Stormur


Stormur - 08.08.1939, Síða 1

Stormur - 08.08.1939, Síða 1
STORMU R Ritstjóri: Magnús Magnússon XV. árg. Þriðjudaginn 8. ágúst 1939. 21. tölubl. ÍTlörg ueður í lofti. Oft er á það drepið í ræðu og riti, að ein stétt aðeins sé til í landi voru — alþýðustétt svokölluð. Þess er þá getið, að gervöll þjóðin sé komin af bændafólki og að sá uppruni sé á næstu grösum við þorpin sem bygð eru á mölinni. Þó að þetta kunni að hafa verið nokkurnveginn rétt og satt um aldamót, fær það eigi staðist nú í dag. Stéttabar- áttan, sem skipar nú hverri atvinnudeild þjóðarinnar og stétt- um hennar í fjan.dsamlega flokka, hefir gert þjóð vora að nokkurskonar brotum, eða sundurleitum flokkum sem naum- ast mæla sömu tunguna, og því síður að brotin stundi sams- konar hugsunarhátt eða sömu lífsvenjur, 1 orðum né gerðum. Greinilegasta sönnunin í þessu efni er útvarpið, t. d. gamanþættirnir, sem þar eru leiknir. Þar er síðasta dæmið leikur „Jóns í kotinu“ og ungrar meyjar. Karlinn sá talar að vísu skiljanlega íslensku, þó amböguieg sé. Rödd hans er þó íslensk. En tungutak, rödd og hugsunarháttur meyjar- innar er alt svo ömurlegt og ámátlegt, að engin tök eru á að telja þessa flónskollu íslenska manneskju. Það er nú út af fyrir sig ekki stórvítavert, að útvarps- ráðið gefur á þennan hátt „gott veð ir“ einföldum sálum, sem eigi vilja hlusta á vitsmunamál. Hitt er athyglisverðara, að mikill fjöldi útvarpserinda er um þau efni, sem stefna að því að gera Islendinga að leiksoppum fremur en dugandi mönnum. Og auglýsingar í útvarpinu, fjölmargar, gera slíkt hið sama. Engir vitsmunir geta neitað því, að þjóðin lifir á vinnu, sem dáð hennar drýgir á landi og sjó. En útvarpið styður leiki, dans og íþróttir sem svo eru kallaðar, með fleiri orðum en baráttu þjóðarinnar fyrir líf- inu. — Fullkominn rökstuðningur þessara orða minna mundi verða langa-langur. En einstök dæmi eru þó á einn hátt eins og gluggi eða rúða, sem sjá má gegnum inn í stóran sal. Á n. 1. vori sendi ég nátengdum manni útvarpinu erindi, sem ég nefndi: Voriö og lífið. Nafnið segir til efnisins. Það var miðað við, að vera flutt fyrir Jónsmessu í síðasta lagi. í þeirri fyllingu tímans gerði Steinþór Sigurðsson ein- dregna tilraun til að fara með þjóð voi'u upp á „ofur hátt fjall“ — þ. e. a. s. upp á öræfi landsins, sem eru allri alþýðu til mikillar bölvunar, því að þaðan kemur sandrok og ösku- fall og hraunleðja og jöklahlaup yfir bygðirnar og hefir sú óáran fallið í skaut þjóðarinnar alla hennar æfi. Það fylgdi þessu máli að höfundur þess hefði undanfar- in sumur verið uppi í öræfum, líklega látlaust. Þetta hét sumarþáttur. Og hann þótti útvarpsráðinu nauðsynlegur þjóðinni og líklega fagurfræðilegri en erindi mitt um vorið og lífið. Þessi sami höfundur og hans stallbræður eru í nálega hverri viku sítalandi um íþróttir. (En það má þessi Steinþór eiga, að hann er allvel máli farinn). En erindi um hið lifandi starf á landi og sjó á svo örð- ugt uppdráttar hjá útvarpinu, sem nú skal greina: Á n. 1. vori sendi ég útvarpsráði erindi, eða smásögu, sem heitir: Þurkdagur á slættinum. Það var ýkjulaus lýs- ing á starfi einyrkja í sveit, sem vinnur tveggja manna verk á einum degi, við að hirða kýrfóður af töðu. Kona hans hjálp- ar honum og hafa þau ungbarn sitt með sér — í lcassa á velhnum. Þarna getur að líta líf og baráttu þeirrar deildar þjóðar vorrar, sem fjarst stendur teningakasti og leiksoppum. Þetta erindi var lagt í salt eða þá í frystihússklefa út- varpsins, ásamt hinu erindinu og fékk ég þá frétt að sunnan með ferðamanni skilríkum, að óvíst væri, hvort þetta erindi yrði birt. Ég hefi hlustað í vikur og mánuði eftir því, hvort þessi erindi væru nefnd í „dagskrá næstu viku“, og heyrt alla tíð boðaða þætti um íþróttir og auglýsingar um dansa — nætur og daga, um hásláttinn og sjálfan síldveiðitímann. Þegar ég lá í vetur í Landakotssjúkrahúsi, hitti ég þar í ganginum, eða í setustofu, farlama mann, hjartabilaðan og eyðilagðan á taugum — sem fyrrum vann Álafosshlaupið, en sprakk á útgönguversinu. Á hverjum íþróttavelli þessa lands hafa menn beðið ör- kuml í leikjum. Úr þessu á svo að bæta með því að kona eins gáfumanns vors, sem flutt hefir á almannafæri mörg hundruð erindi, flytur á sama almannafæri mörg erindi um hjúkrun. En heilbrigðismálefni, málefni um starfið á sumrin og lífið og vorið, þar sem menn vinna og svitna þögulir við störf, sem lífsnauðsynin heimtar og helgar — þau málefni komast ekki á framfæri í útvarpi Islands, þó að maður eigi í hlut, sem hefir verið vinnandi tíu árum betur en hálfa öld. Hvað veldur öðru eins og þessu? Svarið gæti verið margþætt. En mitt svar verður í fám orðum á þessa leið: Þær stéttir þessa lands, sjómanna- og bændastéttin, sem vinna nauðsynlegustu verkin og erfiðustu, eru minst metnar allra stétta á þeim „hærri stöðum". Ef bóndi er leikinn í útvarpi eða á leiksviði sýndur, er hann í hálfvitagerfi (Jón í kotinu t. d.).. Pólitískir höfðingjar (flokkaforingjar)’ stjaka bændum frá þingmesku, telja þá eigi færa til slíks, og sjómönnum sömuleiðis. Þeirra frásagn- ir af lífinu sjálfu eru settar í skammarkrókinn. Mörg veður eru hér í lofti og flest .um skemtanir og

x

Stormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.