Stormur - 06.04.1934, Síða 3
3
STORMUR
Margt er líkt með
skyldum.
í kaupfélagi einu á Lálandi bai’ það við 1925 að þar
varð sjóðþurð að upphæð 26 þús. kr. Á aðalfundi félagsins
var sú samþykt gerð, að upphæð þessi skyldi jafnast niður
á alla, sem einhverntíma hefðu verið félagsmenn fyrir 1.
janúar1925.
Stuttu eftir samþykt þessa fékk ekkjufrú ein í Nak-
skov tilkynningu og kröfu um að borga sinn hluta. Konan
varð mjög undrandi, því að hún vissi ekki til að hún eða
maður hennar hefðu nokkurntíma gerst meðlimir í kaup-
félaginu. En stjórn kaupfélagsins sannaði nú með bókum
félagsins, að maður hennar hafði skráð sig inn í félagið
1897. Frúin neitaði samt að borga, þareð hvorki hún eða
maður hennar hefðu nokkru sinni haft viðskifti við félagið.
Málið kom nú fyrir undirréttinn og var frúin dæmd til
þess að borga, þareð maður hennar var skráður félagi, en
hún sat í óskiftu búi.
Frúin áfrýjaði dómnum til landsréttarins og þar sann-
aðist að hinn látni eiginmaður hafði orðið ,,meðlimur“ í
félaginu á þann hátt, að kvöld eitt 1897 hafði hann verið á
skemtun með kaupfélagsmeðlimunum í samkomuhúsi
þeirra. Bar þá svo við, að hann varð uppiskroppa með
vindla. Fór hann nú með afgreiðslumanninum inn í búðina
og keypti þar vindlana, en til þess að gerast ekki brotlegur
við lögin borgaði hann 1 krónu, einsog nokkurskonar með-
limsgjald. — En önnur skifti hafði hann hvorki fyr né
síðar átt við kaupfélagið.
Landsrétturinn taldi vafasamt að manninum hefði
verið það ljóst, eða eftirtekt hans vakin á því, að hann með
þessu gjaldi sínu hefði orðið löglegur meðlimur félagsins
og, með tilvísun til þess, að hann hefði eftir þetta ekkert
verzlað við félagið, ekki hafið vexti, sem færðir höfðu ver-
ið inn í bók hans og ekki fengið neina tilkynningu um að
maata á aðalfundum félagsins, komst rétturinn að þeirri
niðurstöðu, að. hann gæti ekki talist reglulegur meðlimur.
Ekkjan var því sýknuð og kaupfélagið dæmt i 150 kr.
málskostnað.
Agaleysi unglinga.
Brynjólfur biskup Sveinsson þótti nokkuð strangur og
umvöndunarsamur, enda fanst hanum mikið til um aga-
leysi það og óhlýðni, sém á hans dögum ríkti. — En hvað
mundi honum nú finnast?
Hér fer á eftir dálítill pistill, sem Brynjólfur skrifaði
um þetta efni, tekinn úr bók dr. Guðmundar Finnboga-
sonar: Islendingar:
,,Um það hvernig eða af hverju margur ósómi
upp vex hjá velflestum í landi voru.
1. Að agaleysið er nú svo inngi’óið frá blautu
barnsbeini, að nálega má hver lifa, sem hann
er vaxinn og verða ræður.
2. Ungdómurinn, að eg þar upp á taki, venst
sjálfræði, þeir foreldrar (sumir) ala þann ó-
sóma upp í börnum með dálæti og eftirlæti,
svo síðan tjáir ei að að finna.
3. Þá geði og sinni hins unga manns kemur hin-
um öðrum lærimeisturum í hendur, sér gott
og sjálfrátt vegna eftirmæla foreldranna,
hverjir aldrei nenna að ogþóa börnum sínum,
nema vorkenna þeim hverja heimskuna að
handamáli; þessa linkind vill ungdómurinn
síðan hafa, slær á sig reiðisvip, þegjandi fyrst
í stað brettir brún og bregður grön, hversu
lítið sem ei fellur að skapi. — En sem finn-
ur vöxt og viðgang koma tilsvör og ofur-
yrði, síðan, sem augun af sjá, kemur rógur og
umlestur, umkvörtun og kærumál fyrir áburð
og illindi, svo flestum leiðist eftir á um að
vanda og þykir bezt leikið að leiða hjá sér og
láta skeika að sköpum.
