Stormur - 23.12.1932, Blaðsíða 1
STORMUR
Ritstjóri Magnús Magnússon
VIII. árg.
Föstudaginn, 23. desember 1932.
48. tbl.
Hæstaréitardómurínn.
Hæstaréttardómurinn í máli Magnúsar Guðmunds-
sonar og Behrens er nú fallinn og á þá leið, sem raunar all-
ir vissu, er nokkuð höfðu kynt sér málið af skynsemi og
hlutleysi, að báðir voru sýknaðir.
Sjálfstæðismenn allir fagna auðvitað þessum úrslit-
um, þótt þeim kæmi þau ekki á óvart, en það eru fleiri en
þeir, sem fagna þeim. — Jónas Jónsson og hans menn
fagna þeim líka, þótt sá fögnuður sé af öðrum toga spunn-
inn. —
Fögnuður Jónasar Jónssonar og manna hans, er ekki
sprottinn af því, að saklausir menn fá sýknudóm. Og hann
er heldur ekki sprottinn af sannfæringu um það, að hæsti-
réttur þjóðarinnar hafi dæmt réttan dóm.
— Hann er sprottinn af því, að geta hér fengið nýtt
árásarefni á Hæstarétt.
Nú hlakkar það í þeim að geta á ný brígslað æðsta
dómstól þjóðarinnar um að hann dæmi pólitíska dóma. —
Og í þessu einu skyni var það, sem Jónas Jónsson fyrir-
skipaði málssóknina. — Hann vissi það jafnvel og allir
aðrir, að Magpús Guðmundsson var saklaus og því vissi -
hann líka, að Hæsth'éttur mundi dæma hann sýknan. —
Og þá sá hann um leið, að eitt af vopnunum var fengið,
sem hann ætlar að nota við næstu kosningar.
En hvað á það lengi að ganga, að Jónas Jónsson sé
látinn leika sér að því og jafnvel afla sér skotvopna með
því, að ofsækja saklausa menn með sakamálsrannsóknum
og sakfellingardómum hjá Hermanni Jónassyni landseta sín-
um eða land-meðeiganda?
Og hvað á það lengi að ganga, að þeir menn í Fram-
sóknarflokknum, sem ýmist eru uppvísir að því að hafa
farið óráðvandlega og glæpsamlega með annara fé, eða
sterkur og almennur grunur leikur á að hafi framið stór af-
brct, gangi lausum hala og sleppi við réttmæta rannsókn og
réttmætan dóm?
Ætla Sjálfstæðismenn, sem fara með dómsvaldið í
landinu og bera ábyrgð á því, að láta þessar aðfarir lengi
viðgangast?
Enn íim Móakotsmáíið.
Greinarnar í síðasta tölublaði Storms um Móakots-
málið hafa vakið feikna athygli og það að vonum. Sem
betur fer, er öllum þorra manna svo háttað, að það snert-
ir einhvern streng í brjósti þeirra, ef þeir finna, að ein-
hver verður sérstaklega hart úti, án þess að hafa unnið til
þess. — En það er einmitt það, sem hér hefir átt sér stað.
— Geta allir óspiltir menn skilið, hver hugraun það hefir
verið Jóni Hanssyni, fyrst að vera sannfærður um, að bæði
kona hans og dóttir væru á valdi manns, sem vægast talað,
hefir ekki haft almenningsorð á sér fyrir mannkosti, og þar-
næst að vera borinn þeim sökum af sínu eigin barni, að
hann hefði framið það sjálfur,. sem hann kærði þenna
mann fyrir, og þá um leið gerst sekur um þann glsep, sem
flestum mun finnast einna viðbjóðslegastur. — Og loks.
