Stormur - 09.11.1928, Blaðsíða 1
STORMUR
Ritstjóri Magnús Mag-nússon
IV. árg.
Föstudaginn 9. nóvember 1928.
17. blað.
„Þegnskapur hinna nýríku“.
i.
í 55. tbl. Tímans X. árg. 1926 skrif-
aði uúverandi dómsmálaráðherra grein
er liann nefndi: ^Þegnskapur hinna
nýrikua. Þar segir meðal annars svo:
»ísland var eitt sinn frjálst og sjálf-
stætt ríki í nokkur hundruð ár. En
fyrir aðgerðir spiltra nýrikra manna
glataðist frelsið. Það var skortur á
þegnskap hjá nokkrum af borgurum
landsins, sem kom lýðveldinu á kaldan
klaka. Sú veiki kom fram i þvl, að
sjúklingar þjóðfélagsins vildu að eins
njóta hlunninda, en ekki bera byrðar.
þeir tóku eingöngu tillit til augnabliks-
hagsmuna, en ekki til annara með-
borgara eða þjóðarheilla«.
Síðar í þessari sömu grein segir svo:
»AlIir verða að vera jafnir fyrir lögun-
um. Og ef lögin eru ranglát og vilhöll
þeim »nýríku« nú sem stendur, þá er
takmarkið sjálffundið. Réttlát lög og
hluldrægnislaus framkvæmd þeirraa.
II.
Pað er satt, sem Jónas Jónsson segir
i þessari grein, að ísland var einu sinni
sjálfstætt lýðveldi, en misli sjálfstæði
sitt vegna þess, að nokkrir borgarar
þess mátu meira »augnablikshagsmuni«
— metorð, fé og völd, en þjóðarheill-
ina. — Þessir menn voru meðal annara
Þorvaldur Vatnsfirðingur, Orækja Snorra-
son, Gissur Porvaldsson og Þorgils Skarði.
— Allir þessir menn voru óprúttnir
æfintýramenn, gírugir í fé, metorð og
mannvirðingar, möttu lítils lög þjóðar-
innar og dómsvald, og urðu að lokum
þess valdir, vegna skapsmunabresta
-sinna og siðgæðissljóvleika, að ættar-
land þeirra varð öðru riki að bráð.
Pegar þessir menn urðu banamenn
íslenska lýðríkisins var að sumu leyti
sjálfstæði vort öruggara en það nú
er. Landið var þá sjálfstælt, en nú er
það sambandsland við annað riki og á
enn undir högg að sækja ýmiskonar
mikilvæg réttindi. — Og sutnum þess-
ara réttinda er þannig farið, að sam-
bandsþjóðinni er mikill fjárhagslegur
skaði að því að sleppa þeim. — Jafn-
vel heill stjórnmáiaflokkur f þessu sam-
bandsriki voru — jafnaðarmannaflokk-
urinn danski — á fjárbagslega tilveru
sina að rniklu leyti undir því komna,
að jafnréttis-ákvæðin haldist. — Er það
líka öllum nú vitanlegt, að það voru
ráðandi menn þessa fiokks, sem 1918
lögðu mesta áhersluna á þetta ákvæði
sambandslaganna. — Fyrrum var það
þvi svo, að sjalfstætt ríki hafði að eins
einn konung að etja við, sem ásældist
frelsi þess, en nú höfum vér að etja
við slórt brot úr heilli þjóð, sem á
fjárhagslega afkomu sina undir því, að
auðæfi lands vors og sjávar séu því
jafn heimil og oss sjálfum. — Sjá allir
hversu stórum mun þetta útlenda vald
er máttugra en það fyrra og oss hættu-
legra, ekki að eins sökum styrkleika
þess heldur og varanleika.
Sú staðreynd ætti því að vera auðséð
öllum mönnum, að úr því, að fjár-
girugir og óprúttnir æfinlýramenn og
stjórnmálabraskarar urðu islenska lýð-
rikinu að falli á 13. öld, enda þótt að
eins við einn konung væri að etja, en
ekki heila þjóð, þá geta menn með
sömu skapgerð verið oss enn þá hættu-
legri nú, þar sem við heila þjóð er að
etja í rétlinda-baráttunni og viðleitni
vorri i því, að rjá aftur f vorar hendur
þeim réttindum, sem Gissur Þorvalds-
son og Þorgils Skarði afsöluðu á Sturl-
ungaöld.
