Stormur


Stormur - 08.08.1939, Side 2

Stormur - 08.08.1939, Side 2
2 STORMUR Ferðasaga. i. Ég var orðinn einmana. Einmana — ósköp er eitthvað ömurlegur hljómur í orð- inu, og þó leggur drottinn það á suma að vera einmana alt sitt líf, án þess að þeir vilji vera það, og svo eru líka til einstöku undarlegar sálir, sem sækjast eftir einveru, vilja / vera einmana, enda þótt þeim bjóðist fjöldi förunauta á hiii- um grýtta vegi hérvistar lífsins. Ég er í raun og veru þannig gerður, að mér líkar bæði einveran illa, til lengdar að minsta kosti, og sömuleiðis margmennið. Helst kýs ég að hafa einn eða tvo og í hæsta lagi þrjá til fjóra einhversstaðar í námunda við mig, en þó helst ekki mjög nærri mér, nema alveg sérstaklega standi á, sem ég útskýri ekki nánar. Annars er mér bölvanlega við það, ef menn eru eitthvað að dinglum danglast útan í mér. Ég vil helst vera í friði með mína hluti, og gæti þess líka nokkurn veginn, að vera ekki að kássast upp á annara manna jússur. Satt að segja skil ég ekkert í eðli þess fólks, sem altaf er að skifta sér af annara manna högum og er lifandi dagbók um einkalíf og háttu fólks, sem því kemur ekki lif- andi vitund við, og því hefi ég aldrei skilið almennilega hann Jónas minn, eða þennan þáttinn í innræti hans, en líklega er það umhyggjan fyrir hag og velferð meðbræðranna, sem skapað hefir eða alið þetta eirðarleysi hnýsninnar í honum blessuðum. Já, nú var ég orðinn einmana, og í raun og veru var það eg, sem hafði búið mér þessi örlög. Og þó var það í raun og veru aðeins einn þátturinn af sjálfum mér, sem hafði orðið öðrum yfirsterkari — þáttur sem altaf hefir verið nokkuð ríltur í mér frá því ég komst yfir unglings- árin — undanlátssemin eða ósjálfstæðið, ef kvenmenn eru annarsvegar. — Blessuð konan mín hafði sem sé gefið mér það í skyn í hálfkveðinni vísu, að þótt það væri auðvitað íþróttir. Allur sá mannfjöldi sem lifir í því loftslagi er lítt eða ekki vinnandi fólk. Þeim brotum þjóðar vorrar er út- varpið helgað að miklu leyti — um sjálfan síldveiðitímann og um hásláttinn. Þessi fagnaðarerindi og sá gleðiboðskapur bergmálar um alt landið á kveldin þegar lúið fólk kemur heim af engjum, og þær hinar framandi tungur, vinnulýðnum óviðkomandi, hljóma í hádegisútvarpinu. Það er eigi undarlegt þó að „Jón í kotinu“ verði ras- bögur á vörum, þegar hann á tal ,,um daginn og veginn“ við ungu kynslóðina, sem talar við hann mál, sem er líkara apa- máli eða tóuhvolpa skrækjum, en íslensku. Og þaðan af síður er undarlegt, að vinnandi stéttir lands- ins una hag sínum því verr sem fleiri ný tungl kvikna yfir höfðum þeirra, þegar þær heyra og sjá jafnt um hádegi sem að náttmálum, að meirihluti þjóðar vorrar lifir áhyggju- lausu skemtanalífi alt árið, sýkna daga og helga og hefir sinn hlut á þurru landi, samtímis því, að vinnulýðurinn á „alt sitt undir sól og regni“. En þar eru mörg og misjöfn veður í lofti, þar sem þrumuguðinn ekur bifreiðum sínum yfir landi bænda og ógnar þeim. En úti á fiskimiðum bítur Miðgarðsormur í sporð sér og hefir alla sjómenn í kryppu sinni — uppgefna og andvaka. Guðmundur Fnðjónsson. yndislegt að búa með öðrum eins fyrirmyndar eiginmanni og mér, reglusömum, trúum og fyrirhyggjusömum, þá gæti það samt verið dálítið hressandi að yfii’gefa mig svo sem fimm til sex