttina alla og jafnframt þjóð-
ina.
Þegar sviksamlegu gjaldþrotin hverfa
úr sögunni hættir gjammið gegn versl-
unarstéttinni af sjálfu sér og enginn
þorir að neita því, að sú stétt sé ekki
eins þörf og nauðsynleg þjóð vorri,
sem hver önnur. — Enda mun það
sönnu næst, að þjóð, sem segja má,
að eigi alla aflcomu sína undir sölu
markaðsafurða sinna á útlenduifl
markaði, megi síst við því, að versl-
unarstéttin eyðileggist fyrir hennar eða
annara atbeina, eða hvorutveggja.
Tímarnir breytast.
i.
Það eru timamót i sögu og lífi þjóð-
ar vorrar. Þjóðin er eins og ungling-
ur á gelgjuskeiði, þegar draumarnir
eru mestir, þráin takmarkalausust, en
viljaþrekið óharðnað og takmarkið ó-
glögt.
Dalurinn grösugi með berjalautum,
álfum í hól og værum búsmala, sem
unir sér vel í offylli töðugressins, er
orðinn of þröngur fyrir æskulýðinn.
Honum nægir ekki lengur það út-
sýni, sem honum opnast af fjallatind-
unum, þegar hann er að eltast við
skjarra sauði og æskutrylt tryppi. —
Hann vill njóta útsýnisins, frjálsræð-
isins, hirínar takmarkalausu víddar.
Ógnunaryrði gamla mannsins og þol-
inmæðisþras gömlu konunnar hrína
ekki við hann. Hann lætur ekki breima
sig inni, eins og Skarphéðinn gerði
ov/owov/oio\'/o!ov/o ov/oiov/otov/oiov/o
^ d L J L J L JL JL^
Omd•HóTiTö'dmOldTTö o7.Tö ÖmÖIo;.\QIO/.\Q
BLIKKSMIjÐAN OG jARNVERSLUNIN
LAUFÁSVEG 4 — SÍMI 492 — STOFNUÐ 1902.
Afgreiðir eftir pöntunum:
Þakrennur, Þakglugga, Lýsisbraeðsluáhöld, Olíubrúsa, Vatnskassa, Skips-
potta og Katla, Ljósker, Niðursuðudósir o. m. fl.
Fvrirliggjandi: Galv.járn, Zink, Látún, Blikk og Tin.
GUÐM. J. BREIÐFJÖRÐ.