Stormur - 07.10.1927, Síða 2
2
S T 0 R M U R
E
TiiiiiiinirinimriiMTTinniiiTimiiiiniiiiTTTTTT rnmniiiminiiiiiiiinmni b$
iimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiirTiTiiiiiiiiiiiiiimiiii iiiiinimiiiiiiiiiiimiiimn
Islenska ölið
hefir hlotið einróma
lof allra neytenda,
fæst í öllum verslun-
um og veitingahúsum
Olgeröin
Egill Skallagrímsson.
B
H ’TTTTTnTnTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTT TTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTT
BíiiiiiiiiiiiiiiiiiTirTTiiiiiiriiiiiiiIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIl
TTmillW
t.ttttiiiM
forðum til að hlíðnast feigum föður.
— Hann vill standa úti — og berjast.
Látum gamminn geysa
gerrat Þráinn vœgja,
eru einkunnarorð æsku tuttugustu ald-
arinnar. — En Hákon Hlaðajarl verður
að sætta sig við að sjá gamminn sigla
i burtu, hofið brent og Þorgerði Hörga-
brúður færða úr skrúðanum.
II.
Það er þetta, sem er að gerast í
landi Sögueyjunnar, landi „feðra
vorra“. — Að vísu hefir þetta gerst
á öllum öldum, en aldrei eins alment
qg' nú. — Kolbitarnir, sem lágu í
öskustónni og nutu lítils ástríkis af
föður sínum, sökum þess, að þeir voru
latir til skepnuhirðingar og' eyrðu illa
að klóra karlinum föður sínum um
bakið, er altaf að fjölga.
Þeir verða æ fleiri og fleiri synirn-
ir, sem þykjast geta valdið ættartang-
anum og una því ekki að hann hafi
einnngis sögu afreksverka föðursins að
segja. — Þeir vilja líka liregða honum
en láta ekki karlinn einan um frægð-
ina og minningarnar.
III.
Þúfunum fækkar, sléttunum fjölgar.
Tún og engjar og beitilönd eru girt
af. — Sauðurinn fær ekki lengur að
týna af sér ullinni suður í Þjófadöl-
um Kólla gamla fær ekki lengur að
njóta móðurgleðinnar í einveru upp á
Tvídægru.
Skjóni gainli fær ekki lengur að
skjótast í vorgræðinginn í hlaðvarpan-
um, jafnvel Huppa, eftirlætisgoð hús-
freyjunnar, ér ekki lengur leyft að
„rækta“ túnið með slefunni úr sér
Gainli bærinn, með mýsurium, friðn-
um og værðinni, sem afi gamli og
amma undu sér svo vel í, er rifinn
niður til grunna, ekki einn kofi lát-
inn standa til mirija. — Mýsnar flýja
og kötturinn lifir á jurtafæðu og rifjar
angurblítt upp minriingarnar frá
gömlum dögum þegar hann át sig
sprengfullan af volgu músaketi og
gómsætu blóði.
Snati gamli veltir vörigum og skilur
hvorki upp né niður í tilverunni. Hann
er hællur að fara í göngur.
Álftirnar á veiðivötnunum eru orðn-
ar að óljósri mynd í huga hans eins
og líkamningar á andatrúarfundi í aug-
um vantrúa manns.
IV.
Árabátunum fækkar. Togurunum
fjölgar. Miljónir vinnast og miljónir
tapast. Bankar rísa og bankar hrynja.
Eirin er ríkur í dag, orðinn gjaldþrota
á morgun.
Hallir eru reistar, Bjarnaborgir og
pólar.
Tugthúsin stækka og' barnaskólarnir
liækka.
Fjárglæfrum fjölgar, sauðaþjófum
fækkar.
Kirkjur eru hygðar, portkonur „or-
ganisera“ sig.
Guðstrú þverrar, lærðir guðfræðing-
ar vinna álit.
Blöðin stækka, lýgin vex.
Sannleikurinn sigrar. — Svik magn-
ast.
Jónas, deyr. — Jónas fæðist.
Ekki klygjugjarnt.
i.
Dómsmálaráðherrann hefir látið til-
kynna, að hann inuni gegna áfram
störfum sem bankaráðsmaður í Lands-
bankanum, en jafnframt að hann ætli
ekki að auðga sig á seðlunum fyrir
starfann þann, heldur ætli hann að
verja þeim til styrktar fátækum ein-
yrkjum, sem ráðast í nýbýlastofnun.
Nafniö á langfeesfa
gólfáburðinum
MANSiON
Fæst í ðllum versiunum.
Væmnislegt daður og vel falin blekk-
ing er þetta gagnvart alþýðu manna,
sem annaðhvort veit eigi eða hefir
ekki gert sér grein fyrir hversu mikið
starf er ætlað bankaráðsmönnunuin,
samkvæmt Landsbankalögunum frá
síðasta þingi.
Alþýðusm jaðrarinn Jónas Jónsson
ætlast til þess, og sennilega verður hon-
urn að þeirri trú sinni, að almenning-
ur stari á og dái þessa fórnfýsi, en
festi alls ekki sjónir á, að þetta éru
svik við það starf, sem hann hefir tek-
ist á hendur að rækja.
Með þessu er hann að al'la sér ó-
verðskuldaðs lofs fyrir óeigingirni með
því að gefa fé, sem hann tekur án
þess að vinna fyrir þvi, svo sem lög
mæla fyrir og tilgangur löggjafans var.‘
Eftir því sem lögin mæla fyrir er
bankaráðsstarfið svo mikið, að naum-
ast mun þeiin alþingismönnum, sem í
það voru skipaðir, vinnast tími til að
Iejrsa það sómasamlega af hendi, en
því síður er hægt að ætlast til þess að
ráðherra, sem jafnframt er alþingis-
maður, muni anna því, ekki síst ef
hann ver kveldstundunuin til að njósna
um fylgismenn sína og andstæðinga.
Á sínum tíma prentaði Stormur upp
— þegar hann var að víta, að banka-
ráðsstörfin skyldu veitt þingmönnum
— aðalinntakið af því sem bankaráðs-
mönnum er ætlað að gera.
Er það svo langt mál, að hann vill
ekki þreyta lesendur sína á því að,
prenta það upp aftur, en hver sem vill
getur athugað það í Stjórnartíðindun-
um eða Alþingistíðindunum, en skrum-
laust mun það vera, að það sé 2—4
tima verk á dag ef vel á að vinnast.
Er það auðsætt hvort ráðherra, sem
mikinn hluta þingsins er bundinn allan
daginn, oft fram á nótt á Alþingi, og:
þarf auk þess að mæta í stjórnarráð-
inu, getur leyst þetta verk af hendi.
Hefir Jónas Jónsson með þessu sýnt,
að liann vill ekki verða eftirbátur
þeirra manna, sem skirrast ekki, pen-
ingagræðgi sinnar vegna, að taka við
óteljandi störfum, enda þótt afleiðing
þess hljóti að verða sú, að einhver eða
öil verði illa af hendi leyst.