Stormur


Stormur - 30.05.1941, Qupperneq 2

Stormur - 30.05.1941, Qupperneq 2
2 STORMUR * Gamall kunningi gengur fyrir Það var núna fyrir nokkrum dögum, að ég gekk fyrir H. H. H., konung hinna konunganna og konung okkar allra hinna. Við erum nefnilega uppsprottnir úr sama byggðarlaginu, vorum skólabræður í mörgum skólum og brölluðum margt saman á duggarabandsárum okkar. Enda vorum við í den tíð taldir jafningjar að mannkostum og mannviti, og þótti hvor- ugum slorlegt. Síðar skildu leiðir okkar, að nokkru. — Hann lenti í póli- tíkinni, hjá einhverjum Naza, en ég fór austur að Litla- Hrauni (sem reyndar heitir nú Fæla, samanber Fjandafæla) til hans Sigurðar míns. Heill og sæll kongur góður, sagði ég strax og ég var kom- inn inn í ádíensesalinn og tók hann því kompánlega: Því hann „gleymir aldrei gömlum vin. þó gefist aðrir nýir“, eins og hann segir jafnan sjálfur. Ég hugsaði mér, að best mundi vera, að byrja á einhverju af hans eigin hugðarefnum, svo ég spurði: Hefurðu aldrei farið á fuglaskytterí í vetur? Nei, svaraði hans hátign, Þú veist víst að þeir gerðu byssuhólkinn minn upptækann, hérna um árið og nú er hann brúkaður um borð í Fjöru-Þór, ti! þess að freta á tundurduflin. Annars hefi ég nú lagt niður flest þessi brek og smá-prakkarastrik, sem við stunduðum á ungdómsárum okkur, — bæði í sveitinni og annars staðar. — Já, það sannast á Minni Hátign og reyndar flestum löndum okkar, — bæði körlum og konum — hið forna spakmæli, að „Oft verður góður hestur úr göldum fola og virðuleg frú úr tryltu tryppi“. Eitthvað ertu þó að fikta við bíla enn þá, mælti ég. Ja. Það er nú ekki mikið, sagði Hans Hátign, —eiginlega ekkert, nema þetta litla sem ég ek sjálfur í „R. 1“ (en það þýðir, ríkisóvinur númer 1). En því get ég trúað þér fyrir, að oft þegar ég ek á fleygi ferð um göturnar og sé andstæð- inga mína, þá langar mig mikið til þess, að aka yfir óhi-æsin. — En, — minn betri maður hvíslar þá æfinlega að mér: „Þett má Þín Hátign ómögulega“. Svo er nú það, að óvin- irnir reyna oftast nær að forða sér, þegar þeir sjá til mín, — því ég ek hart og hispurslaust, — mitt kjörorð er þegar ég ek: „Þeir verða að vara sig, sem sjónina hafa“. engin áhrif á? Mundi ekki hagur þjóðarinnar vera öllu betri nú, ef ekki hefði verið fylgt búskaparhyggindum Eysteins Jónssonar og Framsóknarmannanna? Mundi okkur ekki vera meira gagn að gnægð byggingarefna og allra lífsnauð- synja heldur en pappírsseðla, sem fjúka um eins oé skæða- drífa og ala upp í þjóðinni hóflausa skemmtanafýsn og frá- munalegt skeytingarleysi um fjármuni? Og hvaða traust getum við svo borið til sumra þeirra manna, sem nú eiga að gæta sjálfstæðis og heiðurs þjóðar- innar? Hvaða traust getum við borið til dómsmálaráðherrans, sem lætur blað sitt bera heilan stjórnmálaflokk landráðasökum í marga mánuði, en brestur þó djörfung til þess að láta rann- sókn fram fara til þess að prófa, ‘hvort þessar ákærur eru réttar eða rangar? Og hvaða traust er hægt að bera til þess utanríkismála- í’áðherra, sem lætur blað sitt flatmaga fyrir þeim sem