Stormur


Stormur - 09.04.1932, Page 1

Stormur - 09.04.1932, Page 1
STORMU R Ritstjóri Magnús Magnússon VIII. árg. Laugardaginn 9. apríl 1932. 13. tbl. Mörsíður og kettægjttr úr alþíngíseldhtísíntí. Nárottan. Eitt af því, sem sífelt hefir einkent bardagaaðferð Jónasar Jónssonar og gert hana ógeðslegri og ódrengilegri en bardagaaðferð annara manna, er það, að bera róg og ósannindi ekki aðeins á þá, sem hann á í höggi við, og þátt taka í stjórnmáladeilunum, heldur og skyldmenni þeirra og vini, ekki aðeins lifandi heldur og dána. — Hefir þetta vakið hina mestu andstyggð á Jónasi hjá öllum mönnum með óbrjálaðri sóma- og réttlætistilfinningu. — Enn heldur Jónas þessum vana sínum, og var það Gísli heitinn Ólafsson landssímastjóri, sem hann réðist nú á. Taldi hann, að Gísli hefði án vilja og vitundar landsstjórn- arinnar ætlað að skaða landið um mörg hundruð þúsundir króna, en sannleikurinn er sá, að landið hefði grætt 2—3 hundruð þúsundir króna, ef Gísla hefði notið við og áform hans komist í framkvæmd, en Stórá Norræna hefði mist spón úr askinum sínum, sem því svaraði. — Þegar Jónas ásamt fleiri hrakyrðum um Gísla heitinn kom með þetta í eldhúsdagsumræðunum á þriðjudagskvöldið, vítti Magn. Guðmundsson þessi ummæli um látinn afbragðsmann harðlega, og skoraði á forsætisráðherra að hnekkja þess- um ummælum um fyrverandi starfsmann sinn og alda- vin. En vesalmennið hann Tryggvi hafði ekki kjark í sér til þess eða drenglund. Litlu síðar talaði svo Magnús Jónsson og sagði, útaf þessum ummælum Jónasar, að hann væri líkastur nárott- unni, sem héldi til í kirkjugörðum, og græfi sig þar niður á náina. Ilt er til þess að vita, að önnur eins skammaryrði og þessi, skuli vera sönn úm dóms-, kirkju- og kenslumála- ráðherra þjóðarinnar. — Mun það mála sannast, að tvent hafi mest skemt og eyðilagt siðgæði og sómatilfinningu þjóðarinnar nú síðustu árin: aðflutningsbannið og dóms-, kirkju- og kenslumálaráðherrann. Horuðu og brennimerktu kýrnar. Magnús Guðmundsson gerði mjög harða hi’íð að stjórninni á eldhúsdeginum fyrir hina dæmalausu fjársó- un hennar og óráðvendni í þeim efnum. Gátu ráðherrarnir þar engum vörnum við komið, því að Magnús studdi mál sitt með óhrekjandi tölum úr landsreikningum fyrri ára. — Reyndi dómsmálaráðherra að snúa sig út úr öngþveit- inu með því að bregða Magnúsi um, að hann beitti nú sem fyr „smávægilegu pexi“, enda þótt upphæðirnar, sem Magnús nefndi, yltu á mörgum hundruðum þúsunda kr. og jafnvel á miljónum, og mestur hlutinn af þessu fé hefði farið til lítt nauðsynlegra fyrirtækja, bitlinga, flokkshagsmuna og til persónulegra afnota. Ennfremur var ráðherrann að dylgja um, að ekki mundu síður vera magrar kýr og horfallnar hjá garði Magnúsar Guðmundssonar og í túni hans, en í heima- högum stjórnarinnar, og spurði Magnús, hvort hann hefði ekki séð eitthvað af þessum mögru kúm. Magnús svaraði þessu svo, að hann hefði séð fjölda af horuðum kúm, grindhoruðum kúm, en allar hefðu þær verið brennimerktar stöfunum J. J. Hlátur áhorfenda kvað við, er Magnús kom með þessa sönnu og lifandi lýsingu á afleiðingunum af stjórnarhátt- um Jónasar Jónssonar. Siðspeki Magnúsar Torfasonar. Þegar stjórnarskrárfrumvarpið var til 2. umræðu í efri-deild á þriðjudaginn, hélt Magnús Torfason rösklega klukkutíma ræðu, en hann mun vera sá af framsóknar- þingmönnunum, sem einna skemst vill ganga til samk"mu lags við þá, sem fyrir réttlætinu berjast í kjördæmamál- inu, og bar fram breytingartillögur, sem hnigu að því, ið gera rangsleitnina enn ríkari en hún þó nokkru sinni nú er. — Svo mikla sómatilfinningu höfðu þó flokksmenn hans, sumir hverir, að þeir greiddu atkvæði gegn tillög- um hans. En hér sannaðist sem oftar hið napra háð, m Jónas Jónsson gerði að þessum andlega vesalingi, sem aldrei hefir haft af miklu að má, en nú sýnist genginn í barndóm, er hann líkti þessari hugsjónalausu óbyrju við Jón Sigurðsson, og taldi hann jafnan þeim Skúla Thorodd- sen og Páli Briem að andlegri atgervi. — En auk andlegu ófrjóseminnar hefir svo stirðbusaháttur hugsunarinnar, frá- bær klúrleiki og sérviska með afbrigðum, gert það að verkum, að lítil eða engin not hafa nokkru sinni orðið á þingi að hinni takmörkuðu og kræklóttu skynsemi og þekkingu mannsins. — eins og endranær vöktu rykkim- ir og skrækirnir, þegar hann var að slíta út úr sér vitleys- una, hlátur áheyrendanna, en best þótti honum þó segjast og glegst sjálfslýsingin, er hann hykstaði þessari setn- ingu fram úr sér, sem tilfærð er hér orðrétt: „ÞaS er ekki rétt hjá stjórnarandstæðingum að hyggja mikið á réttlætinu í þessu máli“. Ræðu sína endaði hann með því, að telja, að hvern þann þingmann úr framsóknarflokknum, sem unna vildi kjósendum landsins fulls réttlætis, ætti ekki aðeins að gera „flokksrækan, heldur og þingrækan“. Eru þingmenn framsóknarflokksins, eins og stungnir óteljandi títuprjón- um í sitjandanum, er Magnús talar, svo mjög skammast þeir sín fyrir hann. — Og þó er þessi maður að dómi Jón- asar Jónssonar, vitrasti og hæfileikamesti maður þjó.ðar- innar, síðan Jón Sigurðsson leið. Sementsúlurnar átta. 1 þessari ræðu, sem Magnús Torfason hélt, og getið er um hér að framan, fór hann mörgum orðum um það, að burðarmagn 8 sementsúlna, sem stæðu dreifðar, væri mörgum sinnum minna en 8 sementsúlna, sem stæðu sam- an. — Magnús Torfason minnir nú sjálfur einna helst á ólögulega sementssúlu, sem ótal vankantar og kolryðg- aðir járnstubbar standa allsstaðar út úr, en formin öll skekst úr lagi og blöndun steypunnar hroðalega mistekist. Það væri því fremur ónotaleg tilhugsun, ef þingræði vort hvíldi á 8 súlum, sem hefðu byggingarlag og einkenni

x

Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.