Stormur


Stormur - 13.03.1942, Qupperneq 2

Stormur - 13.03.1942, Qupperneq 2
 STORMUK sem enga reynslu hefir við að styðjast. önnur bæjarfélög hafa notið þess mikla hagræðis að láta Reykjavík gera hinar kostnaðarsömu byrjunartilraunir, og þau hafa getað sneitt hjá þeim mistökum, sem þeim hafa orðið samfara. IV. Enginn veit hversu lengi þau Hjaðningavíg standa, sem heimurinn heyir nú, en líkindi eru þó til að þeim ljúki á næstu 2—3 árum og jafnvel fyrr. Ef engar skelfingar dynja yfir Reykjavík, og þeir sigra, sem nú hafa tekið landið í vernd sína, mun mikill auðui' yerða samansafnaður hjá þessum bæ og borgurum hans, er styrjöldinni lýkui-. Æskilegt væri að vísu, að hægt væri þegar að hefjast handa um miklar fram- kvæmdir, því að mjög er hætt við því að verðlag fari hækk- andi að styrjöldinni lokinni eins og raunin varð eftir síðustu styrjöld. En þessar framkvæmdir geta naumast orðið mikl- ar, bæði vegna skorts á efni og vinnuafli. Það er því Reyk- víkingum geysi áríðandi, að góðir menn og glöggir fari með stjórn málefna þeirra er þetta framkvæmdatímabil hefst — sennilega mesta framkvæmdaöldin sem orðið hefir í sögu þessa bæjar. Reykvíkingar ættu því að spyrja sjálfa sig nú, hvorum þeir treysti betur að standa fyrir þessum framkvæmdum og ráðstafa þessu fé: Sjálfstæðismönnum eða rauðliðum. — Hvort þeir treysti betur reyndum fésýslumönnum eða ævin- týra- og eyðsluseggjunum, sem allstaðar hafa verið eins og melur í fé bæjarfélaganna og borgai’anna, þar sem þeir hafa farið með völdin. Sjálfstæðismenn ættu líka að gæta þess, að ef ílokkur * þeirra missir völdin, þá verða það þrír flokkar, sem við þeim taka. — Flokkar sem setið hafa á svikráðum hver við annan og reynslan af tveimur þeirra á undanförnum árum hefir verið sú, að aðaláhugamál forvígismanna þeirra hafa verið að afla sjálfum sér stórtekna og tryggja sér bestu embættin, en þó hafa sumir þessara stórauðugu manna, sem í hæstu embættunum sitja, gerst þau frámunalegu lítilmenni, að telja sjálfa sig eignalausa og svíkja með þvi stórlega undan skatti. Skattþegnar Reykjavíkur mættu vera mikilli blindu slegn- ir, ef þeir færu að fela þessum stórauðugu singirnismönnum og skattræningjum fjármál sín, þegar mest er undir því komið, að heiðarlegir fésýslumenn fari með þau. Og hverir eru það svo í andstöðuflokkum Sjálfstæðismanna sem líklegastir væru til þess að taka við borðarstjórastöð- unni af hinum gáfaða og duglega manni, sem nú gegnir henni ? Vér skulum nefna nöfn nokkurra, sem líklegastir væru. Úr Alþýðuflokknum myndu þeir einna líklegastir Haraldur, Stefán Jóhann og Sigurjón Á. Ólafsson. Hinn fyrst taldi er vel geíinn maður, en athafnalaus hóglífismaður, sem sér til- veruna alla í svaúu cigarettureyksins. Röggsemi Stefáns Jó- hanns þekkja alir frá því að hann var utanríkismálaráðherra, er þeim, sem best þekkja manninn, það mæta vel ljóst, að honum lætur best að drekka vín hjá öðrum mönnum og það. sem hann fær gefins hjá ríkinu. — Sá þriðji mun hafa nokk- urt vit á grásleppuútgerð, en þótt hrognkelsaveiði sé einn af atvinnuvegum Reykvíkinga, þá er hann naumast svo stór, að velja megi borgarstjórann einvörðungu með hliðsjón af honum. — Felix gæti að vísu líka komið til mála, en er það rétt að ganga á hlut hinna dauðu vegna hinna lifandi