að verða svo að þola, að sá dómari, sem fyrstur hafði mál-
ið til meðferðar færi svo með rannsóknina, að setja hann
sjálfan í varðhald en yfirheyra Árna Theodór, aðeins
einu sinni eða svo og sleppa honum síðan. — Gaf dóm-
arinn með þessari dæmalausu framkomu sinni til kynna
svo ótvírætt, sem verða mátti, að hann teldi Jón þann seka
en Árna saklausan. — Við þetta bætist svo úrskurður
stjórnarráðsins, sem ómögulega verður skilinn öðruvísi en
svo, að það hafi aðhyllst skoðun dómarans og talið Jón
þann seka, en Árna og Guðrúnu alsaklausa, og úrskurðað
því konunni yfirráð á öllum börnunum og svift þar með —
þó óbeinlínis væri — Jón öllum mannréttindum. — Mundu
nú einhverir, sem komnir væru um sjötugt og höfðu hvorki
fjárafla, mannvirðingar eða frændastyrk við að styðjast
hafa látið hugfallast, er hér .var komið og jafnvel orðið
að andlegum og líkamlegum aumingjum. En Jóni Hans-
syni var meiri manndómur og karlmenska í brjóst lagin en
svo, að hann léti hugfallast. — Hann byrjaði því strax
og hann sá, að það mundi ætlun dómarans að láta málið
niður falla eða að minsta kosti að draga það á langinn, að
vinna að því öllum árum, að það yrði tekið úr höndum
hans og nýr maður fenginn til þess að halda þtí áfram,
sem reyndi að komast fyrir sannleikann. — Voru ótaldar
þær ferðir, sem Jón fór í stjórnarrá'ðið til þess að fá þessu
framgengt, og loks fékk hann komið því til leiðar, að setu-
dómari var skipaður og varð Þórður Eyjólfsson fyrir val-
inu. — Jafnframt þessu hafði svo Jón gengið í það, að afla
allra þeirra sannanagagna, sem í hans valdi stóð að ná í, og
lagði fram fjölda skriflegra vottorða frá búendum á Vatns-
leysUströnd, sepi einum rómi vitnuðu um hið nána sam-
band Guðrúnar, konu Jóns, og Árna Theódórs.
Ennfremur lagði Jón fram vottorð frá manni, sem
gisti á Hjálpræðishei'num, þegar Árni var þar með dóttur
Jóns, sem hljóðaði um mikilsvert atriði í sambandi við kæru
Jóns um spjöll Árna á dóttur hans, en eins og getið' var um í
síðasta blaði hefir dómarinn ekki kallað þetta vitni til þess að
staðfesta vottorðið fyrir rétti, og má það kallast stór víta-
vert.
Annars er það um frammistöðu setudómarans að
segja, að hún var bæði góð, viturleg og röggsamleg til að
byrja með. Hann setti bæði Jón og dóttur hans í gæslu-
varðhald og mundi líka hafa sett Árna þar, ef til hans
hefði náðst, en hann var þá kominn vestur í land. Hélt
dómarinn þeim svo inni, þar til barnið játaði að hún hefði
fyrir áeggjan og hótanir Árna Theodórs logið þessu á föð-
ur sinn. Að þessari játningu fenginni slepti dómarinn báð-
um úr gæsluvarðhaldinu. Skömmu síðar lét hann svo flytja
Árna Theodórs hingað til Reykjavíkur og setti hann í
gæsluvarðhald og hélt honum lengi í því, en Árni neitaði
stöðugt að vera sá seki, þrátt fyrir, að barnið hélt sér fast
við framburð sinn, og einnig er það stóð augliti til auglit-
is við Árna. — Annars er rétt að geta þess hér, að þegar
Árni gisti með dóttur Jóns á Hjálpræðishernum, var Jón,
sem þá rak verslun hér í bænum, á ferð norður í landi. —
Þegar Árni bað um gistinguna á hernum, sagði ham), að
þetta væri dóttir sín, og með fullum trúnaði áþví, var þeim
fengið eitt herbergi til næturdvalar. :— Þá er og einnig
rétt að geta þess, að barnið átti mörg skyldmenni í bæn-
um, og var vant að gista hjá þeim, er það var hér, en í