Stormur - 23.03.1941, Blaðsíða 3

Stormur - 23.03.1941, Blaðsíða 3
STORMUR 3 Sundurlausir þankar ... Framh. frá 1. síðu. ítrekaðir tilraunir til þess að koma á sáttum milli „dauð- ans“ og skyrsins, sem undu illa sambýlinu, enda þótt bæði væru samvinnuættar. Fór svo, að manninum reyndist þetta ofurefli og spýttust þessi afkvæmi samvinnunnar út úr honum með feikna krafti. En í því bar að hund manns- ins, kenndi hann samvinnuþefinn, þótti góður, og sleikti allt upp. Var ekki annað sjáanlegt en að seppa yrði mjög gott af. Kom á hann samvinnu-þjóðstjórnar svipur, værð- arlegur og umburðarlyndur. Einhvern veginn var það svo, að ósjálfrátt rifjaðist þessi saga upp, þegar kunnugt varð hvernig fór um 17. gr. jarðræktarlaganna á Búnaðarþinginu nýafstaðna. Feðrum greinarinnar, framsóknarmönnum, var orðið bumbult af henni og þar kom að þeir héldu henni ekki niðri. En að vonum kunnu þeir því illa, að bændur væru frjálsir, og því hugkvæmdist þeim, að láta söluskatt koma í stað eignaránsins. — Þeir, sem sjálfstæðinu og frelsinu unna, kunnu því illa, að bændur mættu ekki njóta jafnt verðhækkunar á eignum sínum sem aðrir þegnar þjóð- félagsins, og felldu því þenna söluskatt fyrir framsóknar og jafnaðarmanna bastörðunum. — En þá fór fyrir þess- um hetjum svipað og hundinum mannsins, þeir gleyptu sína eigin spýju og urðu aftur það, sem hafa æ verið og munu ávallt verða: dulklæddir sócialistar. III. Mikið hefir verið um slysfarir að undanförnu og sumar all-ægilegar. Því slysinu afstýrði þó forsjónin sem ættjörðu vorri mundi hafa orðið tilfinnanlegast en það var þegar við lá að öll fjárveitinganefnd Alþingis hlyti hinn hörmulegasta dauðdaga. Hvorki blöð né útvarp hafa(getið þessa einstaka at- burðar og engin þakkarguðsþjónusta hefir farið fram í kirkjum landsins og hefði það þó sannarlega átt við.. En sú er saga þessa máls í örfáum orðum, að eftir að norðangarðinum mikla slotaði, ákvað fjárveitinganefnd að fara suður í Selvog, líklega tli þess að athuga. hvort þar mundi ekki vera heppilegur staður fyrir hinn nýja Búnaðarskóla, sem reisa á sunnanlands. Hélt nú nefndin á stað úr Reykjavík í góðu veðri en þokuslæðingur var þó á Henglinum og loft nokkuð korgað. Gekk allt vel suður yfir heiði og niður í Ölfus, en þá gerði muggukafald svo mikið, að ekki sást úr augum. Áfram var þó haldið en ferðin gekk seint eftir hinum nýja suðurlandsvegi og var ekki komið í Selvog fyrr en dimmt var orðið bæði af nóttu og óveðri. Höfðu full- trúarnir þar skamma viðdvöl, og gátu ekki áttað sig á því, hvort staðurinn myndi heppilegur til skólaseturs eða ekki. Var nú snúið heim á leið í kolsvarta myrkri og úr- hellis slagviðri. Valt bíllinn nú eins og skip í stórsjó og gutlaði mjög á fulltrúunum, því einhverja vætu höfðu þeir látið ofan í sig á leiðinni suður. Loks fór svo að bíll- inn lenti niður í á einni mikilli, en til allrar guðslukku fylltist hann þó ekki. Komust fulltrúarnir út úr honum við illan leik, og var nú ekki um annað að ræða en leggja fótgangandi út í myrkrið og illviðrið. En vegna þess að mennirnir voru karlmenni mikil og sannfærðir um að föðurlandið mætti ekki missa sig, tókst þeim að brjótast til bæja. Símuðu þeir eftir bíl til Reykjavíkur og komu þangað eftir 25 tíma ferðalag, án þess að neyta