III.
Sú stjórn, sem nú fer með völd á
íslandi og nýtur stuðnings af og er undir
áhrifavaldi manna, sem að réltu lagi
megi heita »nýríkir« í þessu landi, þeg-
ar litið er á hina fornu merkingu í
ríkur, sem þýðir voldugur. — Þessir
menn eru jafnaðarraennirnir hér. —
Ekki' eru nema örfá ár siðan þessara
manna gætti nokkuð í fslenskum stjórn-
tnálum, en þó er nú svo komið, að
tvö ár, síðan þessi stjórn tók við
völdum hafa þeir ráðið lögurn og lof-
um í landinu, og æðstu valdhafar þjóð-
arinnar gengið þeirra erindi.
En hvernig er nú háttað »þegn-
skap« þmsara nýríkn manna gagnvart
föðurlandi sínnl
Honum er í stuttu máli svo hátlað
að þeir hafa um mörg ár notið mikils
fjárstyrks frá þeira stjórnmálaflokkn-
um í sambandsríki voru, sem mesta
áhersluna lagði á ákvæðið í sambands-
lögunum 1918 um gagnkvæmu réttind-
in — aðganginn að fjársjóðum islenskr-
ar moldar og íslenskrar landbelgi. —
Fyrir fé frá þessum stjórnmálaflokki
hafa foringjar socialista hér gefið út
dagblað, að svo tuiklu leyti sem kaup-
mannaauglýsingar hafa ekki hrokkið til
upp í kostnaðinn, og fyrir fé þessa
danska stjórnmálafiokks hafa gæðingar
socialistanna hér unnið sér þingfylgi
og völd.
Hver er hann nú munurinn á fram-
ferði þessara manna og lslendinganna
á Sturlungaöldinni, sem fyrir metorða-
gjafir og fjármútur Hákonar gamla
seldu sjálfstæði þjóðar sinnar?
Er ekki »þegnskapur« hvorutveggja
þessara »nýiíku« manra hinn sami?
— í báðum tilfellum litið á augna-
bliks bagsmuni einstakra manna en
ekki þjóðarbeill.
Og maðurinn, sem ber ábyrgð á
þessu, ber ábyrgðina af »þegnskap
hinna nýríku« er æðsti maður stjórn-
arinnar á íslandi, Tryggvi Þórhallsson
forsælisráðherra. — Maðurinn, sem nú
felur sig í skjóli þagnarinnar og löður-
menskunnar og lokar augunum eins og
Strúturinn gagnvart þeirri hættu, sem
föðurlandi hans er búinn af afieiðing-
um Fáfnisgullsins danska.
I.
Fyiir skömmu átti sá er þetta ritar
tal við einn gáfaðasta manninn í liði
stjórnarandslæðinga. Sagði hann, að sig
stórfurðaði á þeirri deyfð íhaldsmanna,
að þeir skyldu eigi hafa haldið almenn-
an borgarafund hér í Beykjavlk og þá
jafnvel fleiii en einn. — Taldi hann,
eins og lika rétt er, að tiltölulega fá-
mennir fundir út um sveitir landsins,
hefðu eigi þau ábrif, sem fjölmennir
borgarafundir hér í Reykjavík.
Kvaðst hann hafa drepið á þetta við
suma af ráðandi mönnum ihaldsins. —
Játuðu þeir, að þetta væri satt, en við
það situr enn.
II.
Eins og allir menn vita, sem nokk-
urn greinarmun kunna góðs og ills,
hefir þessi stjórn, eða að minsta kosti
einn ráðherrann í henni, gert fleiri
glópskuverk og óhæfu á skömmum tíma
en dæmi munu finnast bér i nálægum
löndum, síðasta mannsaldurinn, að
minsta kosti.
Borgarafundur í Reykjavlk