Stormur - 30.05.1941, Page 1

Stormur - 30.05.1941, Page 1
STORMU R Ritstjóri: Magnús Magnússon XVII. árg. Reykjavík, 30. maí 1941. 13. tbl. JEREMIASARBRÉF Gamli kunningi! Reykjavík í maí 1941. Jæja, svona fór það, eins og okkur hafði að vísu báða grunað, að hinir vísu feður, alþingismennirnir, ákvörðuðu sjálfa sig eina færa um það að standa vörð og vera í fylk- ingarbrjósti fyrir ættjörðina á meðan hún á í höggi við Bret- ann og Hitler. Ef þú kæmir hingað til höfuðstaðarins og litir inn í hið virðulega Alþingi, mundir þú líka fljótt sannfærast um það, að sjálfsálit þessara sjálfkjörnu þjóðarfulltrúa er síst of mikið. Það er mikið mannvit, sem er samansafnað í þessum 49 heilum (þeir eru nú raunar ekki nema 47eins og stendur. því að Thor er í Ameríku en Einar í Konunglega ættjarðar- vinnufélaginu í Bretlandi, og var það óneitanlega sniðugt hjá Jóni Bola að vista hann þar), eins og líka allt yfirbragð mannanna ber fegurstan vott um. Hvaða vitsmunamenn skyldu t. d. Árnesingar og Rangæingar eiga á móts við þá Laugarvatns Bjarna og Helga lækni Og ef þú hefir séð Ingvar Pálmason, veit ég að þú ert sannfærður um, að yfirskeggið eitt ber þess gleggstan vottinn, hvílík vitsmunagróska er inni fyrir hjá þeim manni. Ef til vill yrðu það ekki fyrst og fremst vitsmunaein- kennin, sem vektu athygli þína á ásjónu Finns Jónssonar, heldur öllu fremúr heiðríkja yfirbragðsins og þróttur og ein- lægni raddarinnar. Fljótt mundir þú líka sannfærast um það, hve ósérplægin, hrein og soralaus ættjarðarást þeirra Framsóknarmannanna Jónasar Jónssonar, Hermanns Jónas- sonar, Sveinbjarnar Högnasonar og Pálma Hannessonar er. Þótt sumir þessara manna gegni ef til vill nokkuð mörgum störfum og þiggi sæmileg laun fyrir, þá kemur það ekki til af því, að þeir séu ágjarnir í þessa heims gæði, heldur er það glögg dómgreind á sínum eigin hæfileikum, sem hefir sagt þeim, að ættjörðin krefðist þess að þeir legðu fram alla krafta sína í þjónustu hennar. En sannfærðastur mundir þú þó verða um það, er þú litir yfir þenna glæsilega hóp þing- manna og ráðherra, að enginn sonur þjóðarinnar væi'i hæf- ari til þess að fara með ábyrgðar og vandamestu mál hennar — utanríkismálin — heldur en Stefán Jóhann. — Á hvapa og hvelju þess manns geta engin tundurskeyti Hitlers eða Churchills unnið. Hann er sá Ögmundur flóki, sem allir Örvar-Oddar Norðurálfunnar a. m. k. sökkva í. Og hvað finnst þér svo eðlilegra en það, að þessi útvaldi hópur ættjarðarvinanna tæki sér dæmi Bretans til eftir- breytni og brytu stjórnarskrána, eins og sigurvegarinn hafði leyft sér að gera? Talsvert er nú i*ætt um hver muni verða bankastjóri í stað Georgs heitins Ólafssonar. Jónas okkar er eins og vænta mátti eft-ir hugarfarsbreytinguna, ekkert annað en sanngirni og þvertekur fyrir það, að nokkur maður úr sínum flokki setjist í það sæti. Almennt munu menn hér, sem telja sig til Sjálfstæðisflokksins, telja Pétur Magnússon sjálfsagðan, svo framarlega sem hann vil gefa kost á sér til þess. Fara þar saman þekking, vitsmunir og mannkostir, og þótt vafalaust, séu miklar gnægtir af öllum þessum eiginleikum hjá þeim Magnúsi og Vilhjálmi Þór, þá ætti þó að vera óhætt, einkum þegar bankinn hefir aukið salarkynni sín, að bæta nokkru við þessa eiginleika. Við fljóta yfirsýn mun nú flestum mönnum virðast svo, að lánið leiki við okkur. — Náttúran veitir okkur öll þau gæði, sem hún hefir yfir að ráða og pappírspeningarnir frá Bretanum streyma svo inn til margra, að þeir vita ekki, hvernig þeir eiga að koma þeim í ló. Og þó — þó er, þrátt fyrir alla velgengnina og velmegunina, einhver vá í lofti. —. Enginn veit, hversu lengi hann fær að njóta hinna skjót- fengnu auðæfa sinna, hversu lengi hann getur veitt sér þann munað að drekka Svartadauða fyrir 35 krónur flöskuna, og sitja á Borg við vín og hljóðfæraleik. Að ári liðnu, eða ef til vill eftir enn skemmri tíma, getur sá, sem á tugi og hundrað þúsunda í dag, verið orðinn fátækur maður, og það getur líka verið, að hann verði kominn þangað, sem þúsundir hans verða honum að engu liði og engan Svartadauða, ekk- ert whisky og enga lúxusbíla er hægt að fá. Og jafnvel þeir, sem hvorki óttast um líf sitt eða eignir, geta þó verið áhyggjufullir. — Þeir geta þjáðst af ugg um það, hvernig fara muni um sjálfstæði þjóðarinnar og hag allan, þegar þessum hildarleik lýkur. Og það getur líka verið, að í augum sumra manna sé öll velgengnin aðeins gylling, svikafarði. Hvers virði eru okkur allir seðlarnir og öll sterl- ingspundin úti í Englandi, þegar landið er að heita má alls- laust af brýnustu lífsnauðsynjun og því, sem varanleg verð- mæti getur skapað. Nú fæst hér ekkert byggingarefni, ekkert sement, ekkert járn„ ekkert timbur. Engar nýbyggingar í'ísa upp, og þær byggingar, sem fyrir eru, grotna niður af við- haldsleysi. Tugir og jafnvel hundruð þúsunda af erlendum hermönnum fylla landið. Þessa menn verður íslenska þjóðin að fæða að nokkru leyti, og nú þegar er svo komið, að sum- ar fæðutegundir eru á þrotum. Og þrátt fyrir allan þenna erlenda fjölda, þurfa „gestirnir“ á svo miklu innlendu vinnu- afli að halda, að helst lítur út fyrir að framleiðsla landbún- aðarins verði stórum minni en fyr. Er því ekki sannleikur- inn í raun og veru sá: að við höfum aldrei ríkari verið af pappírsseðlum og erlendum inneignum — verðmætum, sem geta orðið verðlaus eða því sem næst á haða stundu sem er — en aldrei fátækari — eða a. m. k. nú um langt skeið — af þeim verðmætum, sem fallvalt gengi peninganna hefir

x

Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.