Stormur


Stormur - 14.02.1938, Blaðsíða 2

Stormur - 14.02.1938, Blaðsíða 2
2 STORMUR kosningarnar hafa leitt í ljós ósigur þeirra, bera hvorn ann- an hinum verstu brígslum. Á undan kosningunum reyndu blöð flokkanna, Alþýðublaðið og Þjóðviljinn, að telja borg- urum Reykjavíkurborgar trú um, að Héðinn Valdimarsson, Stefán Jóh. og Einar Olgeirsson væru guðs útvalin verkfæri til þess að hefja þennan bæ upp úr þeirri niðurlægingu, sem „íhaldið" hefir steypt honum í, en þegar kosningunum er lokið, með ósigri þessara manna, ljósta þessi sömu blöð því upp, að í raun og veru séu þessir menn samviskulausir svik- arar og þorparar, sem ekki aðeins hafi setið á svikráðum hverir við aðra á meðan á kosningabandalaginu stóð, heldur og jafnvel við þjóð sína og ættjörðu. — Er hægt að sýna kjósendum sínum meiri ósvífni en þetta? — Fyrst púðra þessi blöð andlit Stefáns Jóhanns og Héðins Valdimarssonar til þess að dylja eiginhagsmunadrættina og svita sjálfselsk- unnar, en síðan þvo þau púðrið miskunnarlaust af, svo að vesalings mennirnir verða eins í útliti og útslitin vændis- kona að morgni dags. V. Enn verður ekki sagt með vissu, hverjar afleiðingar hinn mikli sigur Sjálfstæðismanna í bæjarstjórnarkosning- unum hér í Reykjavík kann að hafa; en alt bendir til þess, að þær verði miklar, og geti jafnvel ráðið straumhvörfum í stjórnmálum alls landsins næstu árin. Eins og nú standa sakir, er ekki annað sýnna, en að Al- þýðuflokkurinn klofni, og að nokkur hluti hans hverfi yfir til kommúnistanna, með Héðinn Valdimarsson í broddi fylk- ingar. — Hversu mikill hluti kjósenda kann að fylgja hon- um, verður ekki sagt, því að enda þótt fylgi hans sýndist vera talsvert innan flokksins, áður en til kosninga var gengið, geta úrslit kosninganna hafa haggað því. En ekki er ósenni- lega til getið, að flokkar kommúnista og jafnaðarmanna verði um það bil jafnir í Reykjavík, ef Héðinn gengur undir merki Stalins. Hverja afstöðu þingmenn flokksins kunna að taka, ef til klofnings kemur, er heldur ekki vitað með vissu; en senni- legt er, að enginn þeirra mundi fylgja Héðni yfir til komm- únista. — Stjórnarflokkarnir mundu þá aðeins missa einn þingmann úr liði sínu, og mundu því þeirra hluta vegna geta haldið samvinnunni áfram. En þótt mannfæðin aftri ekki samvinnunni, þá eru þó allar líkur fyrir því, að henni verði slitið á næsta þingi, og kemur þá vart til annars en að þing verði rofið, og efnt til nýrra kosninga. Nú er það að vísu svo, að ekkert þráir hinn háttlaunaði og bitlingahlaðni lýður jafnaðarmanna og framsóknar en að hanga áfram við völdin, og tilvera beggja verður mjög örð- ug, ef þeir missa aðstöðuna til þess að stela bæði beint og Óbeint úr ríkissjóðnum, og þeim stofnunum og fyrirtækjum, sem ríkið rekur, en með áætlunum sínum og stefnuskrár- glamri við síðustu kosningar, og samþyktum og yfirlýsing- um flokksþinganna, hafa báðir flokkarnir sett sig í þá gildru, sem þeir sleppa ekki úr nema bíta af sér skottið eða löppina — eða hvorutveggja. Á pappírnum skilur nú svo mikið milli framsóknar- manna og jafnaðarmanna, að þeim verður stjórnarsamvinna áfram nær ómöguleg, og óhjákvæmilega myndi hún leiða til þess, að báðir flokkarnir töpuðu stórkostlega fylgi, eða þá að annar þeirra nær því þurkaðist út. Svo mundi til dæmis fara fyrir Alþýðuflokknum, ef hann hengi áfram í stjórn, en gæti ekki komið fram neinum af hinum svokölluðu stefnu- skrármálum sínum, og sama máli gegndi um Framsóknar- flokkinn, ef hann yrði undirlægja sósíalistanna. Auk þess hlýtur að leiða til hinna mestu átaka milli Framsóknarmanna og Jafnaðar, um það, hvernig vinnulöggjöf vorri skuli fyr- ir komið. — Eftir að hrammur verkfallanna og ofbeldi sósíalistanna fór að teygja sig út í allá kaupstaði og þorp landsins, hafa bændur landsins og þeir, sem. í sveitunum búa, loks skilið, við