Stormur


Stormur - 27.08.1937, Blaðsíða 2

Stormur - 27.08.1937, Blaðsíða 2
2 STORMUR virðir til hins ítrasta einstaklinginn, sérkenni þeirra og persónuleik og metur það í lengstu lög til auð- legðar og upphefðar hverju menningarþjóðfélagi, að borgararnir séu innan heilbrigðra takmarka sem allra breytilegastir að eðli og eiginleikum. En menning þjóðfélagsins miðast þá við það, hvernig þeim tekst að nytja hina ólíku hæfileika borgaranna, hverjum einstökum til hins mesta þroska og farsældar, jafnframt því að bræða þá saman, þjóðfélagsheildinni til sameiginlegrar ham ingju og heilbrigðs viðgangs“. Þetta eru fögur orð og falleg skoðun og landlækni Jijóðarinnar vel sæmandi. Sérstaklega mega allir Sjálf- stæðismenn fagna því, að þessi maður, sem talinn hefir verið í flokki hinna róttækustu jafnaðarmanna — jafnvel kommúnista — skuli nú „virða til hins ítrasta einstak- lingana, sérkenni þeirra og persónuleik og metur það í lengstu lög til auðlegðar og upphefðar hverju menn- ingarþjóðfélagi að borgararnir séu, i nnan heilbrigðra takmarka, sem allra breytilegastir að eðli og eiginleik- um“. — Falla skoðanir Sjálfstæðismanna og landlæknis- ins hér algerlega saman og vonar sá, er þetta ritar, að landlæknir noti gáfur sínar og rithöfundarhæfileika til þess að koma sem flestum af (fyrri?) skoðabræðrum .sínum á þessa heilbrigðu og fögru lífsskoðun. Landlæknir heldur síðan áfram og segir: „Þessum hugsunarhætti er það fjarstætt að jafna saman kynbótum manna og kynbótum bú- penings. Með slíkum kynbótum er stefnt að því, Framh. af 1. síðu. er það líklega í það eina skifti á ævinni, sem Jónasi Þorbergssyni hefir tekist að hafa taumhald á fýsnum sínum. En eins og vænta mátti tókst Jónasi ekki lengi að stríða gegn því, sem dýpst var í eðlinu. — Þegar kosn- ingabaráttan síðasta hófst, fengu hinir illu vessar líkama hans og sálar aftur yfirhöndina, og enn fór hann af stað eins og dulbúinn flugumaður í dálkum Nýja-Dagblaðsins. [Var rætnin og ósannsöglin enn sú sama, en sá var mun- urinn á þessum greinum hans og fyrri, að þær voru álíka yel skrifaðar og ljóðin, sem orkt eru í bpk hans „Ljóð og línur“. — Hvort þetta hefir stafað af því, að maðurinn .gerði það sem hann gat til þess að dyljast eða af and- legri úrkynjun og hnignun, skal ósagt látið. Eftir að þessum greinaflokki hans lauk, varð nokk- uð hlé á, enda gafst honum þá ekki tími til þess vegna yfirreiðar sinnar um landið, sem tók alllangan tíma, enda að vonum, því að hann mun ekkert hafa siglt á þessu .ári. En nokkrum dögum eftir að hann er kominn heim, og búinn að láta tilkynna það hátíðlega í útvarpinu, að hann væri kominn úr eftirlitsferð sinni, byrjar hann að skrifa í Nýja-Dagblaðið greinaflokk, sem hann nefnir: Verslun íslendinga, og nú hefir honum aukist svo kjarkur, líklega vegna mysunnar þingeysku, að hann skrifar undir fullu nafni. Þegar grein þessi er skrifuð, er aðeins inngangurinn lcominn, en af honum má sjá, að þetta á að verða áróð- ursgrein fyrir Sambandið og kaupfélögin og þá auðvitað um leið fyrir Framsóknarflokkinn, eða forystumenn hans, sem lifa á þessum stofnunum að svo miklu leyti, sem rík- issjóðurinn og ýmsar ríkisstofnanir hrökkva ekki til, til þess að annast framfæri þeirra. Má af þessum stutta þætti ráða nokkuð um inn- ræti þessarar mannskepnu, sem ræður fyrir útvarpinu íslenska. Ætti nú öllum að fara að skiljast, að ekki muni ýanþörf á að fylgjast allrækilega með „hlutleysis“ starfi útvarpsins, þegar og þess er gætt, að til aðstoðar Jónasi í