Stormur - 16.08.1940, Qupperneq 2
2
STORMU&
Hvað höfðingjarnir hafast að...
verður ekki annað sagt, en að Sjálfstæðisflokkurinn sé jafn
fjarri stjórnmálatakmarki sínu eins og hann var, þegar
stjórnarsamvinnan hófst. En nú munu ef til vill góðviljaðir
menn og sanngjarnir segja: Forystumenn flokksins hafa
vafalaust gert alt, sem hægt var að gera, til þess að koma
stefnumálunum fram, og ef þeir hefðu gengið feti lengra,
þá hefði stjórnarsamvinnan rofnað, og við því mátti þjóð-
in ekki á þessum hættulegu tímum.
En mundi stjórnarsamvinnan hafa rofnað, þótt vorir
menn hefðu verið kröfuharðari?
Og þótt hún hefði rofnað, var það þá stór háskalegt að
gengið yrði til kosninga?
Hvað fyrri spurningunni viðvíkur, þá er það mjög ósenni-
legt, að til samvinnuslita hefði komið, þótt forystumenn
Sjálfstæðisflokksins hefðu lagt ríkari áherslu á hinar sjálf-
sögðu og réttmætu kröfur flokksins. — Framsókn og Stef-
áns Jóhanns flokkurinn hefðu aldrei vogað sér að fara ein-
ir með stjórn landsins í hreinni andstöðu við Sjálfstæðis-
menn, til þess voru þeir altof veikir. Þeir mundu því hafa
gert eitt af tvennu: beygt sig fyrir kröfum Sjálfstæðis-
manna eða látið ganga til nýrra kosninga og sennilegra
er, að þeir hefðu tekið fyrri kostinn, því að þeir, sem vonda
hafa samviskuna, reyna að fresta því í lengstu lög, að úr-
slitadómur sé lagður á verk þeirra. En ef þeir hefðu tekifj
hinn kostinn, þá er ekkeft líklegra en að kosningarnar
hefðu orðið stórsigur fyrir Sjálfstæðismenn, enda þótt vafa-
samt megi teljast að þeir hefðu náð hreinum meirihluta.
Er naumast nokkur vafi á því, að Sjálfstæðisflokkurinn
hefði orðið stærstur þingflokkanna að afstöðnum þessum
kosningum, og þá hefði það verið hann, sem stjórnina
hefði myndað, og þá hefði hann getað haft forræði þeirra
mála, sem hann nú ekki hefir, en varða þó alla þjóðaraf-
komuna mestu máli —- viðskiftamálin. — Þeir, sem kunna
að efa þetta, skulu íhuga í hvaða upplausn sósíalistaflokk-
arnir voru komnir, og í hvaða öngþveiti atvinnuvegirnir
og fjárhagur ríkisins var kominn undir yfirstjórn Fram-
sóknarflokksins. Það þarf því í raun og veru alveg yfir-
náttúrlega trú á heimsku og fáfræði kjósendanna til þess
að geta trúað því, að þeir vildu enn um 4 ára skeið fela
þeim mönnum forystuna, sem höfðu siglt öllu í strand.
En — munu einhverir segja, eiín er tími til stefnu, og nú
er skamt að bíða kosninga, og þá geta Sjálfstæðismenn
sigrað.
En hvernig er nú um sígurvonirnar, ef það er rétt, sem
Björn Ólafsson segir?
Hvernig getur Sjálfstæðisflokkurinn vænst sigurs, ef
það er rétt, að öll verzlunarstéttin eða meginhluti hennar
trúi því ekki lengur, að Sjálfstæðisflokknum megi treysta
til þess að bera réttiætis- og sanngirnismál hennar fram
til sigurs og neita því öllum stuðningi við hann?
Og hvernig er hægt að vænta þess, að Sjálfstæðisflokk-
urinn sigri, ef þannig hefir verið á spilunum haldið, að Isa-
fold sést ekki í mörgum sveitum landsins, en Tíminn aftur
á móti þar á hverjum bæ?
En er hægt að trúa því, að þetta sé rétt hjá Birni Ólafs-
syni? Er hægt að trúa því, að flokkurinn sé orðinn sama
sem málgagnslaus út um sveitir landsins? Og ef svo er,
hverir bera þá ábyrgðina á því?
Á ekki hver Sjálfstæðismaður heimtingu á því, að þess-
um tveim spurningum sé svarað tafarlaust og afdráttar-
laust?
