Stormur


Stormur - 09.04.1932, Síða 3

Stormur - 09.04.1932, Síða 3
STORMUR 3 Þeir sem vilja fylgjast með i þjóðmálum, þurfa að lesa Iðsalat nýjasta rit Ein- ars H. Kvaran. fœst 1 bökaverslutum flýgnr yfir ladnið. Hsgaris siiOrliki. Hjartaás eða Lanfaás á hvert islenskt heimili. Andvaraleysið i utanríkismálum Haraldur Guðraundsson deildi mjög fast á stjórnina og þar á meðal fyrir dáðleysi hennar og andvaraleysi í utanríkismálunum. Benti hann á, að fyrir alllöngu síðan hefðu ýmsar mestu viðskiftaþjóðir vorar gert ýmsar ráð- stafanir, sem stórhættulegar væru verslun vorri, en þó hefði stjórnin ekkert aðhafst þessu til varnar, svo kunn- ugt væri. — Nefndi Haraldur sem dæmi, máli sínu til sönnunar uppsögn kettollssamningsins hjá Norðmönnum, 10% tollinn hjá Englendingum á fiskinum, 15% toll hjá Itölum á innfluttan fisk og ráðagerðir Spánverja um upp- sögn á öllum bestu kjarasamningum. Enn fremur drap Haraldur á það, að nú nýlega hefðu Norðmenn getað selt Rússum 30 þús. tn. af Íslandssíld, en hér grotnaði síldin niður. Tryggvi reyndi að verja sig með því, að umtal um margt þetta hefði átt sér stað í utanrík- ismálanefnd, en annars gat hann ekki komið með neitt sér til varnar nema sendiför Jóhanns Jósefssonar til Þýska- lands í vetur. — Er það ef til vill hér, sem vesalmenska Tryggva Þórhallssonar og ráðleysi verður þjóð vorri dýr- ast þótt það hafi í ýmsum efnum dýrt orðið. — Vinna nú allar þjóðir af alefli að því, að tryggja markaði sína og viðskifti sem best í því ægilega tollstríði, sem nú geysar um heim allan; en hér sefur ríkisstjórnin fram á hendur sínar og sleikir innan tóma aska landsmannna, meðan no^kuð er í löggunum. Eitt orð satt. I öllum vaðli Tryggva Þórhallssonar, sem ýmist kom ekkert við þeim málum, sem um var rætt eða þá blekk- ingar einar og ósannindi, var þó eitt orð satt. Hann sagði og marg endurtók það, að ómögulegt væri að komast yfir að svara öllum aðfinnslum Magnúsar Guðmundssonar, jafnvel þótt stjórnin hefði hálfu lengri tíma til andsvara, en henni væri úthlutaður". — Þegar Tryggvi sagði þetta varð hlátur mikill á pöllunum. Laufás-vindurinn. I útvarpsræðu, sem Ásgeir Ásgeirsson hélt í vetur, Saf hann þá lýsingu af kreppunni, að hún væri eins og ^indurinn, enginn vissi, hvaðan hann kæmi eða hvert hann fseri. Það skal nú látið ósagt, hvað Þorkell Þorkelsson eða Jón Eyþórsson segja um þessi ummæli Ásgeirs, en vera má, þeir þykist kunna að gera einhver skil á því, hvaðan ■vindar koma og hvert þeir fara, en hitt mun sönnu næst, að á stjórnmálagolunni frá Laufási mun erfitt að átta sig á, Jafnvel fyrir veðurfræðinga. — Haraldur Guðmundsson mintist á þessa vind og kreppuspeki Ásgeirs og sagðíst satt að segja ekki vita, hvað þjóðin ætti að gera með þann fjármálaráðherra, sem ekkert vissi um það fyrirbrygði, sem mest áríðandi væri, að maður í hans stöðu hefði gtögg- an skilning á. — Ef ráðherrann gæti engin ráð fundið til þess að draga úr kreppunni, þá væri hann gersamlega ó- þarfur. Sagði Haraldur að til lítils væri að hafa þann fjár- málaráðherra, sem setti á sig helgisvip, en forðaðist eina og fjandinn grallarann, að tala með rökum um fjárlögin.

x

Stormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.