sannleiksleitinni og siðgöfginu eru þeir Sigfús Sigur- hjartarson, Sigurður Einarsson og Jón Eyþórsson. að dýrin svari vel einhverri ákveðinni kröfu, sem eigendurnir gera til þeirra (mjólkurkýr, ullargott fé, reiðhestar o. s. frv.), en fyrir því er engin trygging, að kynbótadýrin séu í sjálfu sér full- komnari en önnur dýr — út frá því sjónarmiði, sem dýrin hafa eða væri skylt að hafa, ef þau hefðu nokkuð sjónarmið — og eru það vafalaust ekki. Hinir hreinræktuðustu veðhlaupahestar, sem gleðja hinn breska aðal með því að vinna veð- hlaupin í Derby, eru gallagripir að öðru leyti með ýmsar erfðavenjur> sem oft verða þeim að fjör- tjóni fyrir aldur fram. Gamlar og lífsleiðar jóm- frúr geta haft mikið yndi af félagsskap kyn- hreinna Pekings-hunda, að sínu leyti eins og sum- um lítilsigldum karlmönnum kemur vel að hressa upp á vesöld síns innra manna með því að státa sig með ruddalegum bolbítum. En hinir kynblönd- uðustu og mest lítilsvirtu þarfahundar, eru engu að síður miklu hæfari til almenns hundalífs, en þessir aristokratisku bræður þeirra. Nú á tímum, þegar svo mikið er skrafað um hið „hreina kyn“, má þetta verða til nokkurrar huggunar okkar mönnum, sem erum svo fjarri því, að vera „hrein- ræktaðir“, að heppilegra hefir þótt að orði komist, er sagt hefir verið, að frá sjónarmiði „kynhreinna“ tildurhunda, værum við allir undantekningarlaust ófétislegustu lubbarakkar og stubbhundar — hið göfuga norræna kyn ekki undanskilð. Við almenna ræktun síns eigin kyns sæmir mönnunum ekki annað — nema þeir sætti sig við að verða veðhlaupahestar fyrir aðalsmenn, keltu- rakkar gamalla jómfrúa eða jafnvel bolahundar einhvers foringja — en að taka tillit til svo marg- breytilegra eiginleika, að á engan hátt verður við neitt jafnað. Þegar menn eiga í hlut, mundi við- leitni til kynbóta í hinni alþýðlegu merkingu þessa orðs, reka sig á þá erfiðleika, sem naumast er hugsanlegt að yfirstíga. Erfðafræðin gæti þar litla aðstoð veitt, þó að hún, sem kunnugt er, endist að ýmsu leyti allvel til leiðbeiningar við kyn- bætur nytjajurta og húsdýra, miðað við þær ein- földu kröfur, sem þar um eru gerðar — að því sleptu hverjir aðrir erfiðleikar væru á að koma við kynbótum á meðal manna á svipaðan hátt og meðal jurta og dýra, ef mennirnir eiga þá ekki að verða skepnur, en halda áfram að vera menn“. 1 þeim kafla greinargerðarinnar, sem nefnist „Arf- gengi fávitaháttar“ segir meðal annars svo: „Fróðustu menn áætla, að helmingur allra fávita og andlegra fáráðlinga, eða 50%, séu fá- vitar fyrir erfðir — og telja jafnvel lágt áætlað, og það er víst, að um 50% allra fávita og and- legra fáráðlinga á fávitahælum í Bandaríkjunum eiga til andlegra fáráðlinga að telja. Sumir, og að ég hygg flestir, gera enn meira úr erfðunum og nefna 66% og enn aðrir 75%. Ef tveir and- legir fáráðlingar eiga börn saman, er talið, að yfir 90% barnanna verði einnig andlegir fáráð- lingar, en ef annað foreldranna hefir eðlilegan andlega þroska, þá um 45%. En hér mun að vísu vera átt við það, að foreldrar séu þá andlegir fá- ráðlingar fyrir erfðir. Bandaríkjamenn hafa gert talsvert að því að semja ættarskrár andlega vanþroskaðs fólks. Á fávitahæli í Kaliforníu voru nokkrir fávitar af sömu ætt, og við eftirgrenslan kom í ljós, að tvenn systkini höfðu bundist í hjúskap á víxl. Voru önn- ur hjónin bæði andlegir fáráðlingar, en hin höfðu eðlilegan andlegan þroska. Út af fyrri hjónunum höfðu komið alls 36 börn frá 8 foreldrum og i

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.