hvern hnefarétt atvinnuveitendur Reykjavíkur hafa haft við að búa á undanförnum árum. Bændurnir skildu það ekki fyr en komið var að hjartanu í þeim sjálfum, þeir sviptir at- hafnafrelsi og möguleika á því, að hagnýta sér og koma af- urðum sínum í verð, hvílíkt ógnarvald hinn ótakmarkaði verkfallsréttur er, þegar hann er í höndum ósvífinna og valdagjarnra spekúlanta, eins og t. d. Héðins Valdimarssonar, sem beitir honum ekki með hagsmuni verkalýðsins fyrir aug- um, heldur til þess að halda sjálfur völdum og ná í meiri. Hin harðvítuga Akureyrardeila hefir einnig opnað augu Framsóknarmannanna fyrir því, að nauðsynlegt sé að setja vinnulöggjöf, sem eitthvað geti hamlað því, að bæði verka- lýðurinn og vinnuveitendur séu báðir ofurseldir einræðis- og byltingadraumum verstu manna rauðliðanna. Þegar á næsta þingi eru því allar líkur fyrir því, að vinnulöggjöfin verði stærsta mál þingsins; og það er ekki ólíklegt, að þar komi til samvinnu milli Sjálfstæðis- og Fram- sóknarmanna, því að um samvinnu við Jafnaðarmenn verður þar ekki að ræða svo framarlega sem vinnulöggjöfin á að verða nokkur trygging fyrir því, að þjóðin fái þann vinnu- frið, sem hún þarfnast jafnvel meir en nokkuð annað á þess- um erfiðleika tímum. En ef Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn leysa þetta mál á komandi þingi í andstöðu við rauðu flokkana, hlýtur samvinna stjórnarflokkannu að verða slitið, og þá er tæpast um aðra lausn að ræða en þingrof og nýjar kosningar. VI. Bæjarstjórnarkosningarnar hér í Reykjavík eru vafa- laust mikilvægustu og þýðingarmestu kosningarnar, sem far- ið hafa fram hér á landi. Þær sýndu það fyrst og fremst, að höfuðstaður lands- ins er öruggasta vígið gegn erlendum öfgastefnum, kommún- ismanum og sósíalismanum. — Þær sýndu það, að þroskuð- ustu kjósendurnir, þeir, sem best fylgjast með gengi þjóð- málanna og best þekkja þá menn, sem þar hafa forystuna, treystu Sjálfstæðismönnum best til þess að fara með stjórn- ina. — Þeir létu ekki hið „nýja andlit“ Jónasar Jónssonar blekkja sig, og rógur rauðliðanna um þá, sem stjórn bæjar- málefnanna hafa haft með höndum, hafði engin áhrif á þá. Þeir vissu það af eigin raun, að bæjarfélagi þeirra var betur borgið undir stjórn hygginna mannkostamanna en æfintýra- manna og valdaþyrstra spekúlanta, eins og Jónasar Jónsson- ar, Héðins Valdimarssonar og Sigurðar Jónassonar. — Þeir vissu það, að menn eins og Pétur Halldórsson og Jón Björns- son eru menn, sem'vilja ekki vamm sitt vita, og er jafntrú- andi fyrir annara fé sem sínu eigin, en að margir af forystu- mönnum rauðliðanna eru menn, sem annaðhvort er með- skapað að kunna ekki að gera greinarmun á hvað þeir eiga og aðrir eiga, eða vilja það ekki. — Og þeir vissu það vel, að saga sumra þessara manna er ein óslitin saga fjárdráttar og fjáróreiðu. En þessi sigur Sjálfstæðismanna má ekki fylla þá of- metnaði eða gera þá værukæra. Hann á að hvetja þá til nýrrar sóknar, að því takmarki að ná hreinum meirihluta við næstu Alþingiskosningar. — Þessar síðustu kosningar og Al- þingiskosningarnar í vor hér í Reykjavík eiga að verða afl- gjafi fyrir alla Sjálfstæðismenn landsins. — Enda þótt þing- mannatala flokksins yrði ekki hærri en raun varð á við síð- ustu kosningar, var kjörfylgið geysimikið — nærri því helm- ingur kjósendanna — og í mörgum kjördæmum vantaði að- eins herslumuninn. — Þess er og að gæta, að þær kosningar komu Sjálfstæðismönnum á óvart, en hinar voru undirbúnir. En nú þurfa Sjálfstæðismenn ekki að vera óviðbúnir, því að þeir vita, að kosningar geta orðið hvenær sem er, eftir að þessi vetur er liðinn, og verða að öllum líkindum á næsta sumri. — Allir góðir Sjálfstæðismenn verða því nú að víg- búast, hvetja vopn sín og treysta hlífar sínar. ---------xx---------

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.