og svifta þá þessum dygga forsjármanni þein-a? Framsóknarflokkurinn hefir tæpast aðra fram að bjóða en Jens Hólmgeirsson, því að mannvalið er lítið í þeim flokki. Jens þessi er líka sagður einskonar pragtexemplar af Fram- sóknarflokknum, því að fullyrt er, að hann hafi ekki snefil af því, sem nefnt er sannfæring. Sagt er, að þegar hann var bústjóri ísfirðinga hafi hann gengið með hvítt um hálsinn, er hann sagði verkamönnunum fyrir störfum, en klæddist verkamannafötum, sem hann ataði mold á, þegar hann fór í bæinn og gekk fyrir húsbændur sina. — Þórarinn Tímarit- stjóri gæti ef til vill líka komið til greina, því að nýlega er sagt að Eysteinn hafi gefið honum lítið slitin jakkaföt af sér. Frambærilegastir úr hópi kommúnista mundu þeir líldega vera Brynjólfur guðlausi og Einar Jónasar fóstri. Eru báðir viðurkendir fésýslumenn og manna sanngjarnastir. — Til mála ætti Hallgrímur Hallgrímsson líka að geta komið, því að eftir skrifum lians að dæma virðist hann prýðilega vel fall- inn til þess að útrýma lús og öðrum óþverra úr híbýlum manna, og er því einskonar meindýraeyðir flokksins. Reykvíkingar skera nú úr því þann 15. mars n.k. hvort þeir vilja heldur einhý^rn þessara manna eða Bjama Bene- diktsson. Stjórnmálatiankar. i. í 1. liefti I. árg. tímaritsins Vöku, skrifaði Ámi Pálsson prófessor grein sem hann nefndi: Þingræðið á glapstigum. — Þessi grein átti fullt erindi til íslendinga 1927 er hún var skrifuð, en nú, 15 árum síðar, á hún þó enn biýnna erindi, og því verða nú birtar nokkrar glepsur úr henni. Eftir að Árni hefir drepið nokkuð á bitlingasýki og eigin- hagsmunahvatir þingmanna segir hann: „Ekki stendur mönnum þó síður stuggur af þeirri pólitísku bardagaaðferð, sem nú tíðkast í flestum þingræðislöndum. Stjómmálamennirnir láta sér alt að vopni verða. Við kjósend- ur sína beita þeir ógeðslegum fagurgala, andstæðinga slna ofsækja þeir og hundbeita á allar lundh-, en lygar og mútur ráða oft úrslitum mála bæði innan þings og utan. Þessi póli- tíska spilling eitrar svo andrúmsloftið í þjóðfélögum álfunn- ar ,að þeim er voði búinn. — Þá telja og flestir vitrir menn liinn mesta ófagnað að hinni hóflausu lagasmið þinganna. Þau rembast flest eða öll eins og rjúpa við staur að unga út nýjum lögum, sem færri eru þörf en óþörf, og hafa vitanleg- an kostnað og vafstur í för með sér, bæði beinlínis og óbein- linis. Vinnuaðferðir þinganna eru oft mjög ískyggilegar, málunum hroðað af eftir því sem best vill verkast og mála- lok oft undir tilviljun komin. — Þingin virðast og allstaðar hafa ríka til hneygingu til þess að seilast út fyrir verksvið sitt. Þau sletta sér fram i umboðsstjómina, skifta sér af embættaveitingum o. s. frv. og trufla á þann hátt alt heil- brigt stjómarfar. — Það þykir og víðast við brenna, að þingsætin séu ekki skipuð úrvalsmönnum. Lítilsháttar menn, sem að öllu öðru ieyti eru meðalverð allra meðalverða, búa oft yfir taumlausri metorðagirnd og hirða aldrei, hvað þeir vinna til að svala henni. Þeir komast því oft langt áleiðis á stjórnmálasviðinu. Hinsvegar hafa mikilliæfir menn, sem virðast sjálfkjörnir til þess að vera leiðtogar þjóðar sinnar, oft slíka óbeit á hinu pólitíska fargani, að þeir vilja hvergi

x

Stormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.