Stormur


Stormur - 19.07.1930, Side 2

Stormur - 19.07.1930, Side 2
2 S T O R M U R baráttu undaiífarinna ára. — Þessi að- ferð hefir verið sú, að skifta þjóðinni í tvo helminga, annan hvítan, en hinn svartan. 1 hvíta liðinu voru allir jafn- aðar- og framsóknarmennirnir. — Þar voru mfennirnir, sem skipuðu sér und- ir merki frelsins, mannréttindanna og framfaranna. í hinu svarta liði voru íhaldsmenn- irnir, sem um eitt skeið nefndu sig því nafni. — Það voru mennirnir, sem kusu kyrstöðu og afturhald á öllum sviðum, andlegum og efnalegum, nema fyrir sig sjálfa. —• Mennirnir, sem börðust geg-n mannréttindum og frelsi og bættum kjörum hinna fátækari stétta þjóðfélagsins. Þessi var hún skiftingin, sem hinir pólitísku spekúlantar jafnaðar- og fram- sóknarmanna gerðu á íslensku þjóðinni, cg í lið með þeim gengu nolckrir af vngri rithöfundunum, sumir vegna beisliju, sem sprottið hafði af erfiðum lífskiör- um, til þeirra, sem þeim sýndust hafa gnægð af þessa heims gæðum, sumir vegna þess, að þeim fanst þeir geta neytt betur krafta sinna og andríkis með því að ráðast á hinar ríkjandi stefnur í þjóðmálum og ýmsum öðrum greinum, og loks sumir vegna þess, að þeir töldu þetta sigurvænlegast eða réttara sagt matarvænlegast fyrir sig sjálfa, því að sá tími nálgaðist óðum, að þeir hlytu umbun fyrir sannfæringu sína! Ef fjöldinn, sem þessir menn beindu máli sínu að, hefði verið nægilega at- hugull og vitur, nógu tregðumikill, svo orð sr. Ragnars sé notað, þá hefði þess- um mönnum hlotið að verða sáralítið ágengt. En þessir menn þektu fjöld- ann. Þeir vissu, að mikið er til í hon- um af leir eða mold, sem tekur fliótt á móti, er tregðulítill, en geymir líka stutt myndina, sem í hana er mótuð. — Þeir vissu það, að nokkurn hluta kiós enda í öllum löndum er auðveit að grípa „með sjóvetlingum stóryrðanna og varpa í viðeigandi tunnu“, svc orð sr. Ragnars séu enn notuð. Þess vegna vissu þessir pólitísku spekúlantar það, að nokkur hluti íslensku þjóðarinnar mundi taka þessa tvískiftingu þeirra gilda, eins og nokkur hluti þjóðarinn- ar tók á sínum tima gilda og trúði á kenninguna um tvö andstæð öfl, sem berðust um yfirráð alheimsins. — Ann- að vont, djöfullinn, hitt gott, guð. í raun og veru gerðu þessir menn ekki annað en það, að þeir sóttu drott- inn almáttugan og engla hans upp í himininn og tyltu honum niður hjá oss, og andskotann sóttu þeir líka niður í undirdjúpin og púka hans og völdu þeim einnig sæti hjá oss. — ímynd eða eftirmynd alföðursins og englasveitar hans varð Jónas Jónsson með fram- sóknarljósenglana Svein í Firði á aðra hönd sér og Pál Hermannsson á hina, og þar út frá fjöldi annara, sem skapaðir voru í mynd og líkingu foð- ursins, með birtu. og heiðríkju á yfir- borðinu; en ímynd myrkrahöfðingjans Bruna&ryggingar. Simi 254 Sjóvá&ryggingar. Sími 542. eða andskotans varð Jón Magnússon, á meðan hann lifði, en síðan Jón Þor- iáksson, og út í frá þeim til beggja handa sátu svo svipdökkar og seyrðar afturhaldssálir, sem hugsuðu um sinn eigin hag og ekkert annað. En me.'ra varð þó þessum mönnum ekki ágeiigt en það, að þeir unnu aðeins tæpar. helm- ing þjóðarinnar til fylgis við þessa nýju kenningu sína um guð og djöíul- inn. Og hvað var það, sem olli því? Var það ekki tregða hugsunarinnar, sr. Kvaran, sem spyrnti gegiTi þvi, hjá helmingi þjóðarinnar, að taka þessa tvískiítingu fyrir algildan sannleika? Var það ekki „efinn“, sem þú taldir einhvern besta eiginleika mannsins, sem varð þess valdandi, að helmihgur ungra manna og gamalla í landinu tók það ekki trúanlegt, sem þeim var sagt, að gamli Sveinn í Firði væri boðberi frelsisins, mannréttindanna og