Stormur


Stormur - 08.08.1939, Side 3

Stormur - 08.08.1939, Side 3
STORMUR 3 andránni man ég eftir því, að það er engin góða mín hjá mér. — Nei, það er ekki um anað að gera en að fara niður í bæ og fá mér það, eða hita það sjálfur og ég vel síðari kostinn, því að mér er ákaflega illa við allt göngulag. Og svo fer ég fram í eldhús og set rafkönnuna í samband og fer svo aftur inn og halla mér á meðan vatnið er að hitna. En krafturinn í Sogsvirkjuninni er mikill, og þegar ég kem aftur fram í eldhúsið sýður og bullar vatnið upp úr könn- unni og herbergið alt fult af gufu, svo að ég sé ekki handa- skil. Ég kippi í snatri úr sambandinu, en ferst það einhvern- yeginn svo óhönduglega, að kannan fellur á gólfið og alt úr henni. Til allrar hamingju brenni ég mig ekki, en mér þykir þetta samt bölvað, því að ég hafði einsett mér að þvo aldrei gólf á meðan konan mín væri í burtu, því að mér er bölvan- lega við alla þvotta og hreingerningar í húsum inni. Ég þurka það mesta upp af gólfinu og set síðan könnuna aftur í samband og nú þori ég ekki annað en að standa yfir henni, svo að ég sjái þegar bólurnar fara að koma upp. En á meðan tek ég pokann úr kaffikönnunni og þvæ hann vandlega og sný upp á hann, uns ekki lekur úr honum deigur dropi. Síðan set ég hann í könnuna og helli volgu vatni í hann, því að það hefir konan mín sagt mér, að væri beti'a. Svo tek ég upp kaffiboxið og læt hálfa þriðju kúfaða matskeið af kaffi í hana — nákvæmlega helmingi meira en konan mín sagði, að ég ætti að láta, því að ég er hræddur um, að hún hafi hugsað of mikið um, að ég færi sparlega með efnin, og síð- an læt ég drjúgt af exporti og loks talsverða góflu af salti, því að gömul kona, sem ég var eitt sinn með, hafði sagt mér, að þá yrði kaffið skarpara á bragðið og auk þess er ég mjög gefinn fyrir salt. Síðan byrja ég að hella á könnuna, því að nú eru bólurnar komnar upp. Ég fer að öllu rólega, helli hátt og tígulega í könnuna og síg að mér kaffiilminn, sem er enn ljúffengari en bragðið, og betri en nokkur annar ilm- ur, nema ef vera skyldi ilmur af velræktaðri, grænni töðu. — Mikið eiga konurnar gott að geta altaf andað þessu að sér og líklega er miklu betra að vera kvenmaður en karlmaður, ekki síst eftir að leiðbeiningarnar hennar Katrínu Thoroddsen komu, hugsa ég með mér. Og þegar ég er búinn að hella öllu vatninu á kaffikönnuna, helli ég kaffinu þrisvar sinnum í bolla og í könnuna aftur, svo að það trekkist, og þegar ég er búinn að öllu þessu, helli ég fleyti fullan bollann af ilmandi, brúnrauðu kaffinu og bergi á. — En hvað er þetta, það er nkkert kaffibragð að því, heldur brimsaltur keimur, líkur því, sem er að sjónum í Nauthólsvíkinni, þar sem marglyttan var nærri því búin að gera út af við hann Pétur minn Jak- obsson. En til allrar hamingju sigraðist Pétur á óvættinni, og þá gaf hann út seinni kvæðabókina sína, eins og nokkurskon- ar þakklætis eða ljóðfórn til drottins almáttugs fyrir frels- unina úr þessum ógeðslega sjávarháska. — Auðvitað sé ég undir eins hvernig í öllu liggur, því að ég er fljótur að álykta eins og nafni minn, Magnús Torfason, náttúrlega hef ég látið heldur mikið af saltinu. En þegar ég var lítill, sagði gamla fólkið mér, að það væri synd að fara illa með mat, og kaffi er matur, svo að ég læt mér hvergi bregða og drekk þrjá bolla af kaffinu, og verkunin er alveg eins og vanalega, léttur sviti um allan líkamann og notalegur hjartsláttur. — Svo helli ég afganginum í hitabrúsa, og læt fáeina brennivíns dropa saman við, til þess að það geymist betur. Og nú man ég eftir því, að ég hefi alveg steingleymt í öllu þessu heimilis- vafstri og umhyggju fyrir munni og maga, að sjá sálinni fyrir hollri næringu með því að lesa morgunleiðarann eftir hann Valtý minn. Ég hefi upp á blaðinu, og halla mér aftur .