Stormur


Stormur - 01.03.1928, Blaðsíða 1

Stormur - 01.03.1928, Blaðsíða 1
STORMU R Ritstjóri Magnús Magnússon III. árg. Fimtudaginn 1. mars. 1928. 37. blað. Að sitja upp við vegginn. I. Það er einn af þjóðsiðum vor íslend- inga, að þegar vér komum á mannamót þá keppist hver um annan þveran að komast í þau sætin, sem við veggina eru. Ef svo margir eru á mótinu, að allir ná ekki veggsætinu, þá kjósa margir jafnvel fremur að standa, að minsta kosti ef þil er til að halla sér að, held- ur en að taka sæti í miðjum sal. Ef fáir koma á mótið, og svo er venjulegast, ef um einhvern félags- skap er að ræða, sem menn hafa verið nokkra stund i, þá gefur að lita þá einkennilegu sjón, að alt miðbik sal- arins er galtómt, en meðfram veggjun- um húkir maður og maður á stangli eins og einmana grenihrísla, sem veit um ekkert nema sína eigin tilveru. En ef svo ber við, að fundarsalur- inn er með „stúkum“ þá blasir þó við augum þess, sem inn kemur, enn furðu- legri sýn. Þá má svo verða, að aðkom- andi sjái engan í salnuin neina þann, sem er að halda ræðuna. Hann sýnist tala þar yfir tómum stólum. Svo er þó ekki. Út í stúkunum húka nokkrar sálir, taka þar í nefið og jafn- vel skrafa saman og í mesta lagi gægj- ast öðru hvoru yfir bríkina til þess að skygnast eftir, hvort sá sanii er enn að tala, eða annar tekinn við. En svo ber það líka stundum við á landi voru, að enginn nema formaður félagsins sækir fund, og það enda þótt uin félagsskap sé að ræða, sem beinlín- is er myndaður vegna hagsmuna félags- manna. — Og til eru þau félög, jafnvel, sem eru til verndar og hagsmuna heilli stétt, að aldrei er hægt að halda aðal- fund i þeim. — í svo miklum önnum .eru meðlimirnir sífelt. II. Á svona háu stigi höfum vér lslend- ingar staðið fram að þessu í félagsleg- um efnum. — Og á þessu sama stigi stendur allmikill hluti þjóðarinnar enn. Einstaklingnum hefir fundist hann vera sjálfum sér nægur eins og þurs- inn i Pétri Gaut. — Vegna þessa hefir líf margra manna orðið eitt þrotlaust erfiði og óendanlegt bjástur við einskis- verða smámuni. Það er ekki vinnan, ,sein hefir beygt bak Islendinga kynslóð eftir kynslóð og krept hendina, heldur eintrjánings- skapið og útúrborunareðlið. — Skiln- ingsleysið á mátt samtakanna. III. Nokkur hreyfing hefir þó orðið í þessum efnum hjá oss á síðustu árum. Mönnum, sem hafa sameiginlegra hags- muna að gæta og sameiginleg hugðar- mál, hefir farið að skiljast það, að þeir yrðu að hópast saman, en það dygði eigi að hýrast á stangli út við vegginn eins og skepnan, seiji hamar sig við skjólgarðinn í óveðrinu. Innan stéltanna er þessum samtök- um misjafnlega langt komið. Sumar þeirra, t. d. verkalýðsstéttin og bænd- urnir, að nokkru leyti, munu lengst komnar og stéttarmeðvitundin er orðin best vakandi hjá þeim. Mjög óþroskuð eru þá samtökin hjá báðum þessum stéttum enn og að sumu leyti mjög óheilbrigð, því að þau hafa að miklu leyti snúist i stéttabaráttu — ofsókn á hendur öðrum stéttum — en látið sig litlu varða það, sem er aðal- atriðið, að efla sjálfa sig með því að gera sig færari og hæfari i lífsbarátt- unni. Samtök bændanna hafa að þessu að- allega verið tvennskonar, pólitisk og fjárhagsleg. Hin pólitísku samtök hafa verið fal- in i því að keppast við að reyna að halda í úrelt og \itlaust kjördæma- skipulag,, sem hefir gefið þeim meira stjórnmálalegt vald, heldur en þeim ber að réttu, þegar miðað er við fjölda þeirra, framlag til almenningsþarfa og skerfsins, sem þeir leggja til verklegrar menningar vorrar nú. Langsamlega mestur hlutinn af þing- mönnum eru bændaþingmenn, þó býr ekki helmingur þjóðarinnar í sveitum og þessi hluti þjóðarinnar greiðir eigi neina örlítið brot af útgjöldunum til opinberra þarfa. Um menningarafrek þeirra, fram yfir kaupstaðarbúana er það að segja, að fyr- ir 800 árum bjó Snorri Sturluson i Reykholti og saindi Heiinskringlu og bygði sundlaug. —- Nú er Heimskringla varla til á nokkrum bæ og sundþrær þó enn sjaldgæfari,, aðrar en opnar og hálfopnar hlandforir, sem hundar hafa stundum druknað i. — En synir sumra þessara bænda stunda nú fræðiiðkanir í kaupstöðunum. Nú ber auðvitað ekki því að neita, að bændunum ber að þakka, að þeir áttu þessa syni með konum sínum eða á annan hátt, en ekkert réttlæti virðist vera í því að hegna syninum fyrir þetta frægðarverk föðursins, með því að láta hann hafa margfalt minni ihlutunar- rétt um stjórnmál þjóðarinnar en föð- urinn. — Einkanlega þegar þess er gætt, að oft og einatt hefir sköpunar- verk föðursins ekki legið í öðru en því að búa hann til, en aðra þróun sína hefir sonurinn átt öðrum mönnum og sjálfum sér að þakka. En um menningu almennings í sveitum og kaupstöðum verður það sannast sagt, að erfitt verður að gera upp á inilli. — Má vera að bóklega mentunin sé að sumu leyti meiri í sveitum og heilavindingarnir eitthvað fleiri, en menninguna, sem felst i hand- tökum sjómannsins, brestur .margan sveitamanninn. Samtök bændanna um pólitísku yfir- ráðin eru þvi bygð á óréttmætri valda- girnd og yfirráðalöngun, sem pólitískir spekúlantar og misendismenn reyna að æsa upp í þeim. — Menn, sem eru orðnir fölir, niðurslapandi og kvap- holda af drotnunargirni og óhreinum hugsunum. Hin fjárhagslegu samtök bænda- stéttarinnar eru í verslunarmálunum. — Verður að þeim vikið í næsta blaði ásamt fleiru. „Þeir skilyrðislausu" i. Þegar nýja stjórnin tók við völdum í sumar lýsti „Timinn“ því yfir og einn- ig „Alþýðublaðið", að jafnaðarmenn mundu styðja hana fyrst um sinn, án þess, að þeir settu nokkur skilyrði fyrir þeini stuðningi, en stuðningstíminn var ótiltekinn og því gátu jafnaðarmenn, og geta, sagt henni upp allri trú og holl- ustu þegar þeim lízt svo. Ýmsir menn í Framsóknarflokknum, og þar á meðal sumir þingmennirnir. töldu stjóminni þetta mjög til ágætis.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.