of- beldinu beitti við okkur og jafnvel hælast yfir því, að erlent stórveldi braut stjórnarskrá vora og beitti hnefaréttinum við nokkra umkomulitla rnenn, sem ráðherrann sjálfur og flokkur hans hræðast þó svo, að hann þorði ekki að mæta þeim á opinberum vettvangi, svo að auðnuleysi hans sjálfs Hans Hátign... Það grunaði mig alltaf, að eitthvað mundi vera eftir af honum gamla Manna mínum, sagði ég. Hans Hátign stundi mæðilega við og mælti: Það er nú svo, — en gamli kæri fé- lagi og skólabróðir, það veit nú enginn betur en ég sjálfur. — Mín eigin Hátign, hvað ég er farinn mikið að þreytast og bila, — bara hjartabilast. — Ekki mundi ég t. d. núna treysta mér til þess, að dæma Magnúsar-Stóradóminn, sem ég kvað upp hérna um árið, þá þorði ég að tefla á tæpustu vöð. — Enda hafði ég, í den tíð, allt að græða, en nú hefi ég allt að missa, en ekkert að þéna, nema aurana. Nú hélt ég að „mitt rétta augnablik" væri loksins komið, eins og Kommanna forðum í Good-Temparahúsinu og sagði því: Geturðu nú ekki sett mig í eitthvert hátt og valdamikið embætti? Það gerir minna til þó launin séu ekki upp á það allra hæsta, ég skal sjá um það sjálfur, ef völdin eru nógu mikil. — Svo mikið er þó eftir af mér enn, — og í öllum stór- ræðum skyldi ég vera þín hægri hönd, alveg eins og í gamla daga. Víst vildi ég geta gert eitthvað fyrir þig, gamli stallbróðir, sagði Hans Hátign, en fortiðin þín er sá Þrándur í Götu, sem jafnvel Mín eigin Hátign ekki fær yfirstigið. Almennings álitið er í svoleiðis ástandi núna, að það er á allt annari bylgjulengd en það var á okkar Þrekksokkabands árum. Það eina, sem ég get ráðlagt þér, er að fara í kaupavinnu til ein- hvers framsóknarbóndans, svo hann geti sjálfur þénað pen- inga í Bretavinnunni: Því að nú ríður á, að þú og þínir líkar styrki sem mest framleiðsluna. Langa stund var ég að bíta og naga mínar eigin varir, áður en ég svaraði, en loksins sagði ég þó: Ég get nú alveg eins þénað peninga sjálfur í Bretavinnunni og lofað fram- sóknarbóndanum að sitja heima við sína eigin framleiðslu. En um fortíð mína er það að segja, að margur hefir komist til vegs og valda í heiminum með álíka fortíð og ég hef. Eða og flokks hans sæist ekki? Og svo er knúturinn riðinn á ósómanum með því, að þessir hræddu og einarðarlausu menn ákveða .sjálfa sig með skýlausu stjórnarskrárbroti til þess að fara með þessi æðstu málefni þjóðarinnar á meðan styrj- öldin stendur. Slyngur hagyrðingur — mætti jafnvel heita skáld með meiri rétti en sumir sem bera það virðulega nafn — kvað eitt sinn þessa vísu um Framsóknarþefara, sem flengdur var á Mosfellsheiði: Enginn maðui- og engin tíð umflýr drottins reiði. — Flestir' verða fyr eða síð flengdir á Mosfellsheiði. Munu ekki þessi spaklegu orð eiga eftir að rætast á þjóð- inni, sem lætur bjóða sér allt og hefir í mörg ár hlýtt for- ystu þeirra manna, sem hvorki hafa vitsmuni eða skapfestu til þess að stjórna öðrum og eru í öllu miðlungsmenn? Vertu svo bless. Þinn einl. JEREMÍAS.

x

Stormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.