vikna tíma á meðan sólin vær: hæst á lofti, og svo mundi hún þá enn betur en áður finna til þess, hversu ómissandi ég væri henni! Mér fannst þessi röksemdaleiðsla hennar, sérstaklega síðari hlutinn, mjög skynsamlegur, og eitt andartak fanst mér jafnvel sjálfum, að mér mundi vera líkt farið og henni, og að þetta yrði dálítil tilbreyting í þjóð- stjórnar-tilbreytingarleysinu, og vegna þess að ég hefi ávalt verið fljótur að afráða hlutina við mig, þá samþykti ég sam- stundis þennan skilnað að borði og sæng um fimm til sex vikna tíma, og fór svo alveg ósjálfrátt að hugsa um það, hvar mundi nú búa í bænum Ijómandi falleg stúlka, sem ég hafði orðið málkunnugur fyrir nokkrum árum á ferðalagi. Og s^o fór konan mín í ferðalagið og ég fylgdi henni niður á farþegaskipið Fagranes, sem er alveg skip við okkar hæfi að dómi hans JJónasar míns, einn fagran júnímorgun, og þar kvaddi ég hana með handabandi á þilfarinu, en við hlið- ina á okkur 'kvöddust hjón með svo mörgum og innilegum kossum, að vel hefði mátt halda, að þetta væru síðustu skiln- aðarkossarnir, en svo var þó ekki, því að þegar hið skraut- búna skip rendi frá landi, veifaði konan, hnellin og blóðrík hnyðja á fertugsaldri, til mannsins og kallaði: „Ég kem á- reiðanlega í kvöld aftur, elskan mín“. Mikill dæmalaus kærleikur, tautaði ég um leig og ég gekk upp eftir bryggjunni. Ég gekk heim til mín og hallaði mér aftur á bak í dí- vaninn, þarfasta hlutnum, sem mennirnir enn hafa fundið upp í allri sinni uppfyndingasýki. Ég hefi átt þennan dívan lengi og fjaðrirnar í honum eru farnar að láta sig, en það brakar samt aldrei í honum, það er eins og hann viti það að mér er meinilla við alla slíka bresti, eins og mér er raunar við allan hávaða því að ég er hljóðlátur að eðlisfari. — En hvað alt er kyrt og hljótt í herberginu. Mig langar til að sofna því að ég hefi vaknað óvenjulega snemma vegna þess að ég fylgdi konunni minni til skips. En sú náttúra hefir ávalt fylgt mér, að geta aldrei sofið á daginn, svo a& ég gríp bókina hans Péturs míns Sigurðssonar: Ástalíf hjóna, og fer að blaða í henni. — Mér finst það svo vel við eigandi, þegar konan mín er farin, og svo hefi ég heldur ekki lesið bókina, þótt hún hafi legið á borðinu hjá mér vikum saman. Og nú vill svo einkennilega til, að ég er ekki fyr búinn að lesa nokkr- ar línur, en ég oltinn út af steinsofandi, og sef í fulla þrjá tíma, værum og föstum svefni. — Þvílík dásamleg bók! Ég vil ráðleggja öllum til að fá hana, sem eiga bágt með svefn, og ég tel jafnvel, að læknar ættu að nota hana í stað klóró- forms við sjúklinga, sem eru bilaðir fyrir hjarta vegna of- di’ykkju og þola því illa svæfingu. Ég þori næstum því að ábyrgjast, að þeir myndu ekki vakna, þótt gerður væri á þeim holskurður. — Og svo eru engin eftirköst eftir svefn- inn, ekki einu sinni, að það sem maður hefir lesið í bókinni, sé að þvælast í huganum, eins og efnið í sumum bókum er að gera. — Já, þetta er alveg dásamleg bók hjá honum Pétri mínum, og Pétur er líka alveg óviðjafnanlegur, því að sál- ardjúp hans eru botnlaus og óþrjótandi eins og pytturinn í Ægissíðutúninu. En nú er mig farið að dauðlanga í kaffi eftir allan þennan svefn. Ég kalla upp: Góða mín, gefðu mér kaffi, en í sömu

x

Stormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.