Stormur


Stormur - 09.12.1939, Side 3

Stormur - 09.12.1939, Side 3
STORMUR 3 — BÆKUR Frú Curie. Ritsafn Jóns Trausta. Prestasögur. • / I. Frú Curie. Fi’emur fáskrúðugt væri nú um að litast á bókamarkað- inum, ef fsafoldarprentsmiðja væri ekki með sína stórfeldu og fjölbreyttu bókaútgáfu. — Gefur hún á þessu ári ekki út aðeins hinn mesta fjölda af bókum, heldur eru og sum- ar þeirra úrvalsbækur, sem stór gróði er að fyrir bókment- ir vorar. — Það þrekvirki hefir hún og unnið, sem tal- ið er eitthveft það mesta, sem leyst hefir verið af hendi í íslenskri bókagerð til þessa, að gefa út með fárra daga millibili tvær geysistórar bækur: Maríu Antoinettu og Frú Curie, bundnar í skinn, og svo vandaðar að öllum frá- gangi, áð bókfróðum mönnum ber saman um, að fram úr skari í íslenskri bókagerð. En þessum tveim æfisögum hæfði heldur ekki annað en hin vandaðasta ytri gerð, því að báðar eru frámunalega vel úr garði gerðar frá höfundanna hendi, og þó eru þær svo ólíkar sem mest má verða um alt, persónur, efni og stíl. — Önnur er saga konu, sem var borin til hinnar mestu hefðar, en endaði á höggstokknum, konu, sem var lítil í meðlætinu, en stór í mótlætinu og mest í dauðanum. Hin er sagan af konu, sem vann sig fram af eigin ram- leik með dæmafárri atorku, fórnarlund og þrautseigju, var mikil, jafnt í meðiæti og mótlæti og vann heiminum óendanlegt gagn með lífi sínu. Önnur er rituð af frábærri orðgnótt og glæsileik í með- ferð máls og stíls, samfara óvenjulega glöggu innsæi í sál- arlíf persónanna og há-dramatiskri frásagnargáfu, sem hrífur lesandann með sér. Hin er rituðuð í unaðslega fögrum og látlausum stíl, sem er í algerðu samræmi við líf og háttu hinnar göfugu vís- indakonu, sem metorð, frægð og hverskonar heiður hafði engin áhrif á. Og því er það, að það er eins og þessar tvær æfisögur fylli hvor aðra upp, jafnframt því,' sem þær sýna þó svo glögt, hversu ólík og margbreytileg snildin getur verið. — Frú Kristín Ólafsdóttir læknir hefir þýtt Frú Curie, og leyst það ágætlega af hendi. II. Ritsafn Jóns Trausta. Ein fylgja fátæktar vorrar og mannfæðar er sú, að enn eigum vér fáar heildarútgáfur af verkum vorra bestu rit- höfunda og skálda. — Nokkuð er þó úr þessu að rætast í seinni tíð. — Heildarútgáfa er komin af verkum Jónasar Hallgrímssonar, ljóðum Matthíasar Jochumssonar, Guð- mundar Guðmundssonar og Gríms Thomsén. Söguskáldin' hafa enn orðið á hakanum, en nú hefir Guðjón Ó. Guðjóns- son yfirprentari í Isafoldarprentsmiðju hafist handa á því mikla þarfaverki, að gefa út öll skáldverk Guðmundar Magnússonar -— Jóns Trausta. Jón Trausti var um langt skeið einna vinsælastur af sagnaskáldum vorum. Þeir Einar Hjörleifsson Kvaran og hann börðust lengi um frægðina og vinsældirnar, og mun naumast hafa mátt í milli sjá, hvor betur mátti, enda voru báðir snillingar, þótt gerólíkir væru. — Guðmundur var stórbrotnari og vængtak hugmyndaflugsins stærra, en Ein- ar var formfegurri, listrænni og vandvirkari. Flestar af sögum Jóns Trausta hafa um langt skeið verið ófáanlegar, og svo má segja, að hann sé ókunnugur að mestu þeirri kynslóð, sem nú er að