á bak í dívaninn og byrja auðvitað á leiðaranum. En hvað Endurminningar frá æsku- og skólaárum. Framh. En þessa sömu nótt, vaknaði vökumaðurinn við eitt- þvert þrusk, sem honum heyrðist vera við herbergisdyrnar mínar. Fór hann niður til að forvitnast um hverju þetta sætti, og brá þá heldur en ekki í brún, því að sjúkling- urinn, sem hann hafði orðið að snúa í rúminu daginn áð- ur, og var vita ráðþrota, lá á hnjánum utanvert við dyrn- ar, og var að fálma upp eftir hurðinni, auðsýnilega að leita að húninum. Var eg þá vakandi en með óráði. — En svo hagaði til, að fyrir framan herbergisdyrnar mínar lá stigi allbrattur niður í eldhúsið, en þar var vatnskrani, og þóttust nú allir vita, að eg mundj hafa skriðið niður stigann þessar þrjár nætur og fengið mér að drekka, en svo vildi mér það óhapp til þriðju nóttina að villast á heimleiðinni — finna ekki hurðarhúninn. Eftir þetta var herberginu tvílæst og lykillinn hafður í að utan, og hætti mig þá að dreyma þetta, og þorstinn fór aftur að ásækja mig. .... Ýmislegt mundi eg úr óráðinu og var sumt rétt en sumt tómur tilbúningur. Eg þóttist t. d. einu sinni hlusta á tal vinnumanns úr næsta húsi og einnar vinnukonu sýslu- mannsfrúarinnar. Var stúlkan að segja manninum það, að þessi nýi vetrarmaður sýslumannsins væri ljóti gras- asninn, hann hefði nú verið að bjástra við það allan dag- inn í gær, að flytja vatn í móhripum. — Hlógu þau hjart- anlega að þessari vitleysu minni. Eg reiddist stúlkunni ákaflega fyrir, að hún skyldi bera mér þenna fáráðlingshátt á brýn, og löngu eftir að eg var orðinn frískur, sat þetta í mér, því að eg þóttist alveg viss um, að hafa heyrt hana segja þetta. En þó fór svo, áður en veturinn var á enda, að eg vændi hana ekki um þessa græsku. Eitt bar undarlegt fyrir mig, meðan eg lá í óráðinu. — Eina nóttina sá eg að dyrnar opnuðust og inn komu allir sjódruknuðu mennirnir og lak sjórinn úr fötum þeirra. Þeir gengu rakleitt í gegnum herbergið og að glugganum og steyptu sér þar allir út um. Gekk Jónas síðastur — hann hafði búið í þessu herbergi á undan mér — og er hann laut áfram til þess að steypa sér út, sá eg að stór skella var á hnakkanum. — En það einkenni- lega var, að þegar líkið fanst, hafði þessi skella verið aft- an á höfðinu, en um það hafði eg enga hugmynd, og eg man ekki betur, en að líkið fyndist ekki fyr en eftir, að þetta bar- fyrir mig. Eg komst á fætur rétt fyrir jólin og var þá með öllu hárlaus og hinn ófrýnilegasti ásýndum. Þó var eg hafður til borðs með fólkinu á jólunum og er mér það minnis- stæðast, að einn góðtemplari sem með okkur borðaði, át sig fullan í rommbúðingi, og fór á mánaðar túr. er þetta? Það setur að mér geispa, og svei mér ef mér finst ekki að mér ætli að líða í brjóst. Nei, þetta getur ekki verið heilbrigt, heilbrigður maður geispar ekki yfir lestri, það hlýtur að vera einhver bölvun að vera að byrja í mér, sem best er að koma með varnir gegn henni í tíma. Stend síðan upp og teyga kaffið úr hitabrúsanum, og byrja svo aftur á leið- aranum, og snild máls og efnis lyftir sál minni á flug og gefur mér sýn langt út í framtíðina.

x

Stormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.