Stormur - 06.04.1934, Qupperneq 4
4
STORMUR
Strokumannslýsing.
(Strokumannslýsing þessi er tekin upp úr bók dr.
Guðmundar Finnbogascnar: íslendingar, en hún er gerð af
Jóni Jacobssyni sýslumanni í Eyjafjarðarsýslu. Stafsetning
er hér færð til nútímamáls).
„Björn er um sextugs aldur, með hærri mönnum, en
í grennra lagi á þeim vexti; dökkjarpur á hár og
skegg, með sítt hár liðalaust, situr vel á öxlum, og
liggur niður um gagnaugun; hann er langleitur í
andliti; skinndökkur; réttnefjaður og meðal vara-
þunnur; lotinn á háls og herðar; luralega vaxinn;
fótahár og ganga mjög til mjaðmirnar, þá geng-
ur, brúkar mikið tóbak í munninn, og talar
þar um gjarnan; digursvíraður, í hæi’ra lagi tal-
andi, og stamar mjög mikið, einkum þá ógeðslegt til
orða kemur; viprar þá vörum, og breytir ýmislega
röddinni, hnykkir höfðinu áfram og teygir hálsinn,
sem hann kýngi; segir þá gjarnan: ty jaa jaa; hváir
gjarnan eftir því, sem við hann er talað, með aftur
munn og bætir við: hvað sagðirðu; snýr að þeim
bakinu, er hann talar við, potar oft úr tönnum sér,
og spýtir á hlið við sig; þakkar og kveður með þess-
um orðumtví og þríteknum: guðlaun fyrir, guðlaun
fyrir góðgerðirnar".
„Hann datt, hann Duus“
í Endurminningum Páls Melsteðs, er sagt frá „ólíkri
viðureign Sunnlendings og Norðlendings við danska kaup-
menn“. Er sú frásögn á þessa leið:
„Einu sinni kom bóndi í búð Ebbesens austan úr
Flóa meinlaus og fátalaður; bóndi var fyrir innan
búðarborðið, spurði Ebbesen um eitthvað og skildi
eigi hverju Ebbesen svaraði, og hváði, en Ebbe-
sen rak bónda utan undir og rak hann fram fyrir
borðið. Bónda varð eigi meira um, en hann sagði:
„Jú, stífur þykir mér hann þessi Ebbason“ og
fór leið sína. Liklegt þykir mér, að norðlenzkur
maður hefði shúist við slíkum atlotum á annan veg.
Og dettur mér í hug önnur saga norðan af Skaga-
strönd. Þar var þá verzlunarstjóri Pétur Duus, er
seinna var á Eyrarbakka og seinast í Keflavík, en
Gísli Símonsen átti verzlunina. Einu sinni rak Duus
manni einum, er verzlaði við hann, utan undir, mað-
urinn var fyrir utan borðið en Duus fyrir innan.
Þegar maðurinn fekk kinnhestinn, vatt hann sér inn
fyrir búðarborðið, hóf Duus upp á klofbragði, og
skelti honum niður. Gísli kaupmaður var í næsta
herbergi, heyrði hlunkinn og sagði: „Hvað gengur
hér á?“ Maðurinn svaraði: „Ekki nema það, að
hann datt hann Duus“. Og svo var þeirri sennu
lokið“.
Hófsemi kvenna.
Sigurður Stefánsson skólameistari skrifaði Islandslýs-
ingu á síðasta tug 16. aldar. Hann segir þar svo um ís-
lenzku konurnar:
„í hvívetna ber þó af stilling, kurteisi og hóf-
semi kvenna, sem auk annara dygða eru gæddar
svo mikilli bindindissemi um nautn víns og öls að
enginn getur lokkað þær til að drekka meira en
það, sem þarf til að slökkva þorstann hóglega“.
Mundi Sigurði skólameistara ekki bregða í brún nú,
ef hann mætti horfa á ungar meyjar og frúr þamba ekki
aðeins Spánarvín ,heldur og landa og kogesspritt. Og hætt
er við því, að honum þætti þurfa nokkuð mikið í sumar til
þes sað „slökkva þorstann“ og kurteisin og skilningurinn
með dálítið einkennilegum hætti.
Wlckstrðms
mótorspil, Hótor-Rafljðsavielar,
Báta & Landmótorar,
í mörgum stærðum. Afbragðsvélar með góðu verði
og þægilegum greiðsluskilmálum.
Margar vélar eru nú þegar seldar til íslands.
Allar upplýsingar gefa neðantaldir umboðsmenn.
BRTNJA, Versl. Reykjavík.
Bræðraborg, verslun, Akranesi.
Kaupfélag Önfirðinga, Fiateyri.
Vöruhús Vestmannaeyja, Vestmannaeyjum.
Fjórtánda kona
Zaro Aga.
Elsti maður, Zaro Aga, sem er nú 159 ára gamall, er
nú að hugsa um að ganga í heilagt hjónaband í fjórtánda
sinni, og er konuefnið 119 árum yngri en hann.
En sökum þess að gamli maðurinn þykist ekki hafa
nóg efni til þess að geta séð sómasamlega fyrir konu sinni
og því, sem út af þeim kann að fæðast hefir hann sótt um,
að ellistyrkur sinn yrði fjórfaldaður.
Eftir því, sem dr. Hindhede segist frá í „Politiken“, er
það fullsannað að karlinn er svona gamall.
Zaro gamli er fæddur í kurdisku fjöllunum, en hefir
alið mestallan aldur sinn í Konstantinopel, sem burðarmað-
ur og hefir ekki dregið af sér við það starf. Það sem hann
hefir lifað á um dagana, er nýir ávextir, hrátt salat, hnet-
ur, rúgbrauð, ostur, súr mjólk og youghourt. Hann hefir
aldrei neytt víns, kaffis, tes eða tóbaks, fer á fætur þegar
sól rís og háttar þegar sól gengur undir.
— Líkar Hindhede að vonum vel við gamla manninn
og þykir hann heldur en ekki betur staðfesta kenningar
sínar. — .