svefns né matar. IV. Mikið er nú rætt um verndun móðurmálsins og sýn- ist mörgum svo, að aldrei hafi legið nær því en nú, að Islendingar týndu tungu sinni. Stungið hefir verið upp á ýmsum bjargráðum og þeim jafnvel nokkrum svo róttækum, að sumir þeirra manna, er nú rita einna mest, yrðu sviftir ritfrelsi. Því hefir einnig verið varpað fram, að setja ætti allt prentað mál ifidir ritskoðun. En hvernig mundi fara um stíleinkennin og fjöl- breytnina, ef nefnd manna væri falið einræðisvald til þess að skera íslenskunni stakkinn? Þótt bókaútgáfa sé nú meiri í þessu landi en nokkru sinni fyrr, er samt fjöldi manna í kaupstöðunum, og þó auðvitað einkum í Reykjavík, sem les ekkert annað — eða því sem næst — en dagblöðin. *— Það er þangað og í út- varpið, sem mikill hluti þjóðarinnar sækir sitt andlega sálarfóður. Valtýr Stefánsson sagði í útvarpserindi nýlega, að ef talmálið batnaði mundi málið á blöðunum verða betra, og var því helst svo að skilja að hann vildi varpa sökinni af gölluðu ritmáli blaðanna yfir á þá, sem tala óvandað mál. En hér hafa orðið hausavíxl á hlutunum hjá ritstjóranum þótt undarlegt sé hjá jafnskýrum manni. — Það eru einmitt blöðin seem framar öllu öðru skapa talmálið, og því skiftir það ákaflega miklu máli, að þau séu vel rituð. Dagblöðin í Reykjavík eru nú orðin svo mikil og öflug fyrirtæki, að engu þeirra ætti að vera ofvaxið að hafa í þjónustu sinni einn smekkvísan mann á íslenskt mál, sem færi yfir allt lesmál blaðsins og færði til betra máls það í greinum höfundanna, sem tungunni og mál- smekk manna gæti stafað hætta af. — Þessi maður gæti jafnframt verið prófaralesari, svo að kostnaðurinn yrði lítil leða enginn. — Ef blöðin gerðu þetta — og það er í raun og veru sjálfsögð skylda þeirra — væri hættuleg- asta orsök málspillingarinnar numin burtu. Ætti nú Morgunblaðið, stærsta og útbreiddasta dag- blað landsins að ganga hér á undan með góðu fordæmi og ráða í þjónustu sína færan mann til þessa starfa. Bætti það þá fyrir drýgðar syndir, því að ekki er þess að dyljast að jafnframt því, sem það er læsilegasta og fjöl- breyttasta dagblaðið, er þa ðskeytingarminnst um með- ferð íslensks máls. Bókaútgáfunni er nú að verða svo háttað í þessu landi, að hún er nær því öll komin í hendur fárra út- gáfufélaga og fyrirtækja. — Sárafáir þeirra er bækur rita, gefa þær út á sinn kostnað. Útgáfufélögin eru, eins og kunnugt er: Bókaútgáfa Þjóðvinafélagsins og menn- ingarsjóðs, Mál og menning og Menningar- og fræðslu- félag alþýðu. Bækur allra þessara félaga eru lesnar af tugum þús- unda, sennilega fullum helmingi þjóðarinnar. Auðsætt er, að það skiftir því ákaflega miklu máli, að fögur og vönd- uð íslenska sé á þessum bókum. Yfirleitt má segja að svo hafi líka verið, en nokkur mistök hafa þó orðið, einkum hjá bókaútgáfu menningarsjóðs. Nú hefir formaður menntamálaráðs, Jónas Jónsson, lýst því yfir í Tímanum, að félagið hafi fengið þrjá færa menn, þá Björn Guðfinnsson, Lárus Blöndal og Pétur Lárusson til þess að lesa yfir og annast um prófarkalest- ur á öllu því, sem félagið gefur út. Má því fyllilega vænta þess, að framvegis verði ekkert í bókum þessa félags, sem spillt getur málsmekk alþýðunnar. Framh. á 4. síðu.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.