Stormur


Stormur - 11.04.1929, Blaðsíða 1

Stormur - 11.04.1929, Blaðsíða 1
STORMUR Ritstjóri Magnús Magrnússon Fimtudaginn 11. apríl 1929. 12. blað. © © © Timburkaup. H Stór timburfarmur væntanlegur innan skamms. j Hvergi betra timbur. § Hvergi hagkvæmari skilmálar. Verölækkun. Talið sem fyrst við Timburversl. Páls Ólafssonar. Skrifstofa Vesturg. 4, sími 1799. Afgreiðsla Mýrag. 6, sími 2201. © © © © © © © © © © © © © © © © © © © © © © © © © © V. árg. Alit R-yg'g’S bankastjóra og blekkingar stýfingarmanna Aftan við stýfingarfrv. það sem þingmaður Vestur-ísfirðinga, Ásgeir Asgeirsson, ber fram, eru prentuð um- mæli nokkurra manna, sem flutn- ingsm. frv. heflr átt tal við og borið undir, hvort ráðlegt væri að stýfa myntina eða ekki. Einn þessara manna er Rygg, bankastjóri ríkis- bankans norska. — Ummæli þessa manns hafa svo flutningsmaður og aðrir stýfingarmenn viljað skýra svo, að Rygg ráðlegði oss að stýfa krón- una, en þessi skilningur þeirra á ummælum hans er annaðhvort af fáfræði sprottin eða visvitandi blekk- ing, sem enda er ekkert undarlegt þar sem Rygg var einn af ákveðnustu talsmönnum þess að norska krónan kæmist í fult gullgildi. 1 þessu áliti sinu rekur Rygg fyrst það sem gerst hefir í þessu máli hjer á undanförnum árum og endar á því að tilfæra »orð þau eða viðtal, sem Politiken« hafði eftir forsætisráðherra Tryggva Pórhallssyni á s. 1. ári, en þau voru þessi: »Ég álit að islenska krónan muni •ekki komast í gamla gullgildiðj og eigi ekki að gera það. Síðan haustið 1925 hefir hún staðið stöðug i 80 — 82 af gamla gullgildinu og eftir skoðun minni og fiokks míns á að verðfesta hana þar. Við gengum til kosninga upp á þetta i haust (sic) er leið, en íhaldsraenn og jafnaðarmenn voru yfirleitt fylgjandi hækkunarstefnunni. Ea skoðun okkar varð sigursælll. {Auðk. hér). Alþingi hefir skipað geng- isnefnd, sem á að rannsaka hvernig ísland getur fest krónu sína þar sem liún stendur nú«. Eins og áður hefir verið bent á hér blaðinu, eru þessi ummæli forsætis- ráðherrans í almennum skikiiugi röng og fölsk þótt ekki séu þau fleiri en þetta. Fyrst og fremst var ekki gengið til kosninga um þetta mál siðast, en ef svo hetði verið, þá hefði hækkun- arstefnan orðið slórum sigursœlli held- ur en lækkunarstefnan, þvi að eins og allir vita hlutu jafnaðarmenn og í- baldsmenn yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða og því sýnt að þjóðin kaus það, að krónan kæmist upp í gull- gildi. Frá hvaða sjónarmiði sem lilið er á orð forsætisráðherrans eru þau þvi eintómur uppspuni eða hugsunar- villa. Eftir að Rygg bankastjóri er nú búinn að vitna til þessara ummæla sem hann auðvitað heldur að megi treysta á, því að hingað til munu Norðmenn ekki hafa átt þann mann fyrir forsætisráðherra sem fer með staðlausa stafi og engu orði má treysta, kemst hann svo að orði í áliti sinu: »Með tilliti til þessara ákveðnu um- mæla, sem benda á að málinu sé í raun og veru þegar ráðið til lykta, þá skal ég ekki fara nánar inn á þ ið, huort rétt sé að lögfesta krónugildið i 8Ó — 82°lo (auðk. hér). Um þnlta atriði eru það iyist og fremst íslrmlingar sjáiflr, sem verða að fella dómino, enda hefi ég ekki i höndum þau gögn um það, hvernig til hagar á Islandi, að álit mitt um þetta efni verði svo sérlega merkilegt«. Ummæli þessi eru mjög gætilega orðuð, en tæplega verður þó annað út úr þeim dregið en það, að Rygg sé andvigur slýíingu, en af þeim for- sendum sem hann hefir við að styðj- ast, að þegar Sé ákveðið að stýfa krón- una þykir honum tilgangslausi að fara að rökræða það atriði. — Og svo bætir hann við, að íslendingar verði sjálfir fyrst og fremst að fella dóminn í þessu máli. Eru þessi orð Ryggs nokkuð þungur dómur um framkomu flutningsmannsins sjálfs i þessu máli, sem slær sifelt um sig með ummæl- um erlendra manna, sem litið eða ekkert þekkja til staðhátta hér og eru auk þess ákveðnir lækkunarmenn. Síðar í áliti sínu kemst Rygg þó þannig að orði, að enn öruggara er að leggja þar þann skilning i ummæli hans heldur en þau, sem tilfærð eru hér að framan, að hann telji stýfing neyðarúrræði. — t*ar segir hann að: »Sé það nú talið ókleift. (auðk. hér) að ná aftur gamla gullgildinu og heil þrjú ár eru liðin með föstu gengi, þá er rélt að tryggja sér ag gjaldeyririnn fari ekki út af sporinu aftur«. — Og svo bætir hann við, að með þessum forsendum hljóti hann að svara því játandi að festa eigi krónuna. Hér kveður bankastjórinn svo sferkt að orði að hann telur því aðeins rétt að lögfesta krónuna í núverandi gullverði að y>ókleift« verði að teijast að koma krónunni upp í fult gullgildi. — Rað mun því nokkurnveginn mega segja það með fullri vissu að ef Rvgg bankastjóri hefði verið spurður að því hvort hann teldi rétt eða ekki, eins og nú standa raunverulegar sakir hjá oss að lögfesta krónuna i núverandi gildi, og hann hefði verið nægilega kunnugur Öltum málavöxtum og rað- andi hér, að þá hefði hann eindregið ráðið oss frá að stýfa krónuna. —

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.