Stormur - 06.04.1934, Síða 1
STORMU R
Ritstjóri Magnós Magnússon
X. árg.
Föstudaginn 6. apríl 1934.
12. tbl.
Swarta hæftan.
Sjálfslýsing Hriflu Jónasar.
í Nýja Dagblaðinu 16. marz s.l. bii*tist grein, sem
nefnist:
Um svörtu hættuna.
Er í grein þessari gefin ágæt lýsing á einræðis- og
kúgunarbrölti Hriflu-Jónasar og verða því nokkrir kaflar
teknir upp úr henni hér og viðeigandi skýringar látnai
fyteja. . , , .
Uppruni einræðisstefnunnar, er fynrsögmn a fyrsta
kafla greinarinnar og hefst hann svo:
,,Ofbeldishreyfing sú, sem nú hefir rutt sér til rúms
í ýmsum löndum álfunnar, er komin sunnan að .
Og síðar segir svo:
„Allsstaðar starfa ofbeldisflokkarnir imeð líku
sniði og nota samskonar baráttuaðferðir, en undir
mismunandi heitum. í Ítalíu kalla ofbeldismennirn-
ir sig fasista, og eftir því er hreyfingin oftast nefnd.
1 Þýzkalandi heita þeir Þjóðernisjafnaðarmenn,
(Nationalsocialistar eða Nazistar). í írlandi Sam-
einaði írski þjóðflokkurinn og í Englandi og á Norð-
urlöndum Þjóðemissinnar".
Hér hefir greinarhöfundi láðst að geta þess, að á ís-
landi hefir þessi hreyfing eða flokkur kallað sig Framsókn-
arflokk, en annars er rétt farið með það, að vissu leyti, að
ofbeldishreyfingin sé „komin sunnan að“, því að Hriflu-
Jónas flutti hana fyrstur hingað til lands fyi'ir um 20 ár-
um síðan og kom þá „að sunnan“. — Hafði verið nokkur
ár á flækingi víðsvegar suður í löndum, undirstöðulítill í
menningu allri, en metorðagjarn, öfundsjúkur og blendinn
í skapi.
Næsti kaflinn í greininni heitir: Ytri einkenni, og
hefst svo:
„Einkenni einræðishreyfingarinnar eru í öllum
löndum í höfuðdráttum þessi: Hún á sér „foringja"
að hermannasið og honum eiga allir að hlýða skil-
yrðislaust". (Auðk. hér).
Og síðar segir svo um það, hver sé skylda liðsmann-
anna við þenna foringja sinn:
„Þeim (þ. e. flokksmönnunum) er kent að lítils-
virða rök og írúa gagnrýnislaust á staðhæfingar og
.fyrirheit foringjans eins og óbreyttir liðsmenn á
vígvelli, að lifa í trú, en ekki í skoðun“.
Foringi þessarar ofbeldishreyfingar hér varð
Hriflu-Jónas, eins og kunnugt er orðið, og hið skilyrðis-
lausa boðorð til flokksmannanna var það, að hlýða þess-
um foringja sínum gagnrýnislaust. — Lengi vel gekk þetta,
en svo komu tveir menn úr norðrinu, er hétu Hannes og
Jón, og þeir vildu lifa í skoðun en ekki trú á þessum for-
ingja sínum, en þegar þeir fóru að skoða hann, þá sáu
Þeir, að glampinn, sem lék um hann var ekki bjarmi hug-
sjónanna heldur maurildis — eldglæringar valdagirninn-
ar og eiginhagsmunanna. Og þegar þeir vildu ekki lítils-
virða öll rök andstæðinganna eða kæfa niður rök sinnar
eigin dómgreindar, þá lét foringinn hina gagnrýnislausu
flokksmenn sína reka þá, en hefði vald „foringjans" verið
meira en það var, hefði hann sett þá í fangabúðir. — En
.•við þessa mótspyrnu mannanna úr norðrinu kom dálítið
öldurót á hugi sumra annara flokksmanna foringjans, og
þá fór líka að langa til að finna til eigin sannfæringar. —
Og þá lét „foringinn“ einnig reka þá og nú hefir hann
enga aðra í kringum sig, en þá sem eru sannfæringarlausir.
í kafla sem heitil*: Ofbeldisflokkarnir treysta völd sín,
heldur lýsingin áfram:
„I einræðislöndunum vinna ofbeldisflokkarnir nú
að því, af miklu kappi, að tryggja völd sín.Sú valda-
trygging er í því fólgin fyrst og fremst, að brjóta
niður hvert það afl, sem líkast er til mótspyrnu. í
öðru lagi að uppræta hvern þann hugsunarhátt, sem
skapað getur skilyrði fyrir myndun slíks afls. — í
þriðja lagi að gefa þjóðinni auðvelt umhugsunar-
efni, andstæðing til að hata, mikilfengieg hátíða-
höld til að dázt að, vekja tilhlökkun á 'meðan hún
er að glata sál sinni og sjálfstæði“. (Auðk. hér).
Það mundi naumast hægt í ekki fleiri orðum að gefa
gleggri og nákvæmari lýsingu af stjórnaraðferðum Hriflu-
Jónasar, heldur en hann gerir hér sjálfur í málgagni sínu.
Það var einmitt þetta þrent sem hann gerði:
1. Að reyna að brjóta niður hvert það afl, sem líklegt
var til mótspyrnu. Þess vegna réðist hann á verzlunar- og
útgerðarstéttina, þess vegna ofsótti hann læknastéttina og
reyndi til að svifta hana valdi sínu. — Og þess vegna of-
sótti hann og rógbar iíæstarétt.
2. Að reyna að uppræta hvern hugsunarhátt, sem lík-
legur var til þess að skapa mótspyrnu gegn einræðinu. Því
reyndi hann til þess að ná öllu kennaraliði og öllum skól-
um á sitt vald, til þess að kennarar barnanna og ungling-
anna gætu kent og óbeint alið æskulýð landsins upp í
trúnni á ,,foringjann“, einræðið og sannfæringar kúgun-
ina. Og því ofsótti hann alla sterkustu og athafnasömustu
mennina, og öll sterkustu og umsvifamestu fyrirtækin. Og
þess vegna flæmdi hann alla embættismenn frá stöðum,
sem ekki vildu skilyrðislaust ganga frá sannfærðingu sinni
og lifa í trú á foringjanum.
Og í þriðja lagi gaf hann þjóðinni auðvelt umhugsun-
arefni: Hann benti bjóðinni á andstæðinga sína og sagði
henni að hata þá.
Hann bruðlaði og sóaði fé þjóðarinnar og sagði henni
að dást að örlætinu og öllum verkunum sem töluðu —
verkunum, sem framkvæmd voru fyrir stolið fé og unnið að
sístelandi.
Og loks gaf hann þjóðinni æfintýraleg loforð til að
vekja tilhlökkun hennar á meðan að hún var að tapa sál
sinni og sjálfstæði — fjárhagslegu og andlegu frelsi sínu.