fram- sóknarinpar, en Bjarni Jónsson frá Vogi merkisberi ófrekisins, kyrstöð- unnar, mannþrælkunarinnar og aftur- haldsins? — — — Eða máske að það hafi verið útlitið eitt á þessum tveim mönnum, sem vilti þessum helm- ingi þjóðarinnar sýn, en ekki tregða hugsunarinnar, eða róttækni, sem þú nefnir svo í athugasemd þinni, og er hárrétt orð eftir þeim skilningi, sem eg legg í tregðugrein ])ína í Iðunni, og taldi ])ig hafa. Og var ]>að ekki líka ])essi tregða hugsunarinnar eða róttækni, sem varð þess valdandi, hjá þessum helmingi þjóðarinnar eða svo, að hann trúði því ekki, lét ekki móta það í sig, að útgeíð- armannastétt, sem á tve’im áratugum eða svo, hefir gerbreytt sjávarútvegi þjóðarinnar og gert hann að nýtísku atvinnuvegi, sem rekinn er eftir kröf- um þekkingarinnar á flestum sviðum, væri ekki þkipuð kyrstöðu og aftur- haldsmönnum einum saman, sem vildu halda öllu í sömu skorðum. Og hefði ekki — ef pngin tregða eða efi, <ða íhald eða róttækni — verið í hugsun jiessara manna sú kenning runnið niður í þá, eins og glyserinspiritus á Alþing- ishátíðinni, að Ingvar Pálmason væri framsókn^r, eða jafnvel byltingamað- urinn í sjávarútvegnum íslenska, en Thor Jenssen, Jón Ólafsson, Gísli John- son og fjöldi annara manna, sem álíka og þessir menn íhafa valdið straum- hvörfum í þessari atvinnugrein, væru kyrstöðu- og afturhaldsmenn, sem hefðu spyrnt alla' sína æfi gegn því, að Ingvari Pálmasyni tækisí að gerbre.Ua þessum atvinnuvegi. Og var það ekki iíka tregða hugsunarinnar eða róttækni sr. Ragnar Kvaran, sem kom efanum í huga þessa helmings þjóðarinnar um það, að sú kaupmanna- og verslunar- stétt, sem á tveim til þrem tugum ára hefir útrýmt grónum, stórauðugum og harðfengum erlendum selstöðuversl- unum, og gert svo að segja allan heim- inn, milliliðalaust, að markaði fyrir ís- lenskt viðskiftalíf, væri einskonar kyr- stöðu og afturhaldsmenn, sem öllu vi’ou halda í sömu skorðum og engu breyta. Og var það ekki líka tregða hugsun- arinnar eða róttækni eða efi, sem kom því til leiðar, að þessi helmingur þjóð- krinnar gat ekki trúað því, að tvur bændur, sem bjuggu á svipuðum jörð- um, höfðu svipað bú, áttu svipaðar kon- ur og svipuð börn, og höfðu hlotið svip- aða mentun og svipað uppeldi og voru svipaðar að gáfnafari, væru gerólíkar persónur, annar afturhaldsmaður, hinn frelsis og framsóknarmaður, að eins vegna ]iess, að annar verslaði við kaup- mann en hinn við kaupfélag, sem höfðu svipaðar vörur og buðu svipuð kjör. og gat því ekki samsint þeirri kenningu, að helmingur íslensku bændanna væri undir merki frelsis og framsóknarinn- ar en hinn undir merki kyrstöðunnar og afturhaldsins ? III. Sr. Ragnar Kvaran segir í framan- rituðum athugasemdum sínum: „Eg er að sjálfsögðu ritstjóranum þakklátur fyrir hin lofsamlegu um- mæli, sem hann notar um greinina, en hinsvegar virðist mér hann draga svo gjörólíkar ályktanir af máli mínu frá því er mér finst eg hafa gefið tilefni til, að mig langar til þess að biðja um dálítið rúm fyrir fáeinar athugaserad- ir við þær ályktanir". Og hann segir nokkru síðar: „En nú hefir hér í blað- inu sú ályktun verið dregin af þessum hugleiðingum mínum, að í þeim fælist nokkurskonar lofsöngur til þeirrar stefnu í stjórnmálum, sem kend er við íhald og grein mín jafnvel talin með- mæli með sérstökum flokki manna hér í landi, sem fyrir skömmu kendi sig við þetta orð“. Eg hefi nú í kaflanum hér að fram- an rakið að nokkru fyrri hluta grein- ar minnar, sem fyr um getur, þar sem eingöngu, án þess að minnast á tregðu- grein Ragnars Kvaran, var sýnt fram á, hvernig bardagaaðferðin hjá jafn-

x

Stormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.