Fyrir nokkrum dögum flutti Sigfús Halldórs útvarpser-
indi, er aðallega var ádeila á ýmsa háttu eldri og yngri
manna, karla og kvenna hér í Reykjavík. Er gott eitt um
það að segja, að við slíkum misferlum sé hróflað, en ádeila
ein læknar hvorki þessi mein né önnur. Ætti þess að vera
von, þá verður alt frá rótum að rekja, finna orsakirnar og
„stemma á að ósi“.
Ætla eg hér að fara nokkrum orðum um aðalatriði fyr-
nefnds erindis, og gera grein fyrir orsökum þessai'a mein-
semda, að minsta kosti að nokkru leyti, og legg svo þessi
gögn fram fyrir siðgæðinga og siðfræðinga lýðsins, þeim til
ábendingar við lækninguna, er eg læt þeim eftir.
Vík eg þá fyrst áð útivistum barna á kvöldin, sem víst
eru skaðlegar og leiða margt ilt af sér. En hér er áreiðan-
lega, að mjög miklu leyti, fordæmi og háttalagi foreldra
og húsbænda um að kenna. Engan má undra, þó börn og
unglingar hneigist til sjálfræðis, þegar allan aga brestur,
annað húsbændanna ef til vill fjarverandi, en hitt á bíó
eða öðrum jafn virðulegum stöðum til kl. 11 eða lengur
á kvöldin.
Þá kem eg að hnupli, innbrotum og þess háttar klækj-
um unglinga. Ætli þar mætti ekki benda á fordæmi? Eins
og öllum vöxnum er kunnugt sat hér við völd árin 1927—
1931 ríkisstjórn, er fór með fé ríkissjóðs svo sem það væri
eign hennar, sóaði því í heimildarleysi og bruðlaði, svo
sem best hún kunni. — Mun lýðum aldrei verða ljóst fjár-
rán hennar, hverjum býsnum nam, og eftir af þeim hefir
eymt fram að síðustu tímum, þó nokkuð sé á annan veg.
Einnig hafa nú á seinni tíð orðið sjóðþurðir hjá embættis-
mönnum, og alt hefir þetta verið látið víta- og refsinga-
laust. Um alt þetta hafa stálpaðir drengir heyrt, og dreg-
ið sínar ályktanir af, — þótst skáka í öruggu hróksvaldi
og hafa ágætt fordæmi sinna gerða.
Kem eg þá að ölvun manna á almannafæri og drykkju-
látum, er ræðumaður gerði mikið úr. Það vita allir, að
áfengi hefir misjöfn áhrif á menn, og að miklu skiftir,
hvernig það vín er, sem menn neyta. Nú hefir ríkisstjórn-
in með höndum túnverslun ríkisins, og er það alkunna, að
hún selur afar ilt áfengi. Mun hér aðallega drukkinn svo-
nefndur ,,svarti-dauði“, sem á nafnið með réttu, svo illur
er hann og banvænn. Þessi drykkur er bruggaður hér eftir
hendinni og seldur jafnharðan. Full ástæða er til þess að
ætla, að í drykk þenna sé hafðar ódýrustu og verstu teg-
undir alkóhóls, sem kostur er á, líklega kartöfluspritt eða
enn göróttari drykkur. Og alt er þetta selt nýtt og ólago.*-
að, en slíkt mun hvergi eiga sér stað nema hér. En þessi
óþverri tryllir menn og gerir þá æra. Á ríkisstjórnin því
beinlínis sök á ölæði og ærslum þessara manna. — Á styrj-
aldarárunum 1914—18 var bannað í Englandi að' selja
whisky yngra en þriggja ára gamalt. Veit eg ekki annað
en það bann standi erin.
Er eg þá kominn að hinu síðasta, er mér virtist höf. sé
einna viðkvæmast, en það er flangur kvenna hér við bresku
hermennina. En þetta er ekkert sérstakt fyrirbrigði hér.
Þessu er þannig farið um allan heim, að kvenfólk laðast
fremur að útlendingum en eigin þjóðar mönnum. Hlýtur
höf. erindisins, er hefir „fjöld farit“, að vera þetta kunn-
ugt. En um þessi mál, hin erotisku, er best að mæla sem
fæst, enda ekki á allra færi. En dæmi má færa til þess, að
þetta viðlit kvenna til útlendinga hefir tíðum haft sína þýð-
ingu og ekki litla. Má benda á dæmi hinnar fjónsku meyj-
ar, er Karen hét, og leit Islendinginn Gottskálk Þorvalds-
son frá Miklabæ í Skagafirði hýrara auga en landa sína.