4. Þetta heimafætt sjálfræði vex upp sem tog í
ullu, svo hver þykir fullgóður fyrir sig að ráða
síðan og er skylt að babba framan í sinn yfir-
mann, hversu góðan ásetning sem hafa mætti
til þess að leiðrétta einn og annan ósóma hvað
ei leyfist í hvern tíma fyrir dúkkupati undir-
mannanna; álíka og menn væri komnir í sjáv-
arvolk og vildi formaðurinn á einhvers hjálp-
arráð hætta til fjörlausnar, því einsætt væri,
að mætti lengur við svo búið standa, ef þá hrini
hásetarnir hver í móti öðrum með naggi og
deilum kennandi hver öðrum sínar ófarir,
hvernig mætti því sama skipi borgið vera, sem
að er rót alls ills, að menn vilja ekki réttum
lögum hlýða, fyrst ungir síðan gamlir? Þar'
næst veldur leti og hirðuleysi yfirsagnar-
manna, sem öngu skeyta, hvernig fram fer,
nema því eins, sem horfir til meina og armóðs,
sem er að þeir loða og daðra við sitt embætti
og kall með leiðu og ógeði ár frá ári“.
Ráðleggingar Catos Gamla.
Cato gamli hinn rómverski var nokkuð íhaldssamur
og fanst ekki til um menn sem voru að snurfusa sig eins og
Cicero og rökuðu sig á degi hverjum að hætti Grikkja. —
Hélt hann fast við gamla rómverska siði og háttu, en fyrir-
leit aðfengna glysmenningu, en gekk stundum of langt í
andstöðunni gegn því sem aðflutt var.
Cato hefir skrifað kenlsubók um sveitabúskap, og- er
þar margt skynsamlegt, sem fult gildi hefir enn þann dag
í dag. Cato dó 85 ára gamall og var þá fyrir skömmu giftur
ungri konu, og átti með henni dreng 31/2 árs gamlan. í 44
málum átti hann um dagana og vann 43.
Þetta er úr innganginum að kenslubókinni:
„Stundum getur það verið ábatasamara að auðga
sig á verzlun — ef það að eins væri ekki svo áhættu-
samt. Sömuleiðis við okur, ef það væri að sama
skapi heiðarlegt. Forfeður vorir töldu og lögfestu,
að þjófurinn skyldi skila tvöföldu því, sem hann
hefði stolið, en okrarinn fjórföldu. Sést af þessu,
hversu auðvirðilegri okrarinn var í augum þeirra.
Þegar þeir lofuðu góðan mann, sögðu þeir, að hann
væri góður bóndi og góður leiguliði. Sá maður, sem
* var borinn þessu lofi, hlaut það bezta lof, sem hann
gat fengið, að því er þeir töldu.
Eg tel að kaupsýslumaðurinn sé duglegur mað-
ur og sniðugur í því að vinna sér inn peninga, en
eins og eg hefi sagt, er atvinnurekstur hans áhættu-
mikill og getur steypt honum í ófarnað. — Bænda-
synir eru hinsvegar hraustustu drengir og beztu
hermenn. Og landbúnaðurinn er heiðarlegasti og
traustasti atvinnureksturinn , og þeir, sem hann
stunda, verða fyrir minstri óvild. — Þeir, sem það
starf stunda, eru lausari við vondar hugsanir held-
ur en aðrir.“
Ráðleggingar hans til bóndans eru m. a. þessar:
,,Á meðan að bóndinn er á unga aldri, skal
hann rækta jörðina. Vel og lengi skal hann íhuga
sitt ráð, áður en hann ræðst í byggingar, en ræktun
landsins skal hann ekki melta fyrir sér heldur fram-
kvæma. — Er þú ert orðinn 36 ára gamall, skalt þú
byggja, ef þú hefir ræktað jörð þína áður. Bygðu
svo, að húsin beri ekki jörðina ofurliði, eða jörðin
húsið.“
Það hefir orðið sumum íslenzku bændunum að fóta-
kefli, að þeir fylgdu ekki þessu ráði Cato gamla.