Stormur


Stormur - 30.05.1941, Qupperneq 3

Stormur - 30.05.1941, Qupperneq 3
STORMUR Chaplin-vísan, model 1939. Víst er eg vesall piltur af vondum heimi spiltur, og þankinn fleytifyltur af flestri sorg og neyð. Um þessar götur gekk eg og greiða lítinn fékk ég, af sulti ei saman hékk ég og svona er margra leið! Og loks það lengi man ég, litla stúlku fann ég, sem blað í eldi brann ég, og beiska reynslu hlaut. Það er margt, sem maður kannar, og margt sem auðnan bannar. Og það var einnig annar, sem ylsins hennar naut. En eins og sögur sanna, er sæmd sem flest að kanna, Eg flæktist meðal manna og margt ég heyrði og sá. Eg gisti karl í koti, eg kyntist frægu sloti og mörgu skúmaskoti, sem ég skýri ei neinum frá. Þó sæmir síst að gráta, né syrgja fram úr máta, þótt einhver telputáta sé tveimur mönnum góð. Og upp skal hugann herða og hugsa á ný til ferða, hvers virði, sem þau verða þín vitlaust kveðnp ljóð. Svo kvað eg fáein kvæði af krafti og hagleik bæði, um alt hið blinda æði, sem elur jarðlíf vort. En ei var alt með feldu, þótt eitthvað gott þeir teldu, þeir helft þess stolna héldu en hitt var vitlaust ort. Og einn eg stóð sem áður, svo auðnulaus og smáður, af öllum þrautum þjáður í þessum stóra bæ. Míns afls gegn allra mætti svo undurlítils gætti. Var furða þó mér þætti sem því væri hent á glæ. hvað segirðu um suma forsetana í Mexikó? Svo ekki sé nú skemmra farið. Það er allt annað að vera forseti eða að vera konungur, svaraði Hans Hátign; því að það eru bara vesalir og fáfróð- ir kjósendur, sem veita forsetunum völdin, og það ekki nema fáein ár í einu; en öll veraldarsagan — frá upphafi til enda — sýnir það og sannar, að það er almáttugur guð,.— guð sjálfur, sem vér konungarnir eigum að standa reikningsskap ráðsmensku vorrar á efsta degi. Jæja, sagði ég. — Var það þá guð, sem gaf þér konungs- valdið? Annars hélt ég nú, að þeir, sem það gjörðu, hefðu verið af aUt öðru sauðahúsi. T. d. held ég nú að Hitler hafi verið einn af þeim, því að í raun og' veru þá steig hann þó fyrsta sporið, — svona óbeinlínis — með því að taka völdin Þótt lágr sé lífs míns hagur og langt sé runninn dagur, og stáss né stoltarbragur ei stafi honum frá. Eitt sinn upp skal rísa mín öfugt kveðna vísa og fólksins leiðir lýsa lengra en augun sjá. Kvæði þetta er tekið úr hinni nýju ljóðabók Steins Steinar: Spor í Sandi. — Steinar er gott skáld og fer batn- andi, væri hann maklegri skáldalauna en sumir þeirra sem hið svokallaða mentamálaráð er að reyna að gera að skáldum og listamönnum. af Kristjáni; og svo, svo..... lengra komst ég ekki, því í þessu bili ruddist einn af skattkonungum Hans Hátignar inn í salinn og sagðist endilega þui’fa að tala við sjálfan hæst- ráðandann til sjós og lands, um einhver alríkis vandræði, sem nú steðjuðu að. Ég kvaddi því eins hæversklega og ég gat og hröklaðist því næst í burtu. Á heimleiðinni var ég að hugsa um ástandið í föðurlandinu mínu, og ég sá glöggt, að hér er „aUt í lugi“ og rúmlega það; meira að segja 1 „skipulagi“, eins og við er líka að búast, þar sem maður með slíka fortíð, slíkan krakter, slíkt inannorð og þar að auki kreatúr slíks manns, er einvalds konungur á öllu landinu og langt út fyrir landhelgislínu. Sviðu-Manni.

x

Stormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.