komast til þroska í land- inu. Ekki síst vegna hennar var því þörf á þessari heildar- útgáfu á sögum hans, því að þær gefa ágæta lýsingu á lífi þjóðarinnar á síðari hluta nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu. Og sumar af sögum hans lýsa einnig vel menn- ingu og lífi þjóðarinnar á 18. öld (Skaftáreldar). Þetta fyrsta bindi af Ritsafni Jóns Trausta er mikil bók, um 460 bls. í stóru broti. Fylgir því skilmerkilega skrifað- ur inngangur eftir dr. Stefán Einarsson, og er þar að fá ýmsar mikilvægar upplýsingar um líf og ævi skáldsins. — Vonandi er, að salan á þessu fyrsta bindi gangi svo ört, að sleitulaust verði hægt að halda áfram útgáfunni, en samtals munu bindin verða sex, því að Jón Trausti hélt ekki að sér höndum meðan dagur entist. III. Prestasögur. Engum af embættismönnum sínum á íslenska þjóðin jafn mikið upp að unna og prestunum. — Þeir lifðu meðal al- þýðunnar og þoldu súrt og sætt með henni. Þeir voru margir hverir sveitarhöfðingjar, forystumenn, jafnt í and- legum sem veraldlegum hlutum. Frá prestssetrunum breidd- ist siðfágun og ýiíiiskonar menning, og hjá prestunum nutu margir af vorum bestu mönnum sinnar fýfstu uppfræðslu og uppörvunar. — Og ótaldir eru þeir unglingar, sem prest- arnir blátt áfram ,,uppgötvuðu“ — fundu mannsefnið í þeim, og áttu svo sinn stóra þátt í því, að koma þeim til mentunar og frama. Þessar Prestasögur Oscars Clausen eru ekki af þessum góðu hirðum þjóðar vorrar. Þær eru af prestum, sem sumir voru að vísu gáfaðir og miklir hæfileikamenn, en voru ýms- um slæmum breyskleika haldnir, einkanlega var þó holdið veikt, þegar vín eða kvenfólk var annarsvegar, enda hafa þessar unaðsemdir mörgum á kné komið. Margar af þessum prestasögum Clausens eru bráðskemti- legar, svo sem sögurnar af Einari „,prestlausa“ í Gríms- tungu, Ásgrími Hellnapresti og ögmundi „íslandströlli". — Ögmundur var prestur á Tjörn á Vatnsnesi 1837—1845, en hafði þó hvorki lesið guðfræði, né tekið próf í henni. Var hann fyrst við nám í Bessastaðaskóla, en var- latur og sóttist það því seint. Síðan sigldi hann til Kaupmanna- hafnar og las þar fyrst lög en síðan náttúruvísindi, en tók aldrei neitt próf. Fékst hann allmikið við skáldskap og var tíður gestur hjá dönsku hirðinni, og gekk sjö sinnum fyrir konung. Orti hann brúðkaupskvæði um dætur kon- ungs tvær og þá 100 dali að launum, 50 frá prinsessunum og 50 frá konungi. Loks gafst hann upp við námið í Kaup- mannahöfn og varð barnakennari í Keflavík í þrjá vetur. En þá losnuðu tvö prestaköll, Tjörn á Vatnsnesi og Bægisá, og sótti ugmundur um þau bæði. Umsókn hans var á þessa leið: Til Pi’æstekaldet Bægisaa er undirdanigst min Altraa, men kan jeg ikke dette faa, saa beder jeg om en lille bitte Tjörn som med Sæl og Grönlandsis kan fodre sine Börn. Og Tjörn fékk hann. Hafði hann Katadals-Þorbjörgu fyrst fyrir ráðskonu, en kvæntist síðan konu er Ólöf hét. Til hennar orti hann þessar vísur, skömmu eftir giftinguna: Prestinum illa giftast gekk, gigtar flengdur hrísi, Ólöfu til eignar fékk fyrir átta merkur af